Leita í fréttum mbl.is

Hamingjusamir í höfrunum

fat_guy_big_hamburger_funfry_resize

Ég elska kjöt.

Veit ekkert betra en rautt kjöt, því rauðara því betra.

Má vera blóðugt við beinið mér að meinalausu.

Nú á hið rauða kjöt að hafa slæm áhrif á heilsuna.

Jájá, eins og sólin, sykurinn, kaffið, brauðið, eggin, sjórinn og saltið, andrúmsloftið og magnýltöflurnar.

Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er ekki til sá hlutur í heimi hér og manneskjan kemst í námunda við sem ekki hefur á einhverju stigi máls vera talinn heilsuspillandi.

Ég ber fulla virðingu fyrir grænmetisætum en ég dauðvorkenni þeim einhliða því þeir kæra sig ekki um neina samúð, eru hamingjusamir á höfrunum.

Grænmeti er frábært, ég elska það en fæðupíramídinn er eins og hann er og ég myndi detta niður dauð fengi ég ekki reglulega kjöt og fisk.

Stendur ekki í ðe búkk að maðurinn (konan?) lifi ekki á brauði einu saman?  Ég heldi nú það.

Íslenska lambakjötið er frábært.  Hráefnið svo flott. 

Ég hins vegar hitti sjaldan á gott nautakjöt á þessu landi, oftar en ekki er það seigt.

Ég elska litlu lömbin, bæði á fæti og í neytendapakkningum.

Vill ekki setja mig inn í ferlið frá haga í maga og mér finnst gott að þurfa ekki að slátra sjálf væri sennilega á kafi í baunaspírum ef ég þyrfti að aflífa ungviðið sem ég úða í mig.

En af hverju fór ég að blogga um mat?

Jú ég hlýt að vera svöng það er málið.

Farin að narta í gulrót og vorkenna sjálfri mér.

Ég er með flensu, hvað get ég sagt?

Flensa gerir mér hluti.


mbl.is Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er líka með flensu.Rautt kjöt þykir mér vont en lambið þeim mun betra.Gulrætur eru góðar og hollar og ef þú borðar mikið af þeim þarftu ekki brúnkumeðferð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: halkatla

"Ég ber fulla virðingu fyrir grænmetisætum en ég dauðvorkenni þeim einhliða því þeir kæra sig ekki um neina samúð, eru hamingjusamir á höfrunum."

ég þigg sko alveg samúðina frá þér, kjöt er svo gott.... og dýrin svo sæt

vona svo bara að flensan þín láti sig hverfa á brott í snatr!!

halkatla, 24.3.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lambakjöt á diskinn minn nammi nammi namm, er sammála þér að ef ég ætti að slátra sjálf myndir ég sennileg bara eta gras.  Og þetta með nautakjötið er satt líka.  En hún Isobel Díaz hefur stundum boðið mér í nautasteik meira að segja grillaða, mjög gott, hún setur kjötið í marineringu fyrir steikinguna.  Ég hef lengi ætlað að spyrja hana um uppskriftina en ég gleymi því alltaf. 

Svo gleymdirðu lýsinu í upptalningunni af því sem á að vera óholt.   Lýsið átti að vera heilsuspillandi sérstaklega vanfærum konum einu sinni, nú er komið í ljós að það er best af öllu.  Það hefur líka bjargað mínu lífi og liðamótum frá frystingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 14:54

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Plan-Z:  Vér grænmetizætur reynum að útrýma dýrunum með því að borða frá þeim matinn þeirra.

Steingrímur Helgason, 24.3.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þú ættir að sjá nautakjötsstykkið sem er hér í ísskápnum, eldrautt og jammí djúsí.  Sko það er það sem ég get komið niður núna þessa dagana, kalt nautakjöt og svo fjarri mér að hætta að borða það. 

Held að allt sé óhollt í miklu mæli.  Grænmeti veldur vindgang sem dæmi............. á ég að halda áfram, held ekki. 

Góðan bata Jenný mín.

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

rautt blóðugt kjöt. Kálfakjöt er mjög gott,en erfitt að finna.Jú stundum er gott að fá köt en vel útbúið ekki blóðugt bleeee.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Blóðrauð Sirlion steik mmmmmm. Risastór.

Finnur Bárðarson, 24.3.2009 kl. 16:22

8 Smámynd: Laufey B Waage

Fjölbreytt fæðuval er málið. Og sem betur fer er endalaust hægt að finna GÓÐAN mat úr öllum fæðuflokkum. Ég nýt þess að borða og finnst algjört skilyrði að maturinn sé góður.

Laufey B Waage, 24.3.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.