Leita í fréttum mbl.is

Sænska leiðin er íslenska leiðin

Það gleður hjarta mitt svo innilega að loksins skuli hafa verið gert refsivert að kaupa vændi.

Það er flott innlegg í baráttuna sem fram fer um allan heim gegn mansali í hverri mynd sem það birtist.

Milljónir kvenna og barna eru seld í kynlífsþrælkun víða um heim og enginn virðist geta rönd við reist.

Það á ekki að vera hægt að kaupa sér afnot af líkama annarrar manneskju í nútímanum.

Og þá kemur "frelsiskórinn", konur sem vilja selja sig eiga að fá að gera það í friði, tónar hann.

Hann sönglar líka eitthvað um að  boð og bönn ýti vændinu neðanjarðar.

Halló, vændi er í eðli sínu neðanjarðarstarfsgrein vegna þess að hún er þess eðlis að bæði kaupandi og seljandi fyrirverða sig fyrir viðskiptin.

Stór hluti þeirra kvenna sem selja aðgang að líkama sínum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Jú,jú, það eru til konur sem segjast elska vændisstarfið, rétt er það.

En það voru líka til svartir menn í USA sem sáu bölvun í afnámi þrælahalds.

Það er sjaldnast hægt að gera svo öllum líki, þannig er það bara.

Ég er að minnsta kosti ákaflega stolt af VG, Samfylkingu og Framsóknarflokki fyrir að koma íslensku leiðinni í gegn.

Sænska leiðin er nú íslenska leiðin.  Okkar leið.

Þetta er réttlætismál, kvenfrelsismál og mannréttindamál.

Hvað viljið þið meira?

 


mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú ættir nú að kynna þér málið eilítið betur áður en þú stekkur á ályktanir.

Það er ein mjög góð grein sem ég las um þetta mál um daginn. Mæli eindregið með að þú kíkir á hana.

Vefslóðin er: http://www.tyr.is/2009/03/23/v%C3%A6ndi-og-nektardanssta%C3%B0ir/

Ég er svo fullkomlega sammála þeim sem skrifar þessa grein.

Þeir sem henda síðan þeim rökum framan í okkur að við viljum bara sjálfir kaupa okkur hórur og fara á strippstaði kunna einfaldlega ekki að beita rökum í sínum málflutningi. Málið snýst einfaldlega ekki um það.

Þannig að ég segi hér með að allir þeir sem nota slíkar aðferðir við að gagnrýna hluti eru þegar búnir að skjóta sig í fótinn. Við erum nú einu sinni menntuð þjóð, beitum því rökum.

En til viðbótar við þessa grein má bæta að þessi lög eru einungis siðareglur. Og siðareglur eru eitthvað sem alþingismenn eiga ekki að setja okkur. Segjum að alþingismenn vilji að karlmenn gangi í svörtum buxum á miðvikudögum. Það væru náttúrulega fáránleg lög en þannig eru siðareglur. Þegar að tveir einstaklingar ætla sér að sofa saman þá dettur engum í hug að banna þeim það. Báðir eru sáttir við að sofa hjá hvorum öðrum þá getur enginn alþingismaður bannað þeim það því það er ekki verið á brjóta á neinum. Sama á við um vændi. Kynlíf er heimilt. Peningagreiðslur milli manna eru heimilar. Af hverju ætti þá ekki að leyfa einhverjum aðila að stunda kynlíf gegn greiðslu ef enginn er að þvinga neinn?

Af hverju bönnum við ekki bara nuddara líka? Þeir nota líkama sína til þess að láta öðru fólki líða vel. Það sjá það allir hversu heimskulegt þetta er. Burt með siðareglurnar!

Kv. Sigurður.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég er sammála þér Sigurður.   Þetta er bara forsjáhyggja.  Það hefur ekki verið hægt að bendla neitt mannsalsdæmi við súlustaði eða vændi á Íslandi.  Þótt það gæti gerst og hefur gerst erlendis, en við bönnum ekki lögreglu þótt lögreglumenn hafi gerst brotlegir, en um það eru mýmörg dæmi.  Svo kemur þetta með greiðsluna, hvar verða mörkin á milli greiðslu og gjafa.   Ég legg til að allar greiðslu í öllum myndum verði þá bannaðar og þá þarf ég ekki að hugsa um morgungjafir hana konunni minni.

Kristinn Sigurjónsson, 17.4.2009 kl. 21:50

3 identicon

ÞAÐ Á AÐ TAKA ALLAR ERLENDAR KONUR

SEM HAFA KOMIÐ TIL ÍSLANDS OG

 SEGJA AÐ ÞÆR SÉU EKKI GIFTAR OG GIFTAST

Á ÍSLANDI AFTUR  AUK ÞESS AÐ

 STUNDA SVO VÆNDI

Á FULLU ....

Svo hefur Fólk að erlendis frá farið og keypt maka handa

krökkum sínum til að giftast á íslandi ...

 Þetta er ekki skáldskapur  þetta er sannleikur

narnia (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:05

4 identicon

Er ekki best að fara að fylla frystikistuna áður en vændis grænir taka völdin?

Axel (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ja hérna! Hér er aldeilis fólk með skoðanir..........

Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessi lika fína kórtónlist ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2009 kl. 22:23

7 identicon

Ég vil semja lag við þennan texta Narniu

Axel (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:37

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég skil þetta ekki!

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 22:46

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verjendur óábyrgs kynlífs mættir á svæðið eins og fyrri daginn!

En ég deili með þér ánægju þinni, Jennsý.

Nú er það eitt eftir að gera SÖLU Á VÆNDI ólöglega á ný.

Vísa hér með til rökræðu minnar og Kolbrúnar Halldórsdóttur um það mál: Bréfaskipti við Kolbrúnu Halldórsdóttur alþingismann o.fl. um vændismál.

Manneskja, sem sjálfviljug selur afnot af líkama sínum, hlýtur að vera samsek þeim sem kaupir. Hún er bæði vitorðsmaður og samverkamaður í þessu – enda er það ekki peningur kaupandans, sem er það syndsamlega, heldur "afnotin" af líkama konunnar, þvert gegn siðgæði, þvert gegn kröfum og siðareglum kristinnar trúar, þvert gegn kynheilbrigði fólks og hagsmunum maka kaupandans (sem stundum er vísvitandi lokkaður til verksins og stundum neytt færis vegna ölvunar hans), því að makinn getur smitazt af hættulegum kynsjúkdómi vegna athafna þessa "seljanda" og "kaupandans", og börnin líða einnig fyrir þetta, m.a. vegna skilnaða, sem og þjóðfélagið allt.

Þess vegna á að banna sölu vændis og það strax!

Þingmenn höfðu tíma til að snara þessu frumvarpi Kolbrúnar af í hvelli, rétt eins og rassskellingarfrumvarpi hennar, og þá hlýtur það að hafa tíma til þess líka að banna alla vændissölu, svo að við losnum við þá óværu, sem nú hefur setzt að íslenzku þjóðfélagi, eins bert hefur orðið á síðustu mánuðum.

En að treysta þingmönnum til alhliða góðra verka – er í alvöru einhver von í því efni á þessum síðustu og verstu?

Jón Valur Jensson, 17.4.2009 kl. 23:16

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Flestir karlmenn eru kynferðislega misþroska. Þó er stigsmunur þar á, td. þegar saman fer kynferðislegur misþroski fótboltaáhugi bjórdrykkja (af stút) og hlýrabolur nær misþroskinn ákveðnum lægðum. (Það þarf ekki að vera ístra til staðar, ekki endilega).

Einu þrepi neðar eru þeir karlmenn sem sem að auki tjá sig með lögleiðingu vændis og annar neðar, þeir sem tjá sig með vændi undir nafni.

Neðsta þrepið eru þeir sem berjast fyrir lögleiðingu á "kynlífi" með börnum, en til er ágætur félagsskapur í bandaríkjunum sem hefur þetta eitt á stefnuskrá. En allt er þetta sami flokkurinn.

Má ég nefna enn eitt þrep, óskilgreint, en það er sú deild sem vill banna vændi af "siðferðisástæðum" eða vegna "óábyrgs kynlífs"!!!!.

Eitt skil ég ekki, af hverju þessir sömu menn koma ekki í ræðu og riti fram til að mótmæla ranglætinu sem hinn Austurríski   Josef Fritzl er látinn þola þessa dagana, kallhólkurinn.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 23:44

11 identicon

Jæja, nú verða stelpurnar víst að borga sjálfar fyrir drykkina á barnum;)

Orri (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 05:47

12 identicon

Sænska leiðin, "rétta leiðin?"   Hefur þú Jenný kynnt þér hversu margir hafa verið dæmdir eftir þessum nýju lögum sem hafa þó verið í nokkur ár í Svíþjóð.  Ég veit jú um einn dómara í Malmö sem einmitt fékkst við að dæma þessi mál. Honum varð eitthvað fótaskortur á þrepskildinum og fékk sekt fyrir að greiða einni gleðikonu fyrir blíðu sína.  Mig minnir að hún hafi sjálf komið þessu í kring, til þess að gefa honum vissa lexíu.  Jæja verra en svo var það ekki,  hann fékk áfram að dæmi þessi mál og gott ef að hann fékk ekki launahækkun, því nú gat hann dæmt frá eigin sjónarhól.  Ég vil bara benda á eitt, (því ekki á að dæma söluaðila)  þú drepur ekki mjólkurkúna,(þ.a.e.s. ´gefur ekki upp kaupandann)  Þess vegna falla lögin um sjálft sig. Svo allir eru sáttir eins og áður. O.K.

J.þ.A (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 05:55

13 identicon

Þegar verið er að réttlæta vændi held ég að fólk hugsi ekki málið til enda.  ENGINN fer út í það að stunda vændi af því það er draumadjobbið.  Margir eru neiddir út í það af öðrum, aðrir eiga ekki annan kost og einhverjir eru haldnir brengluðum kenndum eftir að hafa verið misnotaðir eða orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.  ÞETTA ER STAÐREYND.  Það að reyna að telja sér trú um annað er að kaupa sér frið í sálinni.  Auðvitað réttlæta margar þeirra kvenna sem eru að starfa við vændi þetta fyrir sér á meðan á þessu stendur, en það er önnur staðreynd, að þegar þær hætta (ef þær eiga þess kost) þá eru þær handónýtar andlega og ganga í gegnum hreint helvíti.

Fólk sem styður við kaup á vændi er að réttlæta það að fólk nýti sér neyð annarra.

Ekki flóknara en það.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 07:50

14 identicon

Ég er ekki að réttlæta vændi.  Alls ekki.  Það sem ég er að meina er að lögin eru til einskis.  Lögin hefðu mátt vera þannig að báðir aðilar væru sekir.   Málið er að semja um aðgerð eða framkvæmd. T.d. Ég ætla að leigja mér eina vélskóflu í einn klukkutíma.  Hún kostar tíu þúsund þennan tíma þá er ég búin að gera samning við annan aðila. Gagnkvæmur  samningur. báðir sekir. 

Það er ekki flóknara en það.

J.þ.A (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:40

15 Smámynd: Sleepless

Sjálf hef ég, prívat og persónulega þekkt all nokkrar vændiskonur og jú einn vændiskall.

Strákurinn sem ég þekki stundaði nú aldei væni hér en var búsettur í ameríku og um 20 átti hann í peningavandræðum og greip til þess ráðs að sænga hjá miðaldra konum gegn greiðslu. Hann leit svo á að hann væri að gefa þessum konu þjónustu sem þær vildu. Margar voru giftar og allar nenntu ekki að fara á bar pikka upp kall í blindni og þar með bjóða hverjum sem er heim til sín eða í sinn líkama. Vinkonur voru mikið að mæla með honum sín á milli og hann hefur aldrei litið á þetta sem skömm heldur lærði hann mikið á þessum tíma, bæði um kynlíf, samskipti kynjana  og tilfinningarlíf eldri kvenna.

Og svipað er það með konurnar sem ég hef þekkt í þessu nema með örlitlum áheyrslubreytingum.  Margar sem ég hef þekkt sem hafa sinnt starfi vændiskonu hafa haft mismunandi ástæður fyrir því en flestar hafa meint það að fyrst þeirra kynlífsþörf sé svona óseðjandi að þá gætu þær eins fengið borgað fyrir það.

Ég hef þekkt bæði íslenskar og erlendar hórur og allar eiga þær það sameiginlegt að þær eru sterkar konur.
En ég er ekki fáviti og veit að mannsal er raunveruleiki í dag en ég á alltaf eftir að halda því fram að ef þær sem vilja stunda vændi fá að gera það í friðið og með lagasetninguna sín megin eru þær sömu konur komnar í betri aðstöðu en nokkur annar á yfirborði jarðar til að uppvísa lögreglu um hvar slíkur viðbjóður er framinn.
Vændiskonur vita mjög mikið sem fáum er sagt frá, vændiskonur eiga mikið af annarra manna leyndarmálum (ásamt sínum eigin að sjálfsögðu) og margar komast inná staði sem löghlýðnir borgarar vita ekki einu sinni að séu til í þeirra þjóðfélag.

Mér finnst það ekki í lagi að samfélagið styðji stéttarskiptingu byggða á sjúkdómum og/eða ákvörðunum sem snýr að eigin líkama. Mér finnst ekki rétt að manneskja sem er seld gegn eigin vilja sé flokkuð á sama hátt og sú sem gerir það á eigin frumkvæði.

Og hversu langt ætlum við að láta þetta ganga?
Ætlum við að refsa fullorðun fólki fyrir ofvikra kynlífsþörf og gera glæpamenn úr þeim? Eigum við að fangelsa alla fíkla fyrir að vera haldnir sjúkdóm? Hvenær snúum við okkur að þeim sem eru með geðsjúkdóma? Má ég fara að búast við því að fara í fangelsi fyrir það eitt að vera ég?
Ég vann sem stippari í mörg ár, hef farið í meðferð og haldin geðsjúkdóm og vegna þess alls er ég stimpluð sem "ómarktæk" og sett í sama flokk og margir glæpamenn þegar í raun og veru eini glæpurinn sem ég hef gerst sek um er að versla fíkiefni fyrir eigin neyslu (jú að vísu var ég kærð fyrir ólöglegan einkadans en fallið var frá þeim kærum).
Aldrei hef ég brotist inn, svikið fólk eða selt mig fyrir eigin neyslu og ég husa með hryllingi að ef ég hefði lent í fangelsif yrir hluti sem sköðuðu engann og jú ef einhvern þá mig.
Ég skal einnig viðurkenna það að ef samfélagið hefði dæmt mig í fangelsi hefði ég komið svo aftur útí samfélagið reið og sár, fullmentaður glæpakona nýkomin úr "skóla" vís til þess að valda meiri skaða en áður, sama um samfélagið sem er sama um mig...

Er það það sem við viljum ala af okkur?

Og hvernig er öðruvísi að gera kaupendur vændis að glæpamönnum?  Ef að það er kolrangt að fangelsa fílka fyrir það eitt að kaupa sér efnin þá finnst mér líka rangt að rústa mannorði einhvers og jafnvel fangelsa fyrir kaup á vændi. Ég hef áhyggjur af því að fljótlega förum við að framleiða glæpamenn og and-samfélagsþegna á færibandi.

En þegar upp er staðið þurfum við að fara að gera greinarmun á fólki, allir sem selja sig eru ekki í neyð, allir sem kaupa fíkniefni eru ekki þjófar og allir sem eru haldnir geðsjúkdómum eru ekki geðsjúklingar. Hættið þessum fordómum og leyfið fólki að hafa rödd frekar en að gera það að glæpamönnum....
Bjóðum uppá alvöru úrræði en ekki fangelsi og sektir!

Með geðveikum kveðjum
Sleepless sem syrgir örlög þeirra sem hafa ekki rödd

Sleepless, 18.4.2009 kl. 09:32

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sleepless: Við verðum seint sammála.  Ég get lifað með því.  Málið er að ef vændiskonur eru í bransanum vegna óseðjandi kynlífsþarfar þá þurfa þær aðstoð ekki leyfi til að misbjóða sjálfum sér.

Ég fagna því að þú hafir komið heil og sterk út úr þínum hremmingum.

Jón Valur: Við erum ekki oft sammála en hér kemst ekki hnífurinn á milli.  Við byggjum reyndar á mismunandi hugmyndafræði en það býttar ekki.

Öndin trítilóða: Góður. 

Takk öll fyrir debattinn. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2009 kl. 11:25

17 identicon

Aumingja Íslenska þjóðin!
Búin að reka af sér ríkisstjórn braskara og bankaræningja.
Í staðinn fær hún ríkisstjórn "Talibana feminista" og jafnréttisfasista.
Nú verður bráðum farið að höggva hendur og fætur af fólki sem, ekki getur fylgt kreddum vinstri grænu Talibanpáfanna.
Það er ekki hægt að kjósa Vinstri Græna á meðan veruleikafirrt feministapakkið tröllríður flokknum.

Fram með potta og pönnur!

Dæmi um "siðferðislög" í framkvæmd.

PUNISHMENT FOR NON-MARITAL SEX
Examples of convictions under Sharia law

http://www.religioustolerance.org/isl_adul1.htm

Draumur Talibana feministaklíkunnar í VG!

Jón (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:31

18 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ert þú, Jenný, þar með að segja að vændi sé "óabyrgt" kynlíf?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 12:12

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld er vændi óábyrgt kynlíf.

Séu skoðaðar ýmsar vefsíður gegnum Google-leit (prostitutes HIV infection VD), kemur í ljós, að Hollendingar virðast leggja sig mjög eftir rannsóknum í þessu efni, en þar í landi er vændi ekki aðeins leyfilegt, heldur einnig heilbrigðiseftirlit með þeim geira, sem ekki er hér á landi, samkvæmt viljandi vali löggjafans! og hef ég skrifað um það ádrepur áður.

Rannsóknir Hollendinganna (sem hafa reyndar trúlega hug á því sumir að verja þessa atvinnustarfsemi þar í landi) gefa til kynna mikla smokkanotkun vændiskvenna með kúnnum sínum (allt að 98%), en mjög litla með öðrum kynlífsvinum sínum (t.d. 12% í einni könnun). Lítil HIV-smit er þar um að ræða hjá hollenzkum konum sem ekki neyta eiturlyfja, en miklu verulegra hjá innfluttum konum, sem koma t.d. frá Austur-Evrópu, latnesku Ameríku og Afríku, og ennfremur eru vændiskonur sem neyta eiturlyfja, einkum með sprautum, með miklu hærra eyðnismit en aðrar vændiskonur.

Það eru einmitt konur eins og frá latnesku Ameríku, sem í senn eru með "inconsistent condom use" (óreglulega eða ekki rétta smokkanotkun) og jafnframt með mesta HIV-smitið. Allra mest – og mjög verulegt – er þetta smit þó hjá transvestítum og þeim sem taka kúnna í endaþarmskynmök og gera það án sérframleiddra smokka fyrir slíkt; sjást þess dæmi á vefsíðum sem nálgast má á 1. síðu tilvísaðs Google-leitaryfirlits.

Svo er vitaskuld um aðra kynsjúkdóma að ræða að auki.

Merkilegt er, að vændiskonur þessar taka áhættu fyrir ástmenn sína með því að viðhafa þar sjaldan smokkanotkun.

En hér á landi hefur ekki verið neitt heilbrigðiseftirlt með þessu fólki, Björn Bjarnason vildi það ekki með sinni löggjöf, dólgafrjálshyggjan (sbr. gamla hugtakið 'dólgamarxisma', vulgar-marxisma) fekk þar að ríkja óskoruð, Björn lét sína stuttbuxnadeild fá að ráða í því máli, en hvernig ætla vinstrimennirnir að hátta þessu? Er þar anað áfram í sama ídeólógíska einstefnu-hugarfarinu? – nú hins vegar dólgafemínísku þar sem það eitt sé talið skipta máli að klekkja á körlum, en án þess að gæta kynheilbrigðis allra viðkomandi?

Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 13:05

20 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er nefnilega það. Ég og minn ágæti fjandvinur Jón Valur Jensson verðum að skattyrðast á annarra manna síðum þar sem Jón hefur úthýst mér af sinni sem vonlegt er.

En ég ætla ekki að skútyrðast við hann hér, en bendi þó á færslu mína hér að ofan varðandi "kynlífshugsun" þeirra sem bera misþroska á því sviði. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.4.2009 kl. 16:29

21 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þetta er mjög góðir punktar hjá Sleepless.   Lögin eru bæði forsjáhyggja og mismunun.   Það er nokkuð undarlegt þegar tveir aðilar eru sammála um að fremja afbrota að annar aðilinn er sekur en hinn saklaus.

Fordómar gagnvart vændi eru þvílíkir að enginn talar máli þess undir nafni og er það helst sök femínista sem ala á þessum fordómum og misrétti.  Það væri vonandi að fleiri vændiskonur (og vændismenn)  segðu skoðun sína á þessu máli þótt nafnlaust sé.

Og það er rétt að árétta það að það hafa engin mannsalsmál komið upp á Íslandi varðandi vændi eða súlustaði, þótt þetta sé útbreiddari atvinna en fólk grunar.   Þannig að málið er eingöngu runnið undan rifjum forsjáhyggju, stjórnsemi og kynjamismunar.

Kristinn Sigurjónsson, 18.4.2009 kl. 16:43

22 identicon

Atkvæðagreiðsla sjálfstæðismanna og kvenna ( athyglisvert)er dæmigerð fyrir
málatilbúnað sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins. Það er í góðu
lagi að veita einstaklingi frelsi til að níðast og smána annan einstakling,
hafi sá fyrrnefndi  peninga úr að moða. Í þessu tilviki frelsi til að
níðast á innra frelsi stúlkna í neyð. Á kvaða öld lifið þið
sjálfstæðiskonur? Hafið þið kanski hugsað, frjálst vændi, sem tromp til að
efla ferðaþjónustuna?  Skammist ykkar.
Þið, kynþyrstu  karlrembusvín, sem í krafti  peninga rænið bágstaddar konur sjálfsvirðingunni. Fjárfestið í dúkkunum fínu, sem  sagðar eru  ornar svo ansi kynþokkafullar og riðlist á þeim.
--

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:56

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kolbrún Bára hefur réttlætistilfinninguna í lagi.

En varla gezt henni að þeim kynsystrum sínum sem reyna að freista drukkinna karlmanna til að láta þá halda fram hjá konum sínum og smita þær svo af kynsjúkdómi frá vændiskonu.

Refsa ber fyrir sölu vændis rétt eins og kaup á því. Ella verður þetta eins og við strendur Sómalíu, að sjóræningjar eru hraktir úr skipum sem þer hafa rænt, en þeim síðan sleppt á bátum sínum til þess að halda áfram sömu iðju sinni.

Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 20:57

24 identicon

"láta þá halda framhjá konum sínum"

 Halló, drukknir eða ekki þá hafa karlmenn (og fólk almennt) frjálsan vilja. Börn læra orðið NEI yfirleitt í kringum ársaldurinn og fullorðnu fólki er nákvæmlega engin vorkunn að nota það í viðeigandi aðstæðum. Það að setja dæmið þannig upp að þetta séu menn sem "lendi" í glæpum er í besta falli hlægilegt. Það "lendir" enginn í því að nýta sér neyð annarrar manneskju. Það er VAL og þeim er nákvæmlega engin vorkunn að sæta refsingu fyrir það. Því allt venjulegt og eðlilegt folk hefur sómakennd til þess að láta svona niíðingsverk eiga sig. Þótt fyrr hefði verið að gera þetta refsivert.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 22:45

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mikið til í þessu hjá Hólmfríði, nema hvað hún gleymir ábyrgð þeirra vændisseljenda, sem bjóða frjálst fram blíðu sína. Ég hef ekki varið vændiskaup, en mér hefur skilizt, að ýmsir, sem hafi sótt súlustaði og einkadans, hafi látið bera sér ölföng þar til auðvelt var að fá þá til að sólunda fjármunum sínum ótæpilega til að láta undan girndum sínum (sem afnemur þó ekki ábyrgð þeirra, en auðveldar öðrum ætlunarverk þeirra), og það sama má ímynda sér að eigi oft stað við vændiskaup. En jafnvel þótt svo væri ekki, jafnvel þótt maðurinn sé bláedrú og beri 100% ábyrgð á sér, þá ber vændiskonan einnig ábyrgð í málinu, og það er aumingjasiðferði að neita að viðurkenna það – með þeim undantekningum vitaskuld, að kona, sem neydd er út í þetta með ógnunum og hótunum, getur ekki talizt ábyrg né refsiverð, þegar svo er ástatt.

Jón Valur Jensson, 19.4.2009 kl. 01:48

26 identicon

Merkilegt! Eina manneskjan á þessu bloggi, sem virðist vera heilbrygð er þessi geðveika Sleepless ! Ég held að íslendingar eigi heimsmet í illa upplýstum fáráðlingum, enda er þingið fullt af þeim og fleiri eiga eftir að koma eftir kosningar. Þakka góð skrif Sleepless og stattu á þínu.  

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:30

27 identicon

afsakið átt að vera " heilbrigð""

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:34

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

V. Jóhannsson heldur því hér fram, að hann sjálfur sé ekki heilbrigður – tókuð þið eftir því?! Eða er hann kannski 'Sleepless'?

Upplýstu um þitt fulla nafn, V. Jóhannsson, hafirðu þorið til.

Jón Valur Jensson, 19.4.2009 kl. 13:49

29 identicon

Þetta er allt í lagi Jón Valur, en ég mæli með því að þú  farir í framboð því þú ert ekkert voðalega málefnalegur og það passar vel á Alþingi íslendinga.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 14:59

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir nafnbirtinguna, Valdimar.

Ertu sá, sem var í Nýju afli og stóð sig vel í kvótamálinu fyrir dómstólunum?

Annars er þetta innlegg þitt í þeim miður jákvæða alhæfingastíl, sem þú stundar grimmt hér á síðunni.

Jón Valur Jensson, 19.4.2009 kl. 16:43

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært hvað umræðan helst lifandi hér.

Áfram svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 17:30

32 identicon

Þegar ég tala um illa upplýsta fáráðlinga á Íslandi, þá er ég að meina alment. Hver er staða íslenska samfélagins í dag og hvers vegna?

Jú, vanþekking,getuleysi og fáráðlingaháttur hefur stýrt þessu samfélagi alt of lengi. Eru meira en 14 ár síðan íslendingar oppnuðu almennan verðbréfamarkað og urðu bestir í heimi sama dag? Hvað ætli gömlu bankarnir hafi fengið margar kærur á sig erlendis vegna vafasamra viðskipta á þessum tíma? Og þeir sem kveiktu á perunni og gerðu athugasemdir fengu skömm í hattinn frá fáráðlingunum.

Nei, Jón Valur. Ég hef ekkert með kvótasiðleysið að gera og hef búið erlendis í 20 ár og get glatt Þig með því að til Íslands flyt ég ekki í bráð. Ó nei!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 19:43

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmdu ekki allt íslenzka samfélagið út frá viðskiptageiranum, Valdimar!

Jón Valur Jensson, 19.4.2009 kl. 20:17

34 identicon

Jón V. Jensson!

Kallar þú spillinguna og sukkið hérna "Viðskifti"??

Gengur þú ekki á öllum????????

j.a. (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:52

35 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ef þú skildir kíkja hér inn Jenný spyr ég aftur:

Ert þú, Jenný, þar með að segja að vændi sé "óabyrgt" kynlíf?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.4.2009 kl. 22:45

36 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristján: Nei, það sagði ég ekki.  En ég tengi kynlífsiðnaðinn fyrst og fremst við misnotkun á konum, valdbeitingu í skjóli yfirráðs.

Ég hef eiginlega ekki hugsað út í vændi á þann hátt sem þú spyrð um, þarf aðeins að hugsa það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2009 kl. 23:25

37 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

nah gefðu því nokkuð ár og kommanir verða reknir úr ríkistjórnini og þessi bullög feld

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.4.2009 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband