Leita í fréttum mbl.is

Er mig að dreyma?

 

sjálfstæðisflokkurinn

Ég var svona nett pólitískt skotin í Þorgerði Katrínu sem menntamálaráðherra sko áður en ferðagleðin greip hana og hún myndaði maníska loftbrú á milli Reykjavíkur og Peking á Ólympíuleikunum. 

Að sjálfsögðu var ég ekki sammála henni í pólitík en hún kom mörgum ágætis málum í gegn í skólamálum.  Fólk má eiga það sem það á.

En svo greip Pekingæðið og ferðagleðin konuna og hún setti þar með niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Það er rétt sem mér hefur verið sagt, að það fer Sjálfstæðisflokknum ekki vel að vera í minnihluta.

Þeir umhverfast og miður fallegir eiginleikar koma í ljós.

En hvað um það, nú er að koma í ljós fleira en einstaka skapgerðarbrestir og valdaleysisfýla hjá þessum elskum í Sjálfstæðisflokknum.

Sumir eru illir, aðrir segja ekki ég, svo eru þeir sem klóra í bakkann og ættu heldur betur að láta það eiga sig.

Hvernig er hægt að vera svona "sókndjarfur" og fullur afneitunar á ömurlegu ástandi í kringum flokkinn sem hér hefur öllu stjórnað s.l. sautján ár?

"Þorgerður Katrín segir að um leið og menn hætti að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum, hætti að einblína á uppgjör við fortíðina og athugi hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa til þess að koma þjóðinni úr erfiðleikum muni umræðan fara á annað stig. „Fólk þarf að spyrja sig hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa. Lausnin er ekki fólgin í því að setja eignarskatta á eldri borgara og svo framvegis,“ segir Þorgerður."

Heyrið það börnin mín á galeiðunni?

Hættið að velta ykkur upp úr þessu hneykslismáli upp á fimmtíuogfimm millur frá FL og Landsbanka.

Það hefur ekkert upp sig að grafa stöðugt í fortíðinni betra að gleyma þessu og treysta gamla flokksa fyrir heimilinu og landinu.

Horfið fram á veginn.

Þá væntanlega með Sjálfstæðisflokknum.

Halló, er mig að dreyma hérna?


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju forðastu að ræða það hvað hún sagði um þessa Sambræðslufylkingu?

Jón Valur Jensson, 9.4.2009 kl. 22:47

2 identicon

Var einmitt að lesa þessa frétt.

Þetta er sama sindromið og það að allt fari til andskotans ef vinstri flokkar komast til valda.  Það er ekki það að Sjallarnir hafa komið okkur í fáránlega stöðu, NEI, vinstri stjórn mun ganga að okkur dauðum.

Hvað er að þessu blessaða fólki?  Mín kenning er sú að það býr ekki í sömu vídd og ég, þeirra raunveruleiki er í það minnsta allt annar en minn og þeirra sem ég umgengst dags daglega.

Segi því bara XO

Erna Kristín (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Gott hjá þér

Hörður B Hjartarson, 9.4.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Hlédís

Þakka þarfan pistil um Flokks-klappstýruna, Jenný!

Hlédís, 9.4.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hún veit hvernig á að  tala við sitt fólk

Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þær hljóta að vera meira en lítið rakadrægar, bleyjurnar sem Samfó notar.

Emil Örn Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Enn einu sinni nærð þú að stinga á málefnum dagsins með penna þínum (eða lyklaborði ... á samt erfitt með að sjá þig stinga því í einhvern eða eitthvað!). Ég styð ekki SjálftökuFLokkinn, hef aldrei gert og mun að líkindum aldrei gera, en ég hafði trú á Þorgerði Katrínu. Mér fannst hún vera málefnaleg, rökföst og virtist (ólíkt mörgum öðrum í FLokknum) hafa sjálfstæða skoðun á mönnum og málefnum. Flug hennar til Peking pirraði mig ekki, hún var íþróttamálaráðherra og auðvitað átti hún að mæta á úrslitaleikinn, hún hefði hins vegar mátt minnka ögn í föruneyti sínu í þeirri ferð.

Hvað varðar álit hennar á málefni dagsins ... æ, ég veit ekki. Finnst það dálítið "leim"

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Eygló

Er ekki Þorgerður Katrín eiginlega svona "segulbandsspóla" flokksins, bara ekki nógu vel "mixuð" þannig að það kemur ekki alltaf það sem verið er (eða þarf) að tala um. Þetta hafi ég að segja.

Eygló, 10.4.2009 kl. 02:17

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég var ágætlega skotin í Þorgerði Katrínu að mörgu leiti. Hún fékk prik hjá mér í kringum Ólympíuleikana en svo fór skrekum að fækka verulega. J'u greinarstubb fékk hún fyrir að setja ofan í við Davíð í haust, en svo er það búið. Nú er þetta reið og bitur kona sem telur sig vanmetna og misskilda, en ég hef ekki samúð með henni, ekki lendur. Hún valdi þessi ósköp sjalf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2009 kl. 08:49

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Valur: Ég er ekki að forðast neitt.  Ég er að fjalla um mál sem skekur fjölmiðla og íslenska þjóðin er agndofa yfir.

Látum eitthvað slíkt gerast hjá öðrum flokkum og ég skal rífa upp bloggpennann.

Takk fyrir innlegg gott fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2009 kl. 09:56

11 identicon

sæl og gleðilega hátíð.í einföldu máli sýnist mér varaformaður sjálfstæðisflokksins vera að segja:sjálfstæðisflokkurinn er búinn að skíta upp á bak þannig að við skulum skeina alla hina flokkana.kannski jón valur eða einhver leiðrétti mig ef þörf er á

páll heiðar (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband