Sunnudagur, 5. apríl 2009
Alkalegur metnaður
Í staðinn fyrir að blogga um hversu ósmekklegt mér finnst að mótmæla fyrir utan heimili manna (ekki sambærilegt og um daginn þegar einhverjir tóku göngutúr heim til dómsmálaráðherra og spjölluðu við hana), nú eða blogga um hvernig mér líður eftir að hafa fengið á kjaftinn með því að horfa á Silfrið, þá ætla ég að blogga um allt annan hlut og algjörlega fánýtan þar að auki.
Þetta er sjokkjöfnun.
Ég var að átta mig á því að ólíkt flestum, held ég, þá var ég aldrei ákveðin í að verða eitthvað ákveðið þegar ég yrði stór.
Man ekki eftir að hafa ætlað að verða rík, fræg, ferðalangur, læknir eða hjúkka.
Ég held að ég hafi siglt í gegnum æskuna lesandi annaðhvort bókmenntir eða námsefni.
Algjörlega metnaðarlaus krakki.
Svo rofaði til og ég var að pæla í að verða svona kona sem fer um heiminn og hjálpar börnum.
Annað komst líka á hreint, maður kemst ekki spönn frá rassi án æðri menntunar.
Ég átti nú eftir að taka góða pásu frá skólanum vegna anna en það er svo önnur og merkilegri saga sem má lesa um í mínum endurminningum sem koma út um jólin (jeræt).
En..
Þegar ég byrjaði að djamma hrundu framtíðarmarkmiðin fyrir lítið.
Í staðinn fékk ég mér nýtt markmið og það aðeins eitt og það var að verða nógu gömul til að ráða sjálf hvað ég væri lengi úti á nóttunni.
Rosalega metnaðarfullur krakkaandskoti þarna á ferð eða hitt þá heldur.
Ég lét mig dreyma um óheftan útivistartíma til að geta djammað og hangið með vinkonunum og lent í ævintýrum með sætum strákum.
Sko, þegar ég var að hugsa um þetta áðan þá brá mér smá.
Þetta er nefnilega svo rosalega alkalegur metnaður.
Kannski ekki skrýtið að ég hafi svo endað í meðferð löngu síðar.
Æi, ég dauðvorkenni þessari stelpuskömm sem var að kafna úr lífsþorsta.
Meiri verkunin og fyrirkomulagið.
Mótmælendur enn í haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986832
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Krakkar verða nú ekki mjög metnaðarfull er þau hugsa ekki neitt eins og þegar maður fer á gelgjuna Æ eða hvað þetta heitir.
Ég var úti í London að læra enskuna bara með því að vera selskapsdama (sko svo flott) en var svo ástfangin að ég var komin heim fyrir jól eignaðist Dóru mína og gifti mig það hjónaband entist í 2 ár, en við vorum samt alltaf vinir.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2009 kl. 20:23
Jenný, í nokkur skipti var farið og mótmælt fyrir utan heimili hjá vini þínum Davíð Oddssyni og grýttu hús hans. Nú semur þú eitthvað fallegt blogg til stuðnings Davíð!
Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 20:58
Ég tel að mótmælin gegn dómsmálaráðherra hafi gengið full langt en vinnubrögðin gegn þessum sárafáu hælisleitendum voru þó algjörlega til skammar hjá ríkinu.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:26
Ójá! Ég man hvað ég hlakkaði til að verða nógu gömul til að vera eins lengi úti og mig lysti.....
...mig minnir líka að skömmu eftir að því takmarki var náð var það hreint ekki jafn spennandi!
En svona kona sem fer um heiminn og hjálpar börnum.... Hvort er hún fegurðardrottning eða prinsessa?
Hrönn Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 22:08
Milla: Góð.
Sigurður: Slakaðu maður, þú ert alveg á innsoginu alltaf hreint. Mér finnst ekki viðeigandi að fara að prívatheimilum fólks, hver sem á í hlut. Voðaleg Davíðsviðkvæmni er þetta.
Hilmar: Málefnið er gott, staðurinn til að mótmæla rangur.
Hrönn: Hún er bæði fegurðardrottning og prinsessa án titla.
En hún er fyrst og fremst dropp dedd gjorgíus hjúman bíing.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2009 kl. 23:15
Hélt það einmitt....
Hrönn Sigurðardóttir, 6.4.2009 kl. 01:25
Ég ætlaði alltaf að verða mamma og tókst það. Skál í boðinu.
Auður Proppé, 6.4.2009 kl. 04:29
Jenný varstu ekki einhvern tímann beðin um að taka þátt í svona fegurðarsamkeppni?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2009 kl. 06:31
Rosalega metnaðarfullur krakkaandskoti þarna á ferð eða hitt þá heldur.
Stundum geturðu næstum drepið mann Jenný Anna Baldursdóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:26
Ég djammaði eins og mér sýndist,í marga daga ef það var partý þegar ég var skammarlega ung.Aklalegur metnaður minn kom snemma í ljós .Ég hékk meira að segja í húsi Fylkingarinnar,gerðist kommi og gekk í hermannafötum sem versluð voru í Sölunefnd varnarliðseigna þar sem Alfreð nokkur Þorsteinsson réð ríkjum.Ég hjálpa börnum í dag,þau eru að vísu sum á aldri við mig en þarfnast hjálpar eins og börn.Ég er fegurðardrottning engin spurning
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.