Leita í fréttum mbl.is

Makedónarnir

Minn heittelskaði er að horfa á handboltann.

Miðað við stóíska ró mannsins í sófanum eru Íslendingar í ágætis málum.

Mér gæti ekki staðið meira á sama enda íþróttahatari.

Sko, boltaíþróttahatari nema þegar Dorrit er á vellinum.

Og hávaðinn, hér heyrist ekki mannsins mál.

En...

Hvað á það að þýða að kalla menn frá Makedóníu, Makedóna?

Eru þeir dónalegri en menn af öðru þjóðerni?

Hvað varð um Makedóníumenn?

Sama ruglið var í gangi þegar þeir breyttu Mexíkönum í Mexíkóa.  Ég get ekki lifað með því.

En Dónarnir eru undir.

Það er bót í máli.

Áfram Ísland.


mbl.is Frábær sigur í Skopje
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég kalla þessa þjóð aldrei Dóna nema þegar við erum að keppa við þá í bolta...

Skoða skilaboð frú Jenný

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh Makadónar það sem ég er fegin að hingað næst ekki handbolti nóg er nú að fást við andsk. fótboltann.  ´Varðandi færsluna hér á undan,  ef einhver er hissa á framferði forstjóra Granda þá er það ekki hún ég. Siðlaust með öllu.  

Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Á mínu heimili heita þeir mexícanar og Dorrit smorrit.........

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Íslensk málstöð talar um Makedóníumenn þannig að þú getur rekið þetta upp í nefið á þeim sem eru dónalegir við umrædda þjóð.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2009 kl. 21:32

5 identicon

Þetta er reyndar tvennt ólíkt og á sér tvær jafnólíkar skýringar. Makedónar byrjaði sem innanhúsbrandari íþróttafréttamanna, að mig minnir. Það myndaðist einhver umræða um þetta meðal sportista á landinu og mönnum þótti þetta almennt fyndið og skemmtilegt svo það fær að dúkka upp af og til, Makedóníumenn er oftast notað í fyrirsagnir held ég. Ég þori ekki að sverja fyrir að þetta sé rétt munað hjá mér en ég er nokkuð viss um að þetta er meira og minna meðvitað.

Mexíkóar er hins vegar íslenska, Mexíkanar ekki. Mér var sagt af manneskju sem yfirleitt veit betur en ég: "Þeir eru frá "Mexíkó" en ekki "Mexíku" eða "Mexíka"!" 

Þetta upplýsti málfarsráðunautur ríkisútvarpsins á sínum tíma og tóku einhverjir rosa málfræðispekingar undir að svona ætti þetta að vera undantekningalaust. Davíð Þór Jónsson gerði þetta að umtalsefni í stuttu leiknu atriði fyrir nokkrum árum, þar sem hann kvartaði undan söngtextanum "ekta Mexíkana hatt".

Semsagt, í öðru tilfellinu er þetta að ég held gamall brandari sem gerir grín að margumtalaðri máltilfinningu íþróttafréttamanna en í hinu tilfellinu gráalvarleg fyrirmæli að ofan.

kunningiithrottanna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:36

7 identicon

Þetta böggaði mig eitthvað svo ég spurði íþróttafréttamann sem ég þekki. Makedónar mun vera "Bjarna Felísk" útfærsla í anda þess þegar sá merki maður tók upp á því að fara að tala um "Mexíkóa" og "Ghanana". Makedónar mun vera yngra afbrigði sömu stefnu, en er ekki notað utan íþróttafrétta (áhugamenn um íslenskt mál eru löngu hættir að nenna að kvarta yfir nokkru sem heyrist í íþróttafréttum, svo það er hægt að komast upp með meira í þeim).

Mexíkóar er hins vegar notað út um allar trissur, þar sem það mun þykja rétt mál á þessum síðustu og verstu tímum. Sjálfur hef ég aldrei skilið hver það er sem sker úr um slíkt.

kunningiithrottanna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Var að koma heim og kveikti á imbanum, hlustaði svo með öðru eyranu. Þetta er nú meira hvað handboltinn getur stjórnað geðheilsu manns, hvað þá einn ræfils vináttuleikur. Eða var þetta kannski háalvarleg keppni? Ef eitthvað getur lyft móralnum þá er það sigur í handboltalandsleik, þá fáum við að vera best í einn dag og það er svo gott, við þurfum þess

Margrét Birna Auðunsdóttir, 18.3.2009 kl. 23:50

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir skemmtileg innleg.

Þér þakka ég sérstaklega kunningi fyrir þennan fróðleik.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband