Þriðjudagur, 24. mars 2009
Stundum er best að þegja
..og presturinn fer aftur til starfa 1. maí.
Hann krefur Biskupsstofu um skaðabætur vegna frávikningar úr starfi á meðan málið var í vinnslu hjá dómstólum.
Finnst presti það skaðabótaskylt að víkja prestum (kennurum og öðrum sem hafa með ungt fólk að gera) úr starfi á meðan grunur um kynferðislegt ofbeldi er rannsakaður?
Greinilega.
Ég held að ég fari ekkert út í að blogga um þetta frekar.
En konur og börn eiga sér ekki málsvara innan dómskerfisins á Íslandi.
Og kirkjan?
Stundum er best að steinþegja.
Séra Gunnar aftur til starfa 1. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Kemur fram í mogganum, þetta með skaðabæturnar...?? Ég sá þetta ekki í fréttinni?? Vá hvað ég verð miður mín ef þetta er rétt og verð enn meira þversum en fyrr í morgun !
Sunna Dóra Möller, 24.3.2009 kl. 09:56
Nei þetta kom fram í kvöldfréttum á Stöð 2 í gær.
Sjáðu: http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=3959778f-dec8-4e0d-b709-38286f8c5897&mediaClipID=308b9339-29b8-4008-a662-c42de074b2f4
Verum þversum í þessu máli Sunna mín. Það er bara eðlilegt. Kveðja á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 10:03
Hérna er ég sammála þér elsku vinkona. Mér finnst ekki rétt af honum að fara fram á skaðabætur, sérstaklega þegar að er gáð að hann fær bætt tapið ásamt vöxtum.
En eins og þú segir svo réttilega þá skulum við ekki dvelja of lengi við þetta mál. Hann verður að eiga við þetta sjálfur.
Vonandi líður þér vel hjartað mitt og mundu að mér finnst þú æðisleg núna sem fyrr.
Knús og kram í þitt hús
Tína, 24.3.2009 kl. 10:06
Blessaður Guðsmaðurinn
Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2009 kl. 10:06
Var að hlusta á frétt.....hér er stór dómgreindarbrestur á ferð. Stundum vita menn ekki hvenær á að stoppa og hér eru greinilega settir einkahagsmunir í forgang fram yfir hag kirkjunnar og sókanrbarna. Sjitt hvað ég verð pirruð.....kirkjan gerði sannarlega rétt í þessu máli að setja hann í leyfi og nú á að greiða honum til baka launamissi með vöxtum og þá vill hann meira....ég er alveg bit...
Sunna Dóra Möller, 24.3.2009 kl. 10:10
En konur og börn eiga sér ekki málsvara innan dómskerfisins á Íslandi.
Gunnar var sýknaður. Þú skrifar samt áfram eins og hann sé sekur og kirkjan eigi líka að líta á hann sem sekan. Og það er tekið undir með þér. Geturðu ímyndað þér meiri mannorðsmissi fyrir saklausan prest en vera ásakaður um kynferðislega áreitni við fermingarbörn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 10:10
Svor ertu þegar búin að tala og það skilst það sem þú ert að segja.Þú ert að hneykslast og fordæma á vissan hátt saklausan mann. Var þá ekki betra að þegja alveg?
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 10:13
Mér þykir þú nú dæma dómstólana full hart. Jafnvel þó manni finnist nú að margir dómar þeirra i málum sem varða ofbeldi gegn konum og börnum séu full linir þá verður að líta á að þeir dæma samkvæmt lögum og við verðum líka að muna að við höfum ekki aðgang að öllum málsskjölum.
Kirkjan brást í öllu rétt við. Skaðabætur á hendur kirjkunni eru náttúrulega algjörlega út í hött í þessu máli.
Nú er búið að dæma manninn saklausan. Hvað á þá að gera? Ég tel að fólk sem sinnir viðkvæmum störfum og hafa með börn að gera (prestar, kennarar, heilbrigðisstarfsfólk) og hefur verið ákært en sýknað, eigi samt sem áður ekki að vinna með börnum og unglingum nema að annar fullorðinn einstaklingur sé með. Börnin og foreldrar þeirra verða að geta treyst viðkomandi einstaklingi og hann verður að sjálfsögðu að geta borið hönd yfir höfuð sér gegn ákærum.
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.3.2009 kl. 10:15
Sýknaður þýðir ekki endilega saklaus. Það þýðir bara að ekki sannaðist að hann hafi gert eitthvað sem er refsivert að lögum. - Almenningur getur samt haft sína skoðun á því hvort hann gerði eitthvað sem var siðferðilega rangt af manni í hans stöðu.
Pilló (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:18
Sigurður Þór: Ég fer ekki ofan af því að "sekt" Gunnars er dagsljós fyrir mér. Hann er sekur um dómgreindarleysi. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi faðmað og kysst þessar stúlkur en það stafi af því að hann sé opinn og tilfinningaríkur.
Það finnst mér ekki við hæfi hjá presti sem er treyst fyrir ungu fólki.
Það stendur eftir.
Og mér finnst blóðugt að hann skuli ekki láta hér staðar numið. Þiggja sín laun með vöxtum eins og honum stendur til boða.
Mat dómstóla á hvað er viðurkvæmilegt og ekki helst ekki í hendur við almenna skynjun fólks á hvað það er.
Út frá því skrifa ég.
Og dómstólar í þessu landi fá enga sérstaka aðdáun frá mér fyrir mat sitt á hvar mörkin eru í samskiptum fullorðinna og barna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 10:19
Grétar: Ég get tekið undir flest það sem þú segir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 10:20
Ég vinn í kirkju, með börnum og unglingum og við störfum eftir afar ströngum siðareglum sem starfsfólki í æskulýðstarfi eru settar og við förum tafarlaust eftir. Við megum til dæmis ekki keyra börn heim eftir starf sem eru undir 18 ára aldri án leyfis foreldris í hverju tilviki fyrir sig og við föðmum börnin aldrei eða krógum þau af þannig að þeim liði illa. Við erum alltaf tvö fullorðin á staðnum, helst alltaf karl og kona ásamt unglingaleiðtogum sem starfa með í barnastarfi. Traust í samskiptum skiptir öllu máli og að börnunum líði vel í því umhverfi sem við bjóðum þeim upp á. Við verðum að átta okkur á því að það er mikill stöðumunur á presti og fermingarbarni eða barni í æskulýðsstarfi og þegar traust í þessum samskiptum er brotið, þó að það sé sýkna í dómsmáli, þá er það ansi erfitt verkefni að byggja það upp á ný og ég held án þess að geta fullyrt nokkuð um að traustið sem brotið var á Selfossi, verði lengi að byggjast upp á ný. það þarf ekki annað en að lesa dóminn til að sjá að háttsemin er ekki eðlileg af hálfu prestsins þó að hún sé ekki sakhæf. Hún er alla vega brot á öllum þeim siðarreglum sem við störfum eftir og verðum að fara eftir til að traust og virðing ríi milli stofnunarinnar og barnanna. Það er grunnurinn sem allt barna- og unglingastarf hvílir á!
Sunna Dóra Möller, 24.3.2009 kl. 10:23
Ríi = ríki...
Sunna Dóra Möller, 24.3.2009 kl. 10:25
Æ hvað það er nú gott að allir séu tiltölulega sáttir í lokinHafið það nú gott í dag
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.3.2009 kl. 10:27
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:27
Takk fyrir þetta SD. Ég er nákvæmlega sammála þér.
Mér finnst prestur sekur um vonda háttsemi og að fara yfir mörkin.
Það er gríðarlega ábyrgðarmikið starf að vinna með börnum og það eiga að gilda um það skýrar umgengnisreglur eins og þú einmitt lýsir hér að ofan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 10:28
Pilló: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 10:34
Þarna er um vonda háttsemi að ræða, en finnst hann var dæmdur saklaus þá verður svo að vera, en er það þá ekki foreldrarnir sem verða að segja bara nei takk við viljum ekki þennan prest ekki er þetta eini staðurinn sem hann hefur þjónað, hvað um sagnir frá þeim stöðum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 13:08
Ertu enn þá lasin elskan?
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 13:09
Púkinn hefur nú sínar efasemdir um það fólk sem lifir á því að telja öðrum trú um tilvist ósýnilegra súperkalla, en það er annað mál.
Það má hins vegar minna á að enn eru í fullu gildi lög frá 1882, sem heimila fólki að "leysa sóknarbönd" sem svo er kallað þ.e. að kjósa sér annan prest en sóknarprest sinn.
Púkinn, 24.3.2009 kl. 13:52
....ég ætla að þegja, mér er sagt að það fari mér svo vel
Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 14:13
Enn lasin.
Púki: Takk fyrir þessar upplýsingar. Vonandi hjálpar það.
Annars er bara best að treysta á sjálfan sig og raunveruleikann.
