Laugardagur, 28. mars 2009
Skítlega eðlið?
Davíð hefur talað og um leið sýnir hann okkur innræti sitt sem ég hef oftlega haldið fram að væri ekki alltaf fallegt.
Látum það vera, einn maður, skítlegt eðli, eins og einhver sagði hér einu sinni.
Íslenska þjóðin stendur ekki eða fellur með einum manni, þrátt fyrir að hann heiti Davíð Oddsson.
En það sem gerir mig hrædda er að við lestur þessarar fréttar og annarra eins og t.d. þessarar, er að Davíð varð margoft að gera hlé á ræðu sinni vegna hláturs og lófaklapps landsfundargesta Sjálfstæðisflokksins.
Mig óar hreinlega við því að fulltrúar þessa stóra flokks (óðum minnkandi þó) komi að landsmálunum, fólk sem hlær yfir heiftarræðu karlsins, persónulegum árásum hans á útlit fólks svo ég nefni dæmi.
Talandi um heift, langrænki og hvítglóandi bræði.
Einhver þyrfti að kenna manninum æðruleysisbænina.
Þeir hylla Davíð eins og hetju.
Hvar hefur þetta fólk verið síðan í októberbyrjun og æ síðan?
Svo er hitt að það er varla kjaftur undir þrítugu á landsfundinum.
Hversu klikkað er það?
Úff.
Víkingar með Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Skítlegt eðli: Big time
hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 17:48
thetta "lid" er bara ekkert i lagi, svo langt i frá ad thad hálfa væri hestur.
ussssssumfrusss....kunna ekki ad skammast sin.
María Guðmundsdóttir, 28.3.2009 kl. 17:58
...og svo líkti hann sjálfum sér við Jesú á krossinum Sjá ekki samflokksmenn hans að hann gæti verið mikið veikur? Þau kunna ekki að skammast sín
Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:06
Skúli: Átt þú ekki að vera einhvers staðar? Á lansfundi FLOKKSINS t.d.?
Rétt þið hin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 18:13
Má ég vera grúppían þín??!!!
allt sem þú segir er svo æði skæði..... dæs dæs
kolbrá Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:26
Eitt er að skjóta og annað að vera málefnalegur! Mér finnst ekki mjög málefnalegt að líkja þeim sem eru ekki á sömu skoðun og ég við álfa eða tröll!
sjálfstæðismenn hljóta að hafa verið á hólnum að hylla davíð síðan í október.
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 18:48
Ég hef verið að lesa fyrirsagnir bloggara..:ræða vitfirrings segir einn. En annar kemur með magnaðan punkt, Davíð veittist víst að Sigmundi Erni sem í vikubyrjun missti dóttur sína. Það var sumum líkt.
Takk fyrir pistil
Ragnheiður , 28.3.2009 kl. 18:48
Ég hugsaði einmitt það sama. Það er eitt að hafa Davíð kolruglaðan og ógeðfelldan gera grín að fólki, óska þeim Alzheimers o.s.frv. en að Sjálfstæðismenn skuli enn hlæja með honum er ótrúlegt. Hvenær ætla þeir að skilja að maður á ekki að hlæja með Davíð, hlæið fremur að honum og hans ógeðfellda innræti.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:49
Þar komust bloggarar í feitt. Davíð skaffaði a.m.k. vikuskammt af blogg-fyrirsögnum.
En sér grefur gröf sem grefur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2009 kl. 18:54
Eigum við ekki frekar að vera þakklát og vongóð um betri tíð, þegar landsfundur sjálfstæðismanna berar sig að heimsku sinni, og fátækt í forustu. Þau hafa ekkert vit þegar þau klappa fyrir sjálfsréttlætingu Dabba karlsins. Hann er heimskur maður eins og hroki hans gefur til kynna. Og klappararnir því heimskari.
Ef þjóðin er svo heimsk, að kjósa hroka og stærilæti fremur en hin góðu gildi viskunnar, þá bara eigum við þetta skilið. Þá verður bara hver að bjarga sér. Eða hvað ?
Það er alltaf gott að lesa pistlana þína.
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.3.2009 kl. 19:24
Sammála Sigurður Rúnar.
hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 19:35
Hvers vegna þögnuðu „raddir fólksins“, þegar vinstri grænir voru komnir í ríkisstjórn? Hvers vegna studdu vinstri menn ekki Davíð, þegar hann andmælti fákeppni á matvælamarkaði? Hvers vegna studdu vinstri menn ekki Davíð, þegar hann vildi takmarka vald auðjöfra yfir fjölmiðlum? Hvers vegna andmæltu ekki vinstri menn, þegar Ingibjörg Sólrún dylgjaði um það í alræmdri Borgarnesræðu, að lögreglurannsókn á auðjöfrunum væri óeðlileg? Hvers vegna hlustuðu Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson ekki á Davíð, þegar hann varaði við ofvexti bankanna?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 28.3.2009 kl. 19:51
Ja hér: Undirdjúpin hafa bara opnast, það hlaut að koma að því.
HAHAHAHAhannes
hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 19:55
Davíð er nefnilega ekki heimskur! Það er eiginlega það skelfilegasta við það hvernig hann kemur fram.
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2009 kl. 20:08
Það er svo óvandað fólk hérna á Blogginu. Þið vinstri menn eruð með Davíð á heilanum og á sálinni! Hvað er að ykkur... er hann kannski svona óþolandi góður að þið getið ekki hætt að hugsa um hann.
Hann var vissulega hvass, en hann það var heilmikið vit í því sem hann sagði.
Það eiga margir eftir að taka U beygju í kjörklefanum í vor þegar það sér fram á höft, skattahækkanir, eignaskatta, hátekjuskattar, forsjárhyggju, boð og bönn, ríkisafskipti, nornaveiðar og "vinstri heift" málflutning. Vitið til. Við getum ekki kosið "yfir okkur vinstri stjórn" ef við ætlum að lifa af þessa kreppu.
Málefnaleg innskot Skúli og Hannes... það mætti halda að vinstri engisprettufaraldurinn hérna á blogginu geri okkur réttdræpa. Við þurfum að fara að grípa í taumana hérna svo vitleysan haldi ekki áfram að viðgangast hérna.
Helgi Már Bjarnason, 28.3.2009 kl. 20:23
Hannes Hólmsteinn: Ég ætla ekki að skipta mér að kommentinu hér að ofan frá þér. Þetta er svo sem sami söngurinn frá þér og svo oft áður.
Hinsvegar langar mig ( úr því þú ert hér ) að spyrja þig: Hvernig finnurðu þig í því á bloggi þínu að dylgja að fólki, níða, og heimta svör, án þess síðan að gefa fólki færi á því að tjá sig til á blogginu þínu til baka ?
hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 20:28
Helgi már skrifar; "Það er svo óvandað fólk hérna á Blogginu"
Ég er ansi hræddur um að Davíð hefði þurft að svara fyrir sumt af því sem hann sagði ef hann hefði sett þessa ræðu sem bloggfærslu. Í ræðunni er að finna persónuníð af versta tagi. Í henni er að finna vanvirðingu við þá sem haldnir eru hræðilegum sjúkdómi. Í henni er að finna að sumra mati argasta guðlast. Svona mætti lengi telja. Ræðan, sem fundargestum þótti barra fyndin, fyrir utan þá sem gengu út af fundinum, er full af rætnum og vanhugsuðum athugasemdum algerlega burtséð frá pólitískum skoðunum fólks. Á blog.is gilda allavega ákveðnar siðareglur, þótt rúmar séu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2009 kl. 20:43
Já sæl, er landsfundur ?
Steingrímur Helgason, 28.3.2009 kl. 21:48
Þessi pistill fjallar minnst um pólitík og mest um innihald ræðu Davíðs í dag á landsfundi.
Hann var ekki skrifaður vegna heiftarinnar í Davíð endilega, því það er ekki í fyrsta skipti sem hann talar á þennan veg.
Ég skrifaði hann vegna þess að mér ofbauð foringjadýrkunin og þjónkunin í flokknum.
Ég er ekki talsmaður Samfylkingar og þarf ekki að svara fyrir hana.
Ég er óháð atkvæði þó ég sé búin að ákveða að kjósa VG núna að öllu óbreyttu.
Fyrir mér er pólitík ekki trúarbrögð heldur leið til að koma málunum á framfæri og til að bæta þjóðfélagið.
Mér sýnist að þeir sem hér fara hvað mest fram í kommentakerfinu mínu ættu að vera minna heillaðir og blindir af foringjum og meira í málefnunum.
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 21:50
Hannes Hólmsteinn segir: "Hvers vegna þögnuðu „raddir fólksins“, þegar vinstri grænir voru komnir í ríkisstjórn? Hvers vegna studdu vinstri menn ekki Davíð, þegar hann andmælti fákeppni á matvælamarkaði? Hvers vegna studdu vinstri menn ekki Davíð, þegar hann vildi takmarka vald auðjöfra yfir fjölmiðlum? Hvers vegna andmæltu ekki vinstri menn, þegar Ingibjörg Sólrún dylgjaði um það í alræmdri Borgarnesræðu, að lögreglurannsókn á auðjöfrunum væri óeðlileg? Hvers vegna hlustuðu Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson ekki á Davíð, þegar hann varaði við ofvexti bankanna?"
Raddir fólksins þögnuðu ekki þegar vinstri grænir voru komnir í ríkisstjórn, þvert á móti. Fundirnir á Austurvelli héldu áfram í hálfan annan mánuð eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Samfylkingu. Raddir fólksins hafa aldrei - ég endurtek: ALDREI - tengst pólitískum flokkum eða öðrum hagsmunasamtökum þótt erfitt sé fyrir sanntrúaða að kyngja því. Það var nefnilega sárara en tárum tók fyrir Sjálfstæðismenn að komast að því hve andstaðan við ríkisstjórnina var gríðarleg í samfélaginu. Líka fyrir Samfylkingarfólk, en það tók því þó af meiri "karlmennsku" og sleit samstarfinu fyrir rest. Það hefðu Sjálfstæðismenn aldrei gert því þeir meta völd framar öllu.
Og Raddir fólksins eru svo sannarlega ekki þagnaðar. Þær eru um allt þjóðfélagið - í fjölmiðlum, á netinu á blogginu... alls staðar. Raddir fólksins eru meira en mótmælafundir á Austurvelli - þeir voru bara hluti af hljómmiklum röddum almennings sem hefur fengið nóg af yfirgangi og valdníðslu.
Davíð hefði örugglega getað fengið miklu fleiri í lið með sér til góðra verka ef hann hefði farið öðruvísi að en hann gerði. Ofstæki hans og persónuleg óvild í garð tiltekinna manna - og ekki bara "Baugsmanna" - fældi fólk í unnvörpum frá málstað hans.
Gott væri að Hannesar Hólmsteinar þessa lands hefðu í huga og lærðu, þótt seint sé, að fólk getur haft sterkar skoðanir án þess endilega að tengjast einhverjum sérstökum stjórnmálaflokki eða kæra sig um að láta vega sig og skoðanir sínar á vogarskálum hægri-vinstri.
Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki alfa og omega alls lífs á jörðu né heldur forsenda þess að hugsandi fólk geti tekið vitræna afstöðu til mála.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2009 kl. 22:16
Að öfgamaðurinn Hannes skuli vera á launaskrá hjá Háskóla Íslands ?????????????
hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 22:20
Davíð kann sannarlega að tala með rassgatinu.
Talaði hann ekki um að norski Seðlabankastjórinn finndist ekki á Google? Ekki von að Dabbi finni hann ekki. Maður sem þekktur er fyrir að nota ekki svo mikið sem tölvupóst. Ætli hann þekki muninn á tölvu og brauðrist? Kannski reyndi hann að gúggla með brauðristinni sinni? Hvað veit ég.
Alla vega, koma þúsundir niðurstaðna þegar norsarinn er gúgglaður, eins og hér er bent á.
Brjánn Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 01:17
Voru ekki "Raddir fólksins" að krefjast þess að fá nýja ríkisstjórn, nýja stjórn í Seðlabankann og í Fjármálaeftirlitið ? Það tókst að ná öllu þessu fram... ekki nema von að mótmælin færu í annan farveg eftir það... því Hannes Hólmsteinn... maður hættir að leita þegar búið er að finna það sem týnt var...
Brattur, 29.3.2009 kl. 01:25
Hérna er ræðan hans í fullri lengd skipt í 4 parta þar sem hann gat bullað í næstum 37 mín ! svo er þarna smá áramótaglens úr 1985 skaupinu
Sævar Einarsson, 29.3.2009 kl. 02:13
Mér finnst Lára svara Hannsesi mjög vel.
Málið var að það að flestum vinnstri mönnum sem var mjög illa við þá miklu eignaraðild stórfyrirtækja á fjölmiðlamarkaðnum. þeir vildu setja reglur gegn eignarmyndun en fyrst og fremst á FAGLEGUM FORSENDUM. Það var mikill samhljómur með þess félagshyggjufólks sem ég þekkti, um að setja fjölmiðlalög sem hljóðuðu á þann hátt að koma í veg fyrir að eitt stórfyrirtæki gæti átt fjölmiðlasamsteypu eins t.d Norðurljós og gæti þá stjórnað umræðum í samfélaginu.
Um það var aldrei ágreiningur!
Þetta var ALLTAF spurningin um hvernig þetta frumvarp Davíðs og co var framkvæmt. Frumvarpið var svo augljóslega litað af persónulegri óvild í garð Jóns Ásgeirssonar en ekki byggt upp á neinu sem kalla mætti faglegar forsendur. Ef mig réttminnir þá var það með þeim hætti að fyrirtæki mættu ekki eiga meira en 5% í fjölmiðlafyrirtækjum og er því dagsljós að Norðuljós var sett í mikin vanda vegna þessara laga. Í raun hefði verið hægðarleikur að beita pólitískir samstöðu um þetta mál en framkvæmdin á þessu frumvarpi var svo snautlegt að þjóðin reis gegn því. Það hafði ekkert að gera með að fjölmiðlar væru leppar stórfyrirtækja heldur hvað sé réttlátt og hvað sé rangt. ÞAÐ Fólk sem ég þekki til sem vann á norðuljósum var með miklar áhyggjur út af þessu því vinna þeirra var í húfi vegna þessa frumvarps.
Brynjar Jóhannsson, 29.3.2009 kl. 02:58
davíð oddsson finnst á google sem versti seðlabankastjóri evrópu.Hannes tjáðu þig sem mest fram að kosningum.það gerir flokkinn minni í hvert skifti sem þú stingur niður penna
páll heiðar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:10
Þakka Jenný Önnu enn eina góða færslu.Eins og oft áður tókst henni að vekja margvísleg viðbrögð.
Sjálfri finnst mér sérstaklega ánægjulegt að sjá að Hannes Hólmsteinn fylgist með blogginu hennar og þá kannski fleirum.Hver veit nema fleiri af okkar andlegu og veraldlegu leiðtogum geri það sama.
Mér fannst athyglisvert að viðbrögð Hannesar Hólmsteins virtust í anda "Atttack is the best form of defence". Kannski ríkir einstefnu akstursreglan í "skoðanaskiptum" hans.Ég hefði viljað að hann hefði beitt sinni menntun,reynslu og gáfum að færslunni sjálfri.
Davíð Oddsson er mörgum hæfileikum gæddur. Í stærra þjóðfélagi hefði hann kannski kosið sér frama sem umdeildur húmoristi en hann er búinn að vera forustumaður okkar þjóðfélags í áratugi og það er í því hlutverki sem hann verður dæmdur. Klappið sem þessi ræðan hans fékk er mér algjör ráðgáta.
Agla (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.