Leita í fréttum mbl.is

Skil þetta ekkki

Framsókn bara rýrnar og rýrnar í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri.

Ég er ekki hissa á þessu reyndar þó mér finnist að það séu nokkrir ágætir stjórnmálamenn innan flokksins.

Ókei, ekki margir en nokkrir. 

Ég held að ástæðan fyrir þessu geti verið nokkuð einföld.

Eftir að þeir komu fram með tilboðið til að verja stjórnina falli og sama stjórn mynduð í kjölfars þess tilboðs eru þeir búnir að vera eins og trylltir bardagamenn á sveppum gagnvart VG og S.

Allt þeirra púður fer þangað.

Ég held að þetta fari illa í fólk, þeir eru í pjúra stjórnarandstöðu, jafn mikilli og Sjálfstæðisflokkurinn og þá er nú mikið sagt.

En þetta er ekki mitt vandamál og ég hef ekki hundsvit á þessu fylgistapi hjá þeim.

Það sem ég vil hins vegar vita hvað það á að þýða að spyrja á eftirfarandi hátt þegar gerð er skoðanakönnun?:

 Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1% afstöðu til spurningarinnar.

Nú getur vel verið að það sé einhver skoðanavísindaleg ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokknum er stillt upp sem valkosti þarna í endann en mikið skelfing væri gott að fá þetta útskýrt.

Af hverju er ekki eins spurt; Er líklegra að þú myndir kjósa Borgarahreyfinguna en einhvern annan flokk?

Bíts mí.

Gleðitíðindin eru hins vegar þau að ríkisstjórnin fengi bullandi meirihluta samkvæmt könnunni. 

Það finnst henni mér ekki leiðinlegt.


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aukaspurningin um Sjálfstæðisflokkinn í lok könnunarinnar er standard-spurning sem hefur verið notuð í skoðanakönnunum hér á landi um langt árabil. Félagasvísindamenn hafa komist að því að með þessum viðauka hækka þeir svarhlutfallið og fá réttari niðurstöður miðað við úrslit kosninga. Það er því ekkert óvenjulegt við þessa spurningu.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Jenný, ástæðan fyrir spurningunni um hvort menn vilji kjósa xD eða annað er að sögulega hafa margir þeirra óákveðnu verið að gera upp á milli vinstriflokkanna. Þannig verður fylgi xD oft ofmetið. Með því að spyrja seinni spurningarinnar er verið að "leiðrétta" þessa skekkju að hluta. Aðferðafræðilega er ekkert að því.

Guðmundur Auðunsson, 26.3.2009 kl. 13:14

3 identicon

Ég tel ástæður fylgishruns Framsóknarflokksins aðallega vera tvær: Í fyrsta lagi er fólk hrætt um að Framsóknarflokkurinn hoppi upp í með Sjálfstæðisflokknum. Feður Bjarna Ben og Sigmundar eru búnir að vera svo mikið saman í stjórnum, t.d, hjá N1, að Bjarni og Sigmundur eru nánast tengdir. Í öðru lagi hefur Framsóknarflokkurinn verið með nokkur leiðindi og þvermóðsku í stuðningi sínum við núverandi ríkisstjórn.     

Stefán (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Laufey B Waage

Framsóknarflokkurinn bara rýrnar og rýrnar - og hefur gert það lengi. - Og ég skil það vel.

Hitt skil ég ekki, - hvernig í ósköpunum stendur á því að hann er alltaf í lykil- og/eða valdastöðu að loknum kosningum. 

Vonandi verður nú breyting þar á. Hann var barn síns tíma - og nú er sá tími liðinn.

Laufey B Waage, 26.3.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Laufey: Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson eru með hin raunverulegu lyklavöld.

Finnur Bárðarson, 26.3.2009 kl. 15:07

6 identicon

Ég skil þetta. Þetta eru lýðskrumarar sem koma með drauma 20% flata niðurfellingu skulda, sem veltir bara skuldum á skattgreiðendur en ekki skuldara sem eiga að standa f. sínum skuldum. Svo töfðu þeir réttmætan brottrekstur Seðlabankastjóra með einhverju blaðri.

Spillingarerfðaprinsinn Mundi Davíðs mun standa vörð um eiginhagsmunastéttina.

Margir hafa séð í gegnum þetta.

Ari (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:19

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Alveg óskiljanlegt, þessi glæsilegi flokkur með þetta glæsilega fólk og glæsilegu fortíð..

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 15:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hilmar: Ég veit allt um fortíð og nútíð Framsóknarflokksins þ.e. upp að því marki að það er vel skiljanlegt ef þeir myndu þurrkast út.

Það sem ég er að velta fyrir mér er að þeir ruku upp eftir formannskjörið og endurnýjunarinnar um daginn og hrapa nú eins og brjálæðingar.

Og af hverju heldur Sjálfstæðisflokknum svona miklu fylgi miðað við að þeir eru hönnuðir og framkvæmdaaðilar að hruninu?

Stefán: Þetta er líkleg kenning.

Takk fyrir fræðandi innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 15:48

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Uppsveifla Framsóknar held ég að eigi sér ákveðna skýringu í því rótleysi og örvæntingu sem verið hefur meðal þjóðarinnar, einkum fljótlega eftir hrunið og um það leyti sem nýr formaður kom fram. Með tímanu áttar fólk sig á því að Framsókn er, var og verður spilltur sérhagsmunaflokkur, þ.e. nem þau brjóstumkennanlegu 4-5 % hópur fólks.

Það fólk á sennilega við þann vanda að stríða, að hlaupa alltaf á sömu veggina, reka tánna í sama þröskuldinn osvfr

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 16:07

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir mega nú alveg hvíla sig greyin, þeir eru nú ekki búnir að fatta að þeir eru ekki lengur fléttaðir saman við sjálfstæðið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 16:11

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Margir ganga í lið með Framsókn þar sem það er lítið um frambærilegt fólk þar og því auðveldara að komast til metorða en í öðrum flokkum.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 19:29

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hafði einmitt orð á því í gær við félaga mína, þegar ég heyrði umræðurnar á Alþingi, og framsóknarmenn voru hástöfum að pikka í ríkisstjórnina, og kvöldið áður var viðtal við nýja formann Framsóknar um óánægju hans með ríkisstjórnina. - Þá fórum við að velta því fyrir okkur hvað væri eiginlega í gangi, og við fundum það út að það hlyti að vera komin ný skoðanakönnun sem ylli þessum "túrverkjum" hjá Framsóknarmaddömuni.

  Í alvöru Birkir Jón var alveg bólgin í framan hann var svo hneykslaður leti núverandi ríkisstjórnar.  Það var einsog hann væri að fá andateppu eða öndunarerfiðleikakast.

En svo kom skýringin. - Og heyrðuð þið í Guðna í kvöld?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband