Leita í fréttum mbl.is

Bara ein Jóhanna

Ég er alltaf að bíða eftir einhverju.

Núna t.d. bíð ég eftir vorinu.

Nú eða páskunum, ég er að bíða eftir páskunum, vegna þess að þegar þeir eru liðnir er stutt í Sumardaginn fyrsta, sem hefur reyndar ekkert með sumarbyrjun að gera en er rauður dagur á almanaki sem er alltaf jákvætt.

Samfylkingin bíður eftir Jóhönnu og stór hluti þjóðarinnar líka.

Ég er meira að segja að bíða eftir Jóhönnu vegna þess að ég held að fáir ef nokkrir séu betur til þess fallnir að vera í fremstu víglínu.

Það er góð æðruleysisæfing að bíða. 

En hvað sem Jóhanna nú kýs að gera þá sættist ég á það.

Það er ekki hægt að djöflast á manneskjunni svona undir drep.

Það er bara ein Jóhanna.

Og hananú.


mbl.is Biðin eftir Jóhönnu á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þessi dýrkun ekki fullmikil.   Sennilega hef ég ekki vit til að taka þátt í þessari umræðu og greina þar á milli 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég dýrka hana ekki, finnst hún bara heiðarlegur stjórnmálamaður og það er svo sannarlega ekki framboð af þeim þessa daga.

Flottur hliðarvinkill á ákveðna bæn Páll. Hahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Sigurjón

Ég get nefnt eitt dæmi um ,,heiðarleika" Jóhönnu:

Síðustu áramót hækkuðu örorkubætur um 9,3%.  Gott og vel, nema að skv. lögum eiga örorkubætur að vera verðtryggðar og hefðu því átt að hækka um 19%.  Jóhanna sá sumsé ástæðu til að skera örorkubæturnar niður um heil 10%.  Maður hefði búist við þessu af Sjálfstæðismönnum, enda íhaldsflokkur sem hugsar fyrst og fremst um þá ríku, en Jóhanna hefur gefið sig út fyrir að vera svo mikil félagshyggjumanneskja.

,,Heiðarlegur stjórnmálamaður" er álíka mikil mótsögn og ,,bragðgóður skítur".

Sigurjón, 19.3.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurjón: Ef þetta er rétt þá ertu ósammála gjörð Jóhönnu en hvernig gefur það þér tilefni til ætla að hún sé óheiðarleg?  Skil ekki mótívasjónina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 11:53

5 Smámynd: Sigurjón

Felst það ekki í orðunum: ,,Maður hefði búist við þessu af Sjálfstæðismönnum, enda íhaldsflokkur sem hugsar fyrst og fremst um þá ríku, en Jóhanna hefur gefið sig út fyrir að vera svo mikil félagshyggjumanneskja."?

Sigurjón, 19.3.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Sigurjón

HA?!

Sigurjón, 21.3.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986829

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.