Föstudagur, 10. apríl 2009
Flott framtak
Væri ég ung manneskja í dag þá er allt eins líklegt að ég hefði farið með í hústökuna á Vatnsstígnum.
Ekki af því að ég beri ekki virðingu fyrir eignarréttinum heldur vegna þess að virðing mín fyrir fólki, mannlífi og menningu er meiri og djúpstæðari.
Það eru hreysi út um alla miðborgina.
Hreysi sem eigendurnir hafa látið drabbast niður í þeirri von að borgin keypti af þeim lóðirnar á svipuðum prís og Laugavegshúsin.
Ég ætla rétt að vona að sú klikkaða gjörð verði ekki endurtekin.
Nú ætla ég að vona að fólki sé það ekki á móti skapi að hús sem enginn hirðir um séu tekin og þeim gefið hlutverk.
Ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum þá má hinn sami alveg skoða málið upp á nýtt.
Reyndar þurfum við öll að skoða allt upp á nýtt.
Hvaða andskotans fyrirkomulag er það að láta hús drabbast niður í miðborginni?
Þetta eru slysagildrur, eldsmatur, paradís fyrir rottur og villiketti.
Halló, hví ekki að gefa þessum húsum nýtt líf?
Ekki taka eigendurnir ábyrgð svo mikið er víst.
Til hamingju hústökufólk.
Nú er einu ógeðishúsinu færra í borginni.
Hústökufólk á Vatnsstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er algjörlega sammála þér hér Jenný. Það var virkilega gaman að horfa upp á þessa hressu krakka, kát og full af bjartsýni. Gott hjá þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2009 kl. 09:45
Sem sagt, næst þegar ég á leið í miðbæinn þá tek ég næsta mannlausa ökutæki og það er allt í lagi ef ég bara kalla mig bíltökumann því þá er ég ekki lengur bílaþjófur heldur frelsishetja.
Er fólk alveg að missa skynbragðið á rétt og rangt, eru hugtökin lög og regla ekki lengur skiljanleg.
Láttu okkur vita hvenær þú ferð að heiman næst svo við getum frelsað húsnæðið í nafni hústöku og opnað það til afnota fyrir nýtt líf.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2009 kl. 09:50
Þorsteinn Valur: Þú ert ekki alveg með á nótunum.
Það er enginn að tala um að stela bílum eða ráðast inn í íbúðarhúsnæði.
Hvað er þetta.
Þetta eru hús sem eigendurnir láta grotna niður í þeirri von að borgaryfirvöld borgi þeim fyrir að láta rífa nú eða kaupi af þeim lóðirnar.
Á meðan eru þessi hús slysagildrur.
Svoleiðis hústökur eru þarft verk og nauðsynlegt.
Ásthildur: Við værum þarna for sure.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2009 kl. 09:55
Þorsteinn, ef ég á bíl sem hefur staðið í fjöldamörg ár, er riðgaður í sundur á mörgun stöðum já þá er þér frjálst að taka hann.
Reynir Smári Atlason (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 09:56
Þið eruð sem sagt sammála um að vert sé að gefa afslátt af lögum og hafa svona undantekningar, þannig að réttlætanlegt sé að lemja til dæmis leiðinlega og fleirra í þeim dúr.
Er ekki komið í óefni ef hverjum einstakling er frjálst að taka eigur annarra til afnota vegna huglægs mats.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2009 kl. 10:07
Sammála þér Jenný. Gleðilega páska.
Laufey B Waage, 10.4.2009 kl. 10:17
Þorsteinn, án þess að ég reikni með að þú skiljir um hvað málið snýst, þá er Jenný að tala um hús án hirðis. Það er enginn að tala um að stela einu né neinu.
Björgvin R. Leifsson, 10.4.2009 kl. 10:17
Allt í lagi
Er þá ekki rétt að breyta bara lögunum og gera þetta löglegt, yrðuð þið til dæmis sátt við að í lögunum stæði að ef einhver yfirgæfi hús sitt samfellt í 4 mánuði þá mætti næsti borgari taka húsið til afnota.
Það hljóta að vera mörk á öllum hlutum og til að halda friðinn í samfélaginu erum við að setja okkur lagaramma sem eru húsreglur samfélagsins, ef við erum ósátt við reglurnar þá bera að breyta þeim en ekki gefa einhverjum óskilgreindan brotarétt á reglunum.
Þegar fólk hvetur til lagabrota og innbrotsþjófa til dáða er rétt að óska eftir rökstuðningi og reyna að öðlast skilning á viðhorfinu.
Ég skil að fólk sé ósátt við tóm hús en á að gefa löginn upp á bátinn og taka það sem hver vill?
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2009 kl. 10:39
Sammála þér Jenný! Flott framtak hjá þeim.
Hinsvegar er ég alveg sammála Þorsteini líka! Sumt fólk þarf að berja!!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2009 kl. 10:57
Algjörlega sammála Jenný. Kv.
Edda (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:03
Hrönn: Ég elska þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2009 kl. 11:22
Hehe var einmitt að blogga um þetta :) Ég er að spá í að kíkja í kaffi á Vatnsstíginn við tækifæri
Heiða B. Heiðars, 10.4.2009 kl. 11:26
Ég er sammála ykkur öllum. Svakalega jákvæð í dag eitthvað. Þetta er gott framtak og ekki eins og verið sé að skemma eitthvað. En gæti þetta ekki farið úr böndunum?
Ég skil alveg hvað Þorsteinn er að fara með ''afslátt á lögum..''
Æi þetta er ástæðan fyrir því að ég er svona villuráfandi í stjórnmálum (ekki að það sé ekki eðlilegt á síðustu og verstu...), ég sé stundum of margar hliðar. Svo er ég vog sem er ávísun á valkvíða varðandi næstum hvað sem er.
Annars.. einhver látið krossfesta sig í dag?
Jóna Á. Gísladóttir, 10.4.2009 kl. 11:42
Jóna, Kannski er það lausnin fyrir Sjallana að láta krossfeta einhvern
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2009 kl. 12:23
Átti að vera krossfesta ekki krossfeta
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.4.2009 kl. 12:24
Tekið úr skýrslu viðræðuhóps um löggæslu í Reykjavík frá mars 2006:
Tilvitnun:
Aðgerðir til að auka og efla öryggi í hverfum borgarinnar, grenndarlöggæsla /
hverfalöggæsla og sýnileg löggæsla:
Borgaryfirvöld og lögregla sjái til þess að eigendur mannlausra húsa gangi þannig frá
eignum sínum að ekki ógni öryggi annarra vegna hústöku eða af öðrum ástæðum.
Tilvitnun líkur.
Maður spyr sig, er hústaka ógn við öryggi almennings?
Þröstur Unnar, 10.4.2009 kl. 13:47
Eftirlitslaus hústaka getur ógnað öryggi almennings, já, ef óvarlega er farið með eld eða rafmagn.
Þess vegna mæli ég með lagasetningu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.4.2009 kl. 17:58
Tvöþúsundogsjö stunduðu óreiðumenn í gervi "athafnaskálda" það að hrekja fólk úr gömlum húsum í þessu sama hverfi, t.þ.a. rýma fyrir nú hálfköruðum kumböldum, sem enginn vill né getur búið í.
Tvöþúsundogníu sjáum við skemmtilegan snúning á sögunni.
Húrra fyrir "hústökuskáldunum"
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.4.2009 kl. 18:00
talandi um bíla sem fólki væri frjálst að taka þá er það góð hugmynd.
eins konar bílaleiga þar sem fólk borgar ekkert nema tryggingar fyrir að fá að nota bíl. það gæti verið einn liður í að takmarka borgarumferð. það er svona kerfi í Kaupmannahöfn - þ.e. ef þú átt bíl í samvinnu við fjölda fólks þá færð þú alls konar fríðindi t.d. mátt leggja ókeypis í bílastæði. Þetta dregur úr bílafjölda í borginni en fólk getur pantað samvinnubílinn þegar það þarf t.d. að flytja eitthvað eða fara eitthvað sérstakt.ég held að það séu bílasölur eða tryggingafélög sem sjá um þetta. Svona ættum við að gera frekar er flytja alla bíla úr landi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.4.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.