Leita í fréttum mbl.is

Aldrei fyrirgefið

Jæja, nú er það lýðum ljóst.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur með ofbeldi komið í veg fyrir að stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga.

Því verður aldrei gleymt, það verður aldrei fyrirgefið.

Þeir hafa hamrað á því þingmenn Sjálfstæðisflokksins að stjórnarskrármálið geti beðið, það séu málefni fyrirtækja og heimilanna í landinu sem skipti máli núna.

Ég skal segja ykkur eitt.

Íslensk þjóð varð ekki eingöngu fyrir bankahruni, sem þið létuð yfir okkur ganga sem afrakstur auðmannadekurs og peningadýrkunar á valdatíma ykkar í sautján löööng ár.

Við urðum líka fyrir andlegu hruni.  Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur beðið hnekki.  Við erum hætt að treysta.

Stjórnarskrármálið er okkur jafn mikilvægt og aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja.

Við ætlum aldrei aftur að treysta misvitrum stjórnmálamönnum fyrir stærstu málunum sem þarf að taka ákvörðun um.

"Við" erum fólk í öllum flokkum.  Fólk sem vill hafa áhrif á það þjóðfélag sem við byggjum.  Fyrst og síðast viljum við geta komið í veg fyrir landráðagjörðir sem geta sett heila þjóð bæði andlega og fjárhagslega á höfuðið.

Þið hafið brugðist trausti og það má ekki gerast að þið höndlið með auðlindirnar, stjórnarskrána eða nokkuð annað sem hefur með grundvallargildi þjóðarinnar að gera.

Stjórnlagaþing verður haldið.

Auðlindaákvæðið fer inn.

Sama gildir um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þið komið ekki í veg fyrir það í lengd og bráð, þó ykkur hafi tekist að saurga lýðræðið að þessu sinni.

Nú hrynja föstu fjaðrirnar af Sjálfstæðisflokknum sem aldrei fyrr.

Meira að segja minn góði vinur sjálft "Miðbæjaríhaldið" hefur fengið nóg.

Látum hann eiga síðasta orðið að sinni.

 


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er óhugnaður, Vinkona. Og ætti að reka allt þetta lið út af þingi; þetta "hústökufólk" sem hefur RÆNT lýðræðinu og þykist yfir það hafið! Þú veist, hugsa ég, hversu reiður ég er - svo ég mun ekki rita um þetta fyrr en á morgun, þegar mesti titringurinn hefur horfið úr anda mínum.

Skorrdal (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:18

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er ógeðslegt skrýmsli og frambjóðendurnir slímugir upp fyrir haus. Að sjá t.d. Kristján Þór Júlíusson í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Ekki fann ég til með honum þótt hann kæmi fram eins og hálfviti þarna og vekti upp aulahroll hjá fólki sem á horfð. Og ekki finn ég baun til með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins sem nú heimsækja vinnustaði og fara sneyptir og sveittir þaðan út.  

Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir frábæra færslu um þetta mál - þú setur í orð mikilvægi þess að það eru ekki bara fjármunir sem hrunið snýst um heldur og ímynd okkar og líðan. Kerfisbreytingar eru þýðingarmiklar í viðreisninni - breytingar sem gefa möguleika á meira lýðræði og meiri ábyrgð stjórnmálafólks og -flokka. En íhaldið vill bara völdin - ekki lýðræðið!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.4.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilust mín kæra Jenný.  Við skulum bretta upp ermar, taka höndum saman og uppfylla þessi skilyrði öll sömul.  Ástandið er orðið óþolandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2009 kl. 10:41

5 identicon

Ágætu bloggarar góðan dag

Hverjir eiga að velja stjórnlagaþing?

Hvernig?

Hve lengi á það að sitja og hver ákveður það?

Hverjir eiga að sitja á þinginu

Arnar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:53

6 identicon

Flottur pistill!

Spurningin er við hvað Sjálfstæðisflokkurinn er svona hræddur. Eru þeir virkilega hræddari við fjármagnseigendur og braskara en kjósendur? Hverjir eru það sem halda þeim svínbeygðum á punghárunum? LÍÚ? SA? Baugur?

Djísús hvað það þarf að moka út eftir kosningar.

Og þeir einu sem ég treysti til þess eru VG og Borgarahreyfingin.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:02

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hræddur við málið. Þetta er miklu stærra mál en svo að hægt sé að afgreið það á svona stuttum tíma.Það þarf að vanda til verksins,fjöldi manna hefur lýst efasemdum um frumvarpið.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:28

8 identicon

Kæri Arnar Sigurbjörnsson.  Ein hugmynd, ekki flókin.

1-2.  Slembiúrtak úr þjóðskrá, unnið af t.d. Capasent Gallup.  Venjulegt fólk sem dekkar þverskurð af þjóðinni.  Þetta fólk hefði svo nokkra sérfræðinga sér til ráðfæringar og leiðbeiningar.

3. Það ætti að vera nóg að eyða í þetta svona 3-4 mánuðum.  Þá er þetta lagt fyrir þjóðina, gerðar athugasemdir og svo er farið aftur í nokkra vikna vinnu og að lokum er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

4.  Þetta þing má alls ekki vera eingöngu sett saman af þingmönnum eða flokkstengdu fólki.  Þarna þarf eins og áður segir að vera þverskurður af þjóðinni.

P.s. Sjálfstæðisflokkurinn er að haga sér eins og frekir smákrakkar sem fá ekki það sem þeir vilja.  Þetta er alveg óþolandi og vonandi verða þeir settir í skammakrókinn til framtíðar.

Þetta er vel hægt og á ekki að þurfa að vera mikið mál, ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt. :)

Erna Kristín (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir pistil nöfnu.

Minnihlutakúgun af versta tagi.  Og þessi minnihluti fer þverrandi og endurspeglar ekki grasrótina sína.  Þarf ekki grasrótin að fara í byltingu, "grilláhaldabyltingu"?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.4.2009 kl. 14:16

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

JS: Ég er í kasti yfir grilláhaldabyltingunni.

Takk öll fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2986833

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband