Leita í fréttum mbl.is

Vel við hæfi

Ritstjórn Moggans og mbl.is hefur beðið afsökunar á fádæma hallærislegri og ósmekklegri umfjöllun í blaðinu í gær.

Fréttin var um Geir og norska  blindrahundinn EX sem þjónar Helga Hjörvar.

Í fréttinni stóð eitthvað á þá leið að báðir væru af norskum ættum.

Að einn kæmi þá annar færi.

Svo var myndi af Geir Haarde og hundinum klippt saman eins og þeir horfðust í augu.

Ég er svo sannarlega enginn aðdáandi Sjálfstæðismanna en þetta er með ólíkindum taktlaust.

Enda viðbrögðin sterk.

Afsökunarbeiðnin var vel við hæfi.


mbl.is Afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi taka norska blindrahundinn fram yfir Geir sem ferðafélaga, þó það væri ekki nema yfir götu. Ég myndi treysta hundinum betur á öllum sviðum, sakna Geirs hreint ekki ekki úr stjórnmálum og bið engan afsökunar á þeirri skoðun minni. 

Stefán (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitt er að hafa skoðun á stjórnmálamönnum minn kæri Stefán en annað að fjalla um veikan manninn á leið úr pólitík með þeim hætti sem þeir gera í gær.

MBL er fjölmiðlar.

Við Stefán megum hins vegar, af því við erum fámiðlar.

Eða þannig. 

Og auðvitað sakna ég ekki Geirs, en ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Eygló

Ég tók þetta sem græskulaust grín. En ég er auðvitað ekki málsaðili. Kannski hefði mér sárnað.

Auk þessa geri ég skil milli pólítíkusa og persónunnar sem í stöðunni er.  Maður óskar hverjum manni velfarnaðar, en getur þó verið feginn að hann fari úr einhverri stöðu.

Eygló, 26.3.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er dauðfegin að Geir er á leiðinni úr pólitík.  Helst vildi ég sjá Sjálfstæðisflokkinn snarminnka niður í fylgi FF.

Mér finnst bara dálítið smekklaust að setja þetta svona upp hjá blaðinu.

Maðurinn er að kveðja stjórnmálin og er veikur í þokkabót.

Mér er sama hver hefði átt í hlut sko.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Sjálfur sá ég ekkert að þessari frétt. Hún var ekki sett fram eins og þú segir. Í fréttinni segir orðrétt "Nýr liðsmaður flutti hins vegar inn á alþingi og er frekar óvenjulegrar gerðar..." Hvergi eru þeir Geir saman í mynd og hvergi er sem þeir horfist í augu. Það eina sem tengir þá er að "...hann heitir X og er Norskur að uppruna líkt og Geir H Haarde..." Það sést ekki meira til Geirs í fréttinni. Ég hefði haldið að það væri meira jákvætt yfirbragð yfir þessari frétt en smekklaust. Éf er einn þeirra sem á eftir að sjá á eftir Geir af þingi þannig að það mætti gera því skóna að ég myndi höggva eftir slælegri framsetningu. Það er eitthvað að fara framhjá mér.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 26.3.2009 kl. 12:39

6 identicon

Ég lít reglulega hér við eins og á nokkrum öðrum vinsælum vefbókum. Er oft á tíðum ekki sammála þér og finnst þú raunar því miður á tíðum falla í gryfju persónugerðrar illgirni í skrifum þínum um fólk, einkum ef það er ekki í stjórnmálaflokki sem þér hugnast.

En...

Þessi pistill þinn – og svör þín í athugasemdunum – bera vott um manneskulega virðingu sem er rétt að taka undir. Ég hefði sosum látið nægja að kinka kolli og hugsa bara með sjálfum mér að gott væri að sjá að menn gætu a.m.k. á stundum séð glitta í fólk í gegnum moldviðri stjórnmálanna, nema hvað ég sé að þeir sem gera athugasemdir við pistilinn virðast bara alls ekki sjá broddinn í hundalíkingu Þóru Kristínar í "frétt" hennar.

Ég leyfi mér því að tjá mig hér til að sýna í verki að einhverjir eru sammála þér um þennan "fréttaflutning".

Kolbeinn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:36

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolbeinn: Ég er ekki illgjörn manneskja en ég skil hvað þú ert að fara.

Takk fyrir þátttöku þið öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband