Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar góðar vikur án stjórnmálamanna

Ég horfði á Silfrið offkors.

Æi og ói.  Nú er friðurinn úti.

Pólitíkusarnir komnir aftur enda að koma kosningar og fólk forvitið að heyra hvað þeir hafa að segja.

Ég gerði mér samstundis grein fyrir því þegar strákarnir byrjuðu að kalla hvor upp í annan að það hefur verið dásamlegt að hlusta á fólkið sem hefur verið í þáttunum síðan eftir hrun.

Venjulegt fólk sem hefur beðið eftir að það kæmi að því verið kurteist og lágstemmt.

Frammíköllin og hamagangurinn eru komin aftur.

Alveg: Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn.

Meira bölvað fyrirkomulagið á þessu öllu og ég er engu nær.

Nema að VG vill gjarnan halda áfram stjórnarsamstarfinu.  Mér finnst gott að vita áður en ég kýs hvað flokkurinn sem ég exa við hyggst gera eftir að atkvæði hafa verið talin.

Samfylkingin hins vegar, er með allt opið, ekkert breytt á þeim bænum ef marka má hann Árna Pál.

Erfðaprins íhaldsins kom ekki á óvart.  Algjörlega fyrirsjáanlegur.

Treysti ég þessum strákum?

Neibb, ekki baun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Árni Páll fær falleinkunn. Getur maðurinn ekki róað sig niður.

Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér fannst, og finnst enn, Háskólastúdentarnir góðir í búsáhaldabyltingunni - þegar þau sungu: Langatöng, langatöng hér er ég.....

....Mætti kannski syngja það víðar og oftar?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég var afskaplega ánægð með minn mann hann Bjarna. Fannst hann standa sig langsamlegast best. Ég er líka alltaf í sjöunda himni þegar Guðfríður opnar munninn því ég tel næsta víst að í hvert skipti hrylli sig kjósendur sem eru hægri kratar og skynsamari hluti framsóknarmanna og rati frekar í að kjósa sjálfstæðisflokkinn heldur en mega eiga von á þessu stjórnarsamstarfi :). Meira af þessu Egill!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta voru nokkrir góðir dagar án pólitíkusa í Silfrinu -sem fór á miklu hærra plan á meðan...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Adda: Gott til þess að vita að "þinn maður" olli þér ekki vonbrigðum.  Hefði hann mögulega getað gert það?  Það er einhver ofsatrúartónn í innlegginu þínu.

HH: Jabb, satt segir þú.

Hrönn: Góð.

Finnur: Ef þetta er stefna Samfó fyrir þessar kosningar, þ.e. að fara með kjósendur út í óvissuna þar sem möguleiki á endurkomu sjalla og samfó er inni í myndinni, þá held ég að fólk eigi að fá að vita það.

Ragna: Dream on.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 17:26

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi hafa allir svarað því einum rómi að þeir vilji áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við VG.

Menn eiga ekki að ganga "óbundnir" til kosninga að þessu sinni. Fólk á að fá vitneskju um það núna hvað flokkarnir hyggjast fyrir varðandi stjórnarmyndun eftir kosningar.

Það er mín skoðun´.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er bara eðlilegt að menn æsist örlítið upp þegar þáttastjórnandinn er stöðugt að grípa frammí. Árni Páll rokkar og Jenný Ólína er verðandi þingmaður, hún mun hafa sitt að segja um samstarfsflokkinn eftir kosningar. Verum góð hvert við annað!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.3.2009 kl. 19:24

8 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sá ekki Silfrið. Ég mun ekki kjósa flokk sem gengur "óbundinn" til kosninga að þessu sinni. Ég vil vita nákvæmlega hvaða hug flokkarnir bera. Skrýtið hvað stjórnmálamenn virðast oft úr takti við þjóðarsálina. Spilin á borðið er skýlaus krafa flestra í dag. Við erum búin að fá uppí kok af baktjaldarmakki og klækjastjórnmálum. Vill fá skýlausa, einfalda og skýra stefnuskrá fyrir næstu 4 ár hjá flokkunum og hverjum menn vilja starfa með. Ef einhver uppfyllir það fer mitt atkvæði þangað.

