Leita í fréttum mbl.is

Láttu höfuð fjúka Eva Joly

Ég skil ekki þessa tölu hérna sem ég var að lesa í Mogganum í dag.

15.885 milljarða skuldir.

Næ engan veginn utan um þetta en ég skil að þetta er glórulaus upphæð.

Ég tel mig líka skilja að reikningurinn muni falla á almenning.

Við vorum að ræða þetta áðan ég og húsband.

Ég blótaði hressilega en dró svo í land og sagði að maður yrði að reyna að vera jákvæður.

Hann: Rétt, jákvæður en raunsær (bílinn var að bila og fór á verkstæði í dag, jákvæðnin því í sögulegu lágmarki).

Ég: Nei annars, það er út í hött að vera jákvæður eins og staðan er í dag.  Það er meira að segja sjúkt að vera hjalandi eins og ánægt ungabarn við þessar aðstæður.

Hann: En rannsóknir sýna að neikvæðni gerir mann veikan.

Ég: Mér er sama um allar heimsins rannsóknir það hefur ekki verið rannsakað hvernig þjóðarrán leggst í fólk.

Hann (gefst ekki upp svo glatt): Jú en ég hef lesið að neikvæðni og innibyrgð reiði geti valdið alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini jafnvel.

Ég: Jahá.  Það má vera en hvað ætli að kosti mann heilsufarslega að brosa á meðan maður er tekinn í rassgatið?  Þar fyrir utan er mín reiði opin frjálsleg og algjörlega utanáliggjandi, så det så!

Hann: Þegar þú setur það upp svona já, þá er kannski bara heilbrigt að vera fjúkandi reiður.  En Jenný, gerðu það ekki blogga um þetta.

Og ég segi það sama og venjulega;  Auðvitað ekki, heldurðu að ég ætli að láta fólk vita hvað við erum gáfuleg í samræðum?

Svoleiðis var nú það.

Nú eiga hausar að fjúka Eva Jolie.


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

"Ég tel mig líka skilja að reikningurinn muni falla á almenning."

Nei, sem betur fer ekki.  Það eina sem fellur beint á almenning er innistæðutrygging vegna Icesave, sem skilanefnd Landsbankans telur að verði nettó 73 milljarðar. Aðrar tapaðar skuldir í bönkunum lenda á kröfuhöfum þeirra - ekki skattborgurum.

Fjármálaráðuneytið gaf í gær út nýtt yfirlit um skuldastöðu þjóðarbúsins og ríkissjóðs.  Þeir ítreka fyrri spá um nettó skuldastöðu ríkissjóðs í lok 2009 upp á 563 milljarða.  Þetta eru einfaldlega bestu og áreiðanlegustu tölurnar í umræðunni í dag.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 18.3.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vilhjálmur: Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

góð!

Heiða Þórðar, 18.3.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Ragnheiður

Bið að heilsa kallinum, en ekki bílnum hans....

Bílar og verkstæði, ég er ekki sérlega hrifin af þeirri blöndu!

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 13:22

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Villi frændi er alltaf með þetta á hreinu, þessu var skipt þannig í fjölskyldunni að hann fékk fjármálavitið en ég  hmmmm....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2009 kl. 13:38

6 identicon

Ef við byggjum í siðuðu þjóðfélagi, en ekki bananalýðveldi, þá væri búið að leiða marga fyrrum bankaeigendur, bankastjóra og yfirmenn banka fyrir dómara. Við verðum bara að treysta á Norðmenn til að koma fyrir okkur vitinu.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:17

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég á svona samræður við sjálfa mig á hverjum degi....ætli Eva eigi systur í geðlæningum

Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 15:09

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rétt Jenný maður verður að tala um hlutina ef við gerum það ekki þá lognast þetta útaf af sjálfum sér heima í stofu í hálfgerðu rifrildi og ergelsi. PENINGANA HEIM.

Sigurður Haraldsson, 19.3.2009 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband