Leita í fréttum mbl.is

Of seint og hallærislegt

Æi dúllurússlínurassarnir í Valhöll.

Fengu framlag frá Neyðarlínunni 2007 og voru glaðir með það.

Sáu ekkert athugavert við það og hafa notið glaðir.  Unnu kosningarnar og svona.

Svo komst það í miðlana, fólki varð óglatt, trúði ekki einu sinni Sjálfstæðisflokknum til að teygja sig í neyðina eftir peningum.

Og viti menn...

Þeir skiluðu framlaginu.

Of seint, of seint.

Og botnlaust hallærislegt yfirklór.


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég trúiessuekki

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

En sorry Jenný, hvað var Neyðarlínan upphaflega að gefa peninga til stjórnmálaflokks, hvað nafni sem hann kallast???? Hvernig hafa þeir heimild til þess að gefa peninga, sem opinber stofnun, til einhverra málefna sem þeim þóknast? Mér finnst nú frekar ábyrgðin liggja þeim megin frekar en hinum megin. Ég hygg að það sé í eðli mannkynsins að þiggja það sem að þeim er rétt...... Hvað myndi okkur finnast ef heilsugæslan færi að styrkja einhverja flokka? Eða ÁTVR??

Þetta er alveg siðlaust, alveg sama frá hvorri hliðinni maður sér þetta. Ég sé samt ekki hvernig Neyðarlínan hafi sem stofnun, séð hag sinn í að styðja nokkurn stjórnmálaflokk, Neyðarlínan er alltaf opin og mun alltaf vera opin, hún er ekki háð duttlungum stjórnmálaflokka og þess vegna erfitt að sjá hvaða hag hún hefur í því að styðja einhvern einn flokk yfir annan. Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi getað lofað að draga úr álagi á Neyðarlínuna eða fækka tilkynningum..... þetta er mjög svo skrýtið mál.....

Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórhallur framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar er Sjálfstæðismaður.  Hann sagðist vera svo aumingjagóður og allir viti hvar hann standi í pólitík.  Frekar hrokafullt svar.

Peningar eru peningar, ætli það sé ekki bara litið þannig á málið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og svo finnst mér þú nú alveg geta dregið úr öllu þessu dúllikrússi þínu..... en það er bara mín skoðun.....

Lilja G. Bolladóttir, 23.3.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja: Ég gæti það en það hentar mér ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh hrikalegur bömmer!! Og ég er aftur hætt við að kjósa X-D

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 22:25

7 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þetta eru þjófar þessi grey og verða það líklega framvegis. Það eru ýmsar skringisögur til af kynlegum kvistum sem stunduðu "svona" þjófnað. Hnupluðu einhverju ,en skiluðu því svo brosandi ef til þeirra sást.  Oft erfitt að taka harkalega á svoleiðis greyjum.

Kristján H Theódórsson, 23.3.2009 kl. 23:52

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stjórnmálaflokkar mega ekki þiggja fjárframlög frá opinberum aðilum, þannig að sektin er klárlega flokks megin....

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:36

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Lilja ! Þú ert greinilega afar ósátt við það að það skuli vera til maður sem dirfist hafa orð á svona skítverkum . Númer hvað er f(l)okksskírteinið þitt

Hörður B Hjartarson, 24.3.2009 kl. 01:53

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tvílíkt sidleysi..Ég segi enn og aftur :Tad kemur manni ekki neitt á óvart meyra á íslandi hvar í pólitíkinni sem er ..Ekki tad ad madur eigi ad láta kirrt liggja nei ó nei.Tá er gott ad hafa fólk eins og tig og adra sem láta málin ekki framhjá sér fara.

Kvedja

Gudrún Hauksdótttir, 24.3.2009 kl. 07:09

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sjálfstektin er bara ömurlega gegnumspillt.. er og mun verða spillt !!

það sem vekur upp spurningju hjá mér : hversvegna í helvíti er neyðarlínan að styrkja stjórnmálaflokka.. eða nokkurn ef út í það er farið.. eru þ.eir ekki á fjárlögum ?  Þá tel ég að þetta sé amk vafasamt, í versta falli glæpsamlega farið með almannafé

Óskar Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 08:10

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað skiluðu þeir peningunum... það eru nú að koma kosningar... Fá samt ekki mitt atkvæði

Jónína Dúadóttir, 24.3.2009 kl. 08:19

13 identicon

Ég tel nánast öruggt að 99 % af útrásarmafíuliðinu séu trúir og tryggir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og þetta lið hefur ausið fé í kosningasjóði flokksins, meira að segja Baugur. Það þarf engan að undra siðleysið hjá þessu liði, verandi uppalið í þessum líka siðlausa spillingarstjórnmálaflokki, sem svífst einskis til að komast yfir peninga. Þemað er: Peningar = vald.

Stefán (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:02

14 Smámynd: Byltingarforinginn

En Samfylking, Vinstri myglaðir og Framsókn þáðu allir framlög frá Íslandspósti. Það er nákvæmlega sama dæmið! Það finnst þér í lagi?

Byltingarforinginn, 24.3.2009 kl. 09:11

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Fékk Sjálfstæðisflokkurinn ekkert frá Íslandspósti? Æ, greyin!

Það er pínulítið annað að svona fyrirtæki styrki alla flokka eða bara einn. Hvort þau eiga erindi í að styrkja flokka almennt er aftur annað mál.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.3.2009 kl. 09:22

16 Smámynd: Sigursveinn

Nú hefur Samfylkingin skilað framlaginu frá Íslandspósti, tveimur árum síðar.  Væntanlega er það jafn botnlaust hallærislegt yfirklór...

Sigursveinn , 24.3.2009 kl. 09:27

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigursveinn: Ef það er rétt að Samfó hafi verið að skila einhverju á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn gerð með Neyðarlínuframlagið þá er það ömurlegt yfirklór já.  Mér er nákvæmlega sama hver á í hlut.
Reyndar toppar ekkert þetta með Neyðarlínuna.  Það er svo gjörsamlega taktlaust.

Byltingarforinginn með sniðugheitin: Þú veist ekkert um hvað ég tel í lagi.

Stefán: Sammála.

Hildigunnur: Ömurlegt að skilja Sjálfstæðisflokkinn útundan hjá póstinum.  En btw hvað er Íslandspóstur að gefa peninga?  ARG.

Óskar: Þú spyrð, ég líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2009 kl. 09:45

18 identicon

Djöfulsins yfirklór í VG núna, að skila framlaginu frá Íslandspósti. Þetta virðist allt vera sama pakkið hvort sem þeir koma frá vistri eða hægri!!!

Bjögg (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:34

19 identicon

Úppss.....ég segi nú bara eins og maðurinn, stundum er betra að þegja en segja ekki neitt...

Vinstrihreyfingin grænt framboð skilaði í dag 150 þúsund króna styrk sem flokkurinn fékk frá Íslandspósti árið 2007

Jón (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband