Leita í fréttum mbl.is

Alkinn ég

 

dansklemmur

Ég vaknaði í morgun og sjá, það hafði snjóað.

Ég verð að játa að ég er orðin ansi þreytt á þessu hvíta dufti út um allt.

Hvar er vorið?

Jájá, ætla ekki að blogga um veður.  Veðrið er eins og það er og þar til vísindin koma með veðurstillingatæki þar sem maður getur valið vetur, sumar, vor og haust, þá situr kona í súpu.

Ég er að fara í fermingarveislu.

Hm.. ég hef nú bloggað um fermingarveislur áður og það ekki allt fallegt.

En það geri ég bara í fokki og fíflaskap, þær eru ágætar.

Sko, í minni fjölskyldu þar er fólk frekar skemmtilegt.

En hei, vissuð þið að ég er alki?

Ég er það sko, ég spyr vegna þess að ein systir mín var að auglýsa eftir alkabloggi, það væri svo langt síðan og svo væru stjórnmálin að kæfa allt á þessari síðu minni.

Ég alveg tilbúin til þjónustu: Ég blogga um alkan mig bara í bítið í fyrramálið, ekki málið krúsa mín.

Og hér kemur það.

Ég er alki, á þriðja ári edrú. 

Drakk bjór og vin, át pillur og blandaði öllu saman þangað til að ég nærri dó.

Ég mæli ekki með þessum lífstíl.

Leiðinlegri sjúkdóm (eða hobbí allt eftir því hvar fólk skilgreinir sig) er ekki hægt að koma sér upp börnin góð.

Síðan ég varð edrú hefur líf mitt verið eintóm hamingja.

Hm. reynum aftur.

Síðan ég varð edrú hefur líf mitt gjörbreyst til batnaðar.

Ég á slæma og góða daga.

Á hverju kvöldi fer ég að sofa nokkuð sátt í sál og sinni.

Edrú í boðinu.  Ekki spurning.

Farin að taka mig til.

Þetta er snúrublogg börnin mín sæl og samstæð.


mbl.is Óveður á Súgandarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Þú ert flott.

Jón Halldór Eiríksson, 29.3.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 29.3.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þess vegna næ ég ekki sambandi - búin að vera hrósa happi yfir því að það eru engar fermingar hjá mér í ár, en þá er ekki jafnframt hægt að hrósa happi yfir því að það verði gaman að hitta fólk á þessum tíma! En ég reyni seinna og njóttu hvítu kornana í botn sem má sjúga upp í nefið!

Edda Agnarsdóttir, 29.3.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Hulla Dan

Alki eða ekki alki.
Þurr eða vot.
Þú ert best, flottust og æðislegust.

Skál í kaffi

Hulla Dan, 29.3.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vá var alveg búin að gleyma fermingunum.  Hef blessunarlega verið laus við þannig samkundur sl. átján ár.

Ía Jóhannsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eins og ævilega hreinskilin
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 17:29

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eins gott að ekki er verið að ferma í Súgandafirðinum í dag  Þú ert langflottust í þinni edrúmensku

Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 18:11

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Til hamingju Jenný Anna, þú ert flott.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.3.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband