Leita í fréttum mbl.is

Ég spyr

Ómaklegt hjá Davíð að ráðast á Vilhjálm Egilsson og starfi Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, segir Geir.

En ekki orð um að það hafi verið ómaklegt að ráðast á Jóhönnu Sigurðardóttur, Seðlabankastjórann, Sigmund Erni og fleiri sem urðu fyrir Davíð í þessari klikkuðu ræðu sem hann hélt á landsfundinum og bar innræti fundargesta miður fagurt vitni þegar þeir klöppuðu og stöppuðu eins og alkahóliseraðir sjómenn í landi eftir langa útivist.

Er allt í lagi að vega að útliti og æru fólks ef það er utan Sjálfstæðisflokksins?

Kona spyr sig.


mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Löve

Það er ætíð svo í sértrúarsöfnuðum eins og Sjálfstæðisflokknum (Siðblinda Flokknum) að allir utan hans teljast trúvillingar og ómennskur lýður sem má reita æruna af með öllum meðulum.

Skiptir þá engu hvort satt er eða logið. Eins og í gær þá klappaði liðið fyrir "vorum ástkæra leiðtoga" eins og lýðurinn í Norðu-Kóreu kallaði Kim Il Sung hér um árið.

Að reyna að rökræða við þetta blessaða fólk er eins og að reyna að telja heittrúuðum í einhverjum trúarbrögðum um að Guð sé ekki til.

Stendur þig vel í edrúmenskunni.

Karl Löve, 29.3.2009 kl. 20:32

2 identicon

Innilega sammála þér Karl,flott grein!

eggert rúnar birgisson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

og liðið í salnum klappaði og skellihló, er þetta fólk sem viljum að hafi afgerandi áhrif á líf okkar í framtíðinni ?

Finnur Bárðarson, 29.3.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Rógurinn og skítkastið var af þvílíku kaliberi að maður veit varla hvar á að byrja og hvar enda.

Auðvitað sýnir það vanmáttinn og biturðina öðru fremur þegar menn eiga ekki beysnara hugmyndaflug en það að reyna að gera útlit fólks torkennilegt.

Þetta hefur yfirleytt verið talin ljótasta birtingarmynd eineltis, og þeir sem hafa grafið þetta djúpt í skítmennskunni eru yfirleytt í afskaplega bágu andlegu ástandi sjálfir.

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 20:55

5 identicon

Ekki vera svona   ,  þú veist að það búast allir við að fá svona útreið hjá sjálfstæðismönnum.  Það er styrleikamerki ef þeir dreyfa skít yfir einhverja.  Þeir hinir sömu eru þeir sem sjálfstæðisflokkurinn óttast !

En hvað meina sjálfstæðismenn með lófaklappi ???

JR (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:07

6 identicon

Kíkti á vg.no í kvöld og þar á bloggi vanda Norðmenn DO ekki kveðjurnar.  Hann dæmir sjálfan sig með eigin orðum.  Og Geir vinur hans og félagi smækkaði sig með því að nefna bara íhaldsmenn. 

Veslings karlarnir.

Ingibjörg Þ.Þ. (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já... eða þannig ef þú ert innmúraður sjálfstæðismaður þá er það greinilega allt í lagi.  En að fólk jafnvel þeir sem okkur þykir vænt um skuli koma og vera stolt yfir þátttöku sinni í þessu er algjörlega mér óskiljanlegt, segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2009 kl. 22:19

8 identicon

Var ekki klappað fyrir Ingibjörgu og Jóhönnu líka hjá Samf. kannski finnst sumum ekki ástæða til þess. Hvað gerðu þær í síðustu stjórn til að afstýra hruninu. Ingibjörg dásamaði útrásina síðasta sumar, þegar hún mátti vera að því fyrir Öryggisráðsáhuganum

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:37

9 Smámynd: Hlédís

Þið sem gátuð hlustað á allan óhroðann, segið mér: Spurði DO hver hefði fjármagnað "Raddir fólksins"?  Sá það fullyrt í einum bloggpistli hér. 

Hlédís, 29.3.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Góð grein hjá þér Jenný, svo má líka spyrja er í lagi að gera grín að fólki sem er með Alzheimer? Braut DO lög um guðlast þegar hann líkti sjálfum sér við Krist? Ég er trúuð kona og móðgaðist nokkuð fyrir hönd kristinna manna við samlíkingu hans?

Annars nenni ég ekki að eyða meiri orðum í þennan mann, sem virðist vera fársjúkur og uppfullur af sjálfum sér. Ég vona bara að hann fái þá aðstoð sem hann þarf. Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn vil ég segja að ef menn eiga svona vini, þá þurfa þeir hinir sömu ekki óvini.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.3.2009 kl. 23:05

11 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Því verður nú vart neitað að ræðan var djesk... fyndin og skemmtileg. Án þess að ég tjái með frekar um hana efnislega.

Emil Örn Kristjánsson, 29.3.2009 kl. 23:10

12 identicon

Tek fullkomlega undir með Emil að því leitinu að ræðan var djesk.... fyndin og skemmtileg.  Og minnti mig á gömlu góðu MENNTASKÓLADAGANA!!!!

ASE (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 00:06

13 Smámynd: Eygló

Mér fannst margt fyndið og hnyttið í ræðunni; bráðskemmtilegt, sérstaklega hefði það ekki verið sett í samhengi við alvöru persónur.

EEEEN ekki í ræðu fyrir 2000 manns og opin fyrir alþjóð.  Þetta var húmor sem maður notar með 2-3 vinum í einkaspjalli.  Hvað ætli maður segi nú ekki eitthvað andstyggilegt svona í mjög þröngum hópi. Sama á ekki við þegar talað er til fjöldans. Á ekki orð yfir svona framkomu. Er hann að "missa það" eins og krakkarnir segja?

Eygló, 30.3.2009 kl. 00:08

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

sorry, en mér fannst thessi ræda BARA ósmekkleg og EKKI flokknum til framdráttar. Fint mál min vegna, óska honum ekki framdráttar hvort sem er svo thar vid situr. En ad minu mati er madurinn bara ekkert i lagi ad láta svona hluti útur sér á flokksthingi.

kvedja til thin Jenný

María Guðmundsdóttir, 30.3.2009 kl. 05:21

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er bara manni til minnkunnar að gera lítið úr öðrum

Jónína Dúadóttir, 30.3.2009 kl. 09:13

16 identicon

þetta minnti mig á bandarískar sápur þegar fólk hlær þegar skilti kemur sem segir þeim að gera það.stökk ekki bros alla ræðuna.held að megnið af þessu liði hafi viljað sýna þessu eintaki óverðskuldaða virðingu.til hamingju með edrúárandur þar fyrir utan

páll heiðar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:53

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Páll Heiðar: Sammála.

Jónína, María, og þið hin: Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2009 kl. 10:11

18 Smámynd: Eygló

Páll Heiðar Einmitt!! Hláturvélar "Applause" eins og þegar "maður" er viðstaddur upptöku sjón-, útvarpsþáttar. Þannig m.a.s. hljómaði klappið og fagnaðarlætin.

Eygló, 30.3.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband