Leita í fréttum mbl.is

Byrjað á vitlausum enda

Ég stend algjörlega með þeim verkalýðsfélögum sem vilja að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins verði þegar í stað rift.

Þau verkalýðsfélög sem voru á móti frestun launahækkana eiga líka allan minn stuðning.

Haldið þið að það sé?

Fresta launahækkunum og svo fara fyrirtæki eins og HB Grandi að greiða út arð.

Er ekki allt í lagi í hausnum á þessu peningaliði?

Hvernig er hægt að láta sér líða vel í eigin skinni hafandi haft af því fólki sem skapar verðmætin og býr til peningana þessa lúslágu hækkun sem það átti að fá og ætla svo að siðleysast til að greiða peningaköllunum arð.

Þau fyrirtæki sem ekki geta staðið við gerða samninga geta varla verið aflögufær með annað skyldi maður ætla.  Eða hvað?

Og varðandi verkalýðsforustuna.

Eruð þið ekki í vitlausu djobbi?

Það er auðvitað byrjað á að láta þá sem lægst hafa launin sýna tillitssemi, óóæ, út af bankahruninu.

Er það ekki að byrja á vitlausum enda?

Ég held að það standi öðrum ögn nær að ganga á undan með góðu fordæmi.


mbl.is Vantraust á forseta og samninganefnd ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæl Jenný.

Þetta er órtúlegt. Það sem er svo kaldhæðið er að ASÍ er nýbúið að endurnýja forystu sína.

Flestir forystumenn stéttarfélaga eru komnir svo langt frá þeim sem þessi félög eru stofnuð um. Svo er búið að setja þessum félögum og samböndum þeirra svo flókin lög að það þarf stundum kraftaverk til að koma nýju blóði að, og leyfa fólki að kjósa sér fólk til forystu.

Það fólk sem hefur setið við kjötkala stéttarfélaganna og í gegn um þau lífeyrissjóðina ætlar aldeilis ekki að taka til sín kröfur um ábyrgð og tiltektir.

Öðruvísi mér áður brá þegar við höfðum baráttu og hugsjónafólk í forsvari, sem hafði kjark og þor að tala tæpitungulaust. Núna virðast undirlægjur græðgisvæðingarinnar ríða þar öllum röftum.

Einar Örn Einarsson, 18.3.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Jenný, ef hlustað er grannt á viðtalið við forstjóra Granda sem tekið var símleiðis frá einhverri suðrænni eyju, og spilað í Kastljósinu, þá heyrist grannt hver vinnur fyrir eigendur þessa fyrirtækis, hann talar um að eigendur séu með fjármagn í vinnu fyrir sig og vilji eðlilega fá arð af því fjármagni (þrælum sínum).

Kannski forstjóri Granda hafi verið að búa til skattaskjól þarna í suðrinu hver veit.

En allra síst vilja þessir háu herrar greiða verkafólkinu sem býr til verðmætin umsamdar launahækkanir.....nei nei það er bara pakk að þeirra mati sem er með heimtufrekju og á að vera þakklátt fyrir að hafa vinnu hjá þessu fyrirtæki.

Mér þætti gaman að sjá eigendur þessa fyrirtækis sem eru með fjármagn í vinnufyrir sig í þessu fyrirtæki, taka nokkur 5þús kr seðlabúnt og henda inn í salinn og æpa svo á þessi sömu seðlabúnt
vinnið þið nú helvítin ykkar. Ég er ansi hræddur um að það yrðu lítil verðmætasköpun hjá fyrirtækinu þann daginn. En seðlabúntin yrðu væntanlega bæði blaut og úfin í dags lok.

Sverrir Einarsson, 18.3.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er andstyggðar mál og þjóðin ætti að fylgja því eftir að tekið verði á þessu af fullri hörku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:19

4 identicon

Vinnandi fólkið ætti að vera í fyrirrúmi í fyrirtækinu.  Fólk þarf ekki að vera heilaskurðlæknar til að sjá hvað þetta er ógeðslegt og rotið í gegn.  Það liggur við að maður skammist sín fyrir að búa í sama bæ, já og sama landi og H.B.Grandi.  Þetta er ómanneskjulegt.  Þeir hljóta að verða að borga vinnufólkinu.  Ætlar spillingin aldrei að enda?

EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband