Föstudagur, 3. apríl 2009
Sjálf stjórnarskrá íslenska lýðveldisins - dæs
Ég er hérna krakkar mínir.
Ykkar maður á málþófsvaktinni. Jájá, bregst ekki frekar en fyrri daginn.
Eftirfarandi er í gangi á hinu háa og mjög svo virðulega Alþingi:
"Það er vanvirðing við þjóðina, að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Sjálfstæðismenn að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um .stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Alþingi, hið háa Alþingi að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við FRAMSÓKNARFLOKKINN að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við STJÓRNARSKRÁNA að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins".
Hvern þessara frasa má nota allt upp í þetta þrjátíu sinnum og það er í hnotskurn það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera á Alþingi í kvöld.
En núna talar flokkaferðamaðurinn Jón Magnússon, og eftir eru 25 á mælendaskrá.
Ekki misskilja mig stjórnarskráin er merkilegt plagg.
En fólkið er merkilegra.
Ég vil að plaggið sé til fyrir fólkið.
Ekki fólkið fyirir plaggið.
Yfir og út frá Alþingi Íslendingar þar sem fjörið er.
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Eftir langar umræður á Alþingi hafa nú komið fram ýmsir fróðlegir punktar:
1. Hvernig verða stjórnlagaþingmenn valdir á stjórnlagaþing?
Svar: Með sama móti og nú, það er með kosningu fulltrúa (reyndar 41 í stað 63).
Munu flokkarnir ekki þá að sama skapi leggja áherslu á frambjóðendur til stjórnlagaþings og jafnvel ýta undir að almenningur kjósi ákveðna menn. Flokkarnir eru jú ekkert annað en sameinaður hópur fólks og þjóðin er samansett af einstaklingum sem hafa mismunandi skoðanir.
2. Það þarf að færa valdið til þjóðarinnar.
Þetta snýst um að kasta boltanum til þjóðarinnar... hvernig bolta? hver ákveður hvernig bolti þetta er, handbolti fótbolti eða hafnarbolti. Hver ákveður hvernig boltinn er í laginu? það eru alltaf einstaklingar og líklega hópur einstaklinga, er þessi hópur þjóðin? Meirihluti þjóðarinnar vill breytingar, en hverjar verða þessar breytingar og hver ræður hverjar þessar breytingar verða.
"Gamla" stjórnarfarið er fulltrúalýðræði, stjórnlagaþing er að sama skapi fulltrúalýðræði. Niðurstaðan er því sú að með flokkakerfinu fær fólk tækifæri til að staðsetja skoðun sína meðal jafningja, í því felst margsannreynt lýðræði.
Kristinn Svanur Jónsson, 3.4.2009 kl. 00:13
Hvað segja menn þá við þessu?
http://xd.is/?action=grein&id=18916
Nei, annars, álit fræðimanna og sérfróðra aðila skipta litlu máli þegar hin alkunni vilji fólksins í landinu er annars vegar, hvað þá tittlingaskítur eins og eðlileg málsmeðferð, hæglæti í umgengni við grunnlög þjóðarinnar eða almenn heilbrigð skynsemi. Ég er ekki lögfræðimenntaður, en mér er um og ó þegar minnihlutastjórn ætlar að nýta sér upplausn í samfélaginu til að krukka í grunnlögum landsins, svona áður en aska hrunsins er að fullu sest á jörðina og fólk fer að hugsa skýrt.
Þórarinn Sigurðsson, 3.4.2009 kl. 00:44
Var huxanlega þarna verið að misnota stjórnarskrána ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 01:05
Já Þórarinn... þá er nú betra að halda áfram að leyfa stjórnmálamönnum að krukka í stjórnarskránni okkar og bera breytingarnar ALDREI undir þjóðina.
Og ætli það sé tilviljun að engin grein í stjórnarskránni hefur gengið í gegnum jafn margar breytingar og 31.gr?
En þar er einmitt kosningalög og kjördæmaskipun til umfjöllunar. Í hvert skipti sem þeirri grein hefur verið breytt hafa fjórflokkarnir tryggt sér það enn betur að það komist enginn í þingsætin þeirra
Sjálfstæðismenn ættu að fara varlega í því að tala hátíðlega um stjórnarskránna og enn varlegar þegar þeir lýsa því yfir að það sé þeirra að gera breytingar á stjórnarskránni en ekki fólksins í landinu
Og auðvitað á að velja fólk til að sitja stjórnlagaþing með slembiúrtaki. Ef það verður gert eins og Framsókn leggur til þá útilokar það möguleika stærsta hluta þjóðarinnar.
Kosningabarátta um að sitja stjórnlagaþing kostar fullt af peningum og þeir sem hafa þá haldbæra eru líklegir til að vera svo vel tengdir að þeim verður reddað 300 meðmælendum í einum grænum.... af vinum sínum stjórnmálamönnum eða úr hagsmunapoturum eins og viðskiptaráði, lífeyrissjóðunum.... jafnvel kvótakóngum
Og ég er alveg með það á hreinu að VG og Samfó ætluðu sér aldrei að ná í gegn lögum um persónukjör
Ég er jafn viss um að þessir flokkar hafa í raun engan áhuga á stjórnlagaþingi
Það er verið að blekkja fólk til að halda að þau séu að hlusta á vilja þjóðarinnar og svo eftir að stjórnarsetan og ráðherrastólarnir eru tryggðir snúa þau sér að öðrum málum
Það eru kosningar eftir rúmlega 3 vikur... og kosningabaráttan er á fullu inn á alþingi
Heiða B. Heiðars, 3.4.2009 kl. 01:25
Jenný mín ég veit að þú elskar núverandi ríkisstjórn og telur að allt sem hún er að gera sé frábært, en það breytir ekki þeirri staðreynd að að henni standa stjórnmálamenn og að stjórnmálamenn eru í raun valdasjúkir siðblindir glæpamann og það á við um þá alla hvar í flokki sem þeir standa. Versti glæpurinn er samt fólk sem styður sína flokka gagnrýnislaust og í blindni og hlustar alls ekki á andstæðinginn vegna þess að hann er andstæðingur og er þess vegna fífl, en lepur upp allt eftir forustu síns flokks hversu vitlaust sem það er vegna þess að það eru samherjar og þess vegna guðum líkir. Þetta er líka fólkið sem réttlætir allt sem þess flokkur gerir, en fordæmir andstæðinginn fyrir að ger það sama.
Þetta er fólkið sem "veit" hvað er réttlæti og "veit" hvernig á að dæma og ef einhver hefur aðra skoðun þá er sá hinn sami rétt dræpur fyrir það og ber að þakka niður í honum. Þetta er fólkið sem vill ein mannréttindi fyrir sig og skoðanabræður sína og en engan rétt fyrir andstæðingin, þetta er fólkið sem flokkar flóttamenn eftir skoðunum.
Einar Þór Strand, 3.4.2009 kl. 08:18
Jón Magnússon er einn af þessum óskiljanlegu stjórnmálamönnum sem eltir skottið á sér eins og hundur. Einn daginn er hann í FF og gagnrýnir manna harðast stjórnun Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum. Á sama tíma ver hann FME vegna þess að sonur hans stjórnaði aðgerðarleysinu þar og svo dúkkar Jón allt í einu upp í Sjálfstæðisflokknum og geltir mikið út í loftið með hvolpunum Birgi Ármanns og Sigurði Kára. Þarna snúast þeir allir geltandi í hringi og elta skottin á sér, voff, voff, voff, urr, urr, urr. Einn gamall hundur ( sem lengi hafði reyndar verið læstur inni ) brast í söng fyrir sjálfan sig, hefur sennilega ekki vitað hvað annað hann átti að gera þarna.
Stefán (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:11
Tek undir með Þórarni og Einari Strand hér að ofan.
Bendi Heiðu B á að sá, sem segist vilja velja fólk með slembiúrtaki til að semja sér stjórnarskrá, segir í raun samtímis að honum sé alveg sama hver semji fyrir hann stjórnarskrá. Þeim sem er alveg sama hver semur stjórnarskrá er jafnframt alveg sama hvað stendur í stjórnarskrá. Þeir eru þar með ekki hæfir í umræðu um stjórnarskrá.
SDJ (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:05
Ég bendi SDJ á að almenningur er ekki eins vitlaus og SDJ virðist halda.
Mér er einmitt ekki sama hver semur stjórnarskrá, þess vegna vil ég slembiúrtak
Að sjálfsögðu yrðu fagaðilar til ráðgjafar...svona eins og þegar stjórnmálamenn eru að fikta í stjórnarskránni til að tryggja enn betur veru sína þar
Heiða B. Heiðars, 3.4.2009 kl. 10:53
Það er gott þú ert þarna... þú klikkar ekki
Jónína Dúadóttir, 3.4.2009 kl. 11:30
Málþóf er ekki skemmtilegt fyrirbæri, en engir hafa þó réttlætt það meira en VG, eins og sjá má hér
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.