Takk fyrir fróðlega umræðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 14:21
kirkjan og allir sem hafa hjálpað þessum manni að vesenast um (í nafni Krists) í gegnum tíðina eru siðlaus -- svo lengi sem þau gjöra ekki iðran og fara að breyta rétt einsog með því að hjálpa börnum/skjólstæðingum sem hafa lent í kúgun af hálfu embættismanna og valdhafa á vegum kerfis/ríkis/stofnunar... hversu sorgleg er þessi viðbjóðslega staða sem er komin upp núna, fyrir gráðuga&stjórnlausa prestinn, sem og alla aðra sem tengjast þessu máli, engir (hvorteðer dauðir) dómstólar geta haft áhrif á það. Þessi maður hefur skilið eftir sig fórnarlömb og mér finnst það vera diss á til dæmis þessar stelpur sem hann faðmaði að sér og þuklaði á í Guðsembættisstofu sinni að halda með honum eftirá einungis vegna þess að einhver úrelt og glötuð lög gefa flokksbundnum karllægum dómurum kost á að túlka allskyns perraskap og óþverra sínum háæruverðugu félögum í hag. En stelpurnar voru örugglega ekki að kæra hann bara eitthvað að gamni sínu. Svo heldur hann bara áfram og áfram, vill núna fá greitt fyrir að vera með vesen!
Svo óttast ég að þjóðkirkjunni sé í raun ekki viðbjargandi, hún er orðin svo fokkt. Það að reyna að bjóða fólki uppá svona þjón, en það mun vera starf svokallaðra presta, er ekkert annað en virðingarleysi á hæsta stigi. Ef hann er saklaus af öllum áburði síðustu áratuga, útum allt land, þá verður honum bætt það upp af Guðinum sem hann tilbiður og treystir á. Það er nóg, hann þarf engan sleikjuskap í okkur.
halkatla, 24.3.2009 kl. 14:43
maður bíður bara eftir að fjölmiðlafulltrúi biskupsstofu sendi frá sér fréttatilkynningu sem endar á orðunum: "þetta var nú bara smá þukl"
halkatla, 24.3.2009 kl. 14:46
Já best að segja sem minnst. Ég veit hvað ég myndi gera ef ég ætti stúlkubarn í sókninni hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2009 kl. 14:59
Ég vill að fortíð hans verði rannsökuð í þaula og það dregið upp á yfirborðið þegar hann var prestur fyrir vestan fyrir mörgum árum síðan, það mál var þagað í hel, svo mikið veit ég. Þetta er hneyksli og svívirða. Enn og aftur sýknar dómsvaldið geimgaldrakarla og mér er spurn, er hægt að fá réttláta meðferð í dómskerfinu þegar ríkisstarfmaður á hlut að máli ?
Sævar Einarsson, 24.3.2009 kl. 16:24
Ásthildur mín þú veist meira bara rétt eins og ég.
Tek undir með Sævarinum, annars er víst best að þegja.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 16:36
Ég ætla líka bara að þegja! Það fer mér að vísu alls ekki jafnvel og Sigrúnu!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 18:22
Gott hjá þér Jenný að blogga um þetta, ég er algjörlega sammála þér, og er þvílíkt hneyksluð á þessum presti að voga sér að koma með þetta rugl.
Sunna Dóra Möller kemur hér með færslu um þær starfsreglur sem tíðkast í kirkjulegu starfi þjóðkirkjunnar, og það er ömurlegt ef að allt það góða starf sem er unnið þar á að gjalda fyrir þennan eina mann. þjóðkirkjan verður að taka með afgerandi hætti á öllum perrum og koma í veg fyrir það að þeir geti nálgast börn og unglinga.
Guðrún Sæmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 23:47
Þarna sannast hið fornkveðna, guð er peningur
DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:31
Ég á stundum ekki orð yfir heimsku fólks.
Ykkar, það er að segja :)
Stjörnupenni, 25.3.2009 kl. 16:42
Ekki rífa kjaft þú sem þorir ekki að leggja nafn við kjaftæðið í þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2009 kl. 17:36
Rífi rífi rífi
Stjörnupenni, 25.3.2009 kl. 17:46
Jenný mín, ég missti þig út úr vinahópnum hjá mér, var greinilega allt of dugleg að taka til. Búin að setja inn beiðni, sorry.
Auður Proppé, 25.3.2009 kl. 22:23
Með færsluna þína þá hef ég nóg að segja, en í augnablikinu er víst bara best að ég þegi, tek undir orð Sigrúnar hér að ofan.
Auður Proppé, 25.3.2009 kl. 22:25
Auður: Já ég tók eftir því.
Stjörnupenni: Ég var ekki að tala við þig, ég var að beina þessu til guðs á himnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.