Leita í fréttum mbl.is

Solla og vitjunartíminn

Mogganum finnst allt merkilegt sem frá Birni Bjarnasyni kemur.  Þessi tilbeiðsla er krúttlegt næstum því.

En ég er á því að Ingibjörg Sólrún hafi gert rétt þegar hún tók aftur ákvörðun sína með að vera áfram í pólitík.  Bæði af heilsufarslegum og pólitískum ástæðum.

ISG er ein af okkar merkilegustu stjórnamálamönnum. 

Ég kynntist henni fyrst í kvennabaráttunni og hún var kona valddreifingar og grasrótarsinnuð með afbrigðum, eins og við flestar á þessum dásamlega tíma. 

Betri borgarstjóra hafa Reykvíkingar ekki haft.  Hún innleiddi ný vinnubrögð í borginni, með gegnsærri og heiðarlegri pólitík.

En svo gekk hún í björg.  Ég áttaði mig aldrei á ISG eftir hún stökk með Samfylkinguna í stjórn með Sjálfstæðisflokk eftir síðustu kosningar og það án þess að láta reyna félagshyggjustjórnarmyndun.

Þá og síðan hef ég bara ekkert kannast við vinnulag þessarar konu.

Eftir stendur að ISG hefur verið mín fyrirmynd og fjölda annarra kvenna um margra ára skeið.

Ég óska henni góðs bata og bjartrar framtíðar.

Einkum og sér í lagi óska ég henni þess að uppgötva frelsið sem felst í því að átta sig á að ekkert okkar er ómissandi.

P.s. Ætli Moggann vanti tilfinnanlega blaðamenn?

Kommon, þeir týna molana frá BB og nota eins og um lærðar fréttaskýringar sé að ræða. 

 


mbl.is Björn óskar Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég er fegin fyrir hennar hönd, hún er búin að standa sig ótrúlega vel undanfarið þrátt fyrir erfið veikindi og slæm skot á hana. Nú verður hún að hugsa um sjálfa sig. Sendi henni mínar bestu óskir.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.3.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

No komment

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er hann ekki á leið ritstjórnarstólinn, þá verður ólíft á blogginu

Finnur Bárðarson, 9.3.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er viss um að þetta hefur verið hrikalega erfið ákvörðun en sú eina rétta í stöðunni.  Óska henni alls góðs.

Ía Jóhannsdóttir, 9.3.2009 kl. 10:29

5 Smámynd: Anna

Því miður lét hun Geir vaða yfir sig. Ég hélt á tíma að they were in love. Þegar ég sá kossamyndina að þeim tveim. Ég óska henni allt það besta. Við eru að missa her reynsluríka manneskju sem vildi vel.

Anna , 9.3.2009 kl. 10:31

6 identicon

Björn er einn af okkar ritfærustu mönnum. Ég vona sannarlega að hann sé á leið í ritstjórnarstólinn.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:40

7 identicon

Ég er sammála Önnu Björg varðandi það að Ingibjörg Sólrún lét hinn mjög svo ákvarðanatökufælna Geir Haarde vaða allt of mikið yfir sig. Ég óska þeim góðs bata í veikindum sínum, en sakna þeirra ekki úr pólitíkinni. Góður og kaldhæðinn brandari hjá Benjamín að óska eftir Birni sem moggaritstjóra, he, he, he. Hvað ætli yrðu margir áskrifendur eftir ???

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.