Kristján Kristjánsson, 15.3.2009 kl. 19:26

9 Smámynd: AK-72

Þú getur nú kíkt á stefnuskrá okkar í Borgarahreyfingunni, Kristján og séð hvort það sé ekki það sem þú leitar eftir. Þú finnur hana á www.borgarahreyfingin.is 

Við höfum svo gefið það hreint út að við viljum alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Vona svo að Jenný fyrirgefi mér þessa auglýsingamennsku.

AK-72, 15.3.2009 kl. 20:10

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Burt með þetta bull um að ganga óbundinn til kosninga. Frændi minn Árni Páll er flugmælskur eldhugi en bara frosinn í ESB trúboðinu sem er hans Alfa og Omega. Sjálfum fannst mér nú Sigmundur Davíð vera málefnalegastur og hann virðist alltaf geta komið beint að umræðuefninu án málalenginga og hann virðist hafa býsna góða yfirsýn á fjármálaskákina. Hræddastur er ég við að hann reynist ekki nógu harður þegar kemur að því að ganga á hólm við Finn. Ólaf Samskipa og Þórólf í Kaupfélaginu. Það dylst engum að nú verður þjarmað að öllum spillingarfurstunum eftir að Eva Joly tók við stjórn rannsóknarinnar á bankahruninu.

Bjarni Ben var með sama luntasvipinn og venjulega og er greinilega pirraður út í ónotaleg viðhorf til skítmennanna sem komu þjóðinni á vonarvöl og rændu milljörðum sem þeir flugu með í skattaskjól undir "bankaleynd." Skyldi hann kannast við einhverja í þeim hópi?

En hvern andskotann á að að þýða að kjósa einhverja þingmannadindla til að semja breytingar á Stjórnarskránni? Vantar okkur ekki fyrst og femst fjölskipað stjórnlagaþing fólksins til að smíða okkur varnarmúr gegn ofríki alþingis og ríkisstjórnar? Þessi elíta virðist ekki skilja að inni á Alþingi eru ekkert sérvalið úrval spekinga heldur misjafnlega illa heppnað fólk sem fær magakveisu og timburmenn og þarf á klósettið rétt eins og við öll.  

Árni Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 20:14

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta voru fremur ruddalegir karlmenn þarna!  Hefði gjarna viljað heyra í kvenmanninum sem EKKI GREIP FRAM Í

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2009 kl. 21:03

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Adda: Rosalega er þetta væmið: "Ég var afskaplega ánægð með minn mann hann Bjarna."

Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 21:25

13 identicon

Friðurinn var úti um leið og pólitíkusarnir mættu í SILFUR EGILS.  Eftirtektarvert að hlustunin og hinar eðlilegu umræður sem hafa verið við lýði þar upp á síðkastið, með hagfræðingum og öðru lærðu fólki, hurfu út í veður og vind.  Fólk kjaftaði ofan i alla og yfir alla og Egill var sjálfur miklu órólegri.  Maður var orðinn ruglaður af að hlusta á 2 og 3 talandi í einu.  Merkilegt.

EE elle (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:30

14 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég var þá ekki ein um það! Ég náði engu sem mennirnir sögðu því að þeir töluðu hver ofan í annan og þvældu fram og til baka. Hefðu getað sleppt því að mæta. Svona ef tilgangurinn var að gera mann aðeins fróðari.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir frábæra umræðu.

Ólína: Það dugir ekkert minna en kosningabandalag félagshyggjuflokkanna til að gera mig ánægða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 23:08

16 identicon

Og ég óttaðist að blessaður maðurinn færi bara á taugum þarna.

EE elle (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 23:21

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Egill er auðvitað eins og við hin, spennist allur upp í þessum stressaða og sjálfmiðaða félagsskap.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.