Sunnudagur, 8. mars 2009
Fíbblið ég
Ég er eins og margir meðbræðra minna og systra, ég á það til að láta ljúga mig fulla og sjá það sem ég vil sjá.
Ég missi reglulega dómgreind gagnvart mönnum og málefnum, hlusta ekki á rök og staðreyndir, bara velti um í minni blindni og heyrnarleysi eins og enginn sé morgundagurinn.
Skömm að þessu.
Ég ákvað einhvern tímann eftir að Bónus opnaði að Jóhannes og sonur væru af guðum sendir.
Ég hefði ekki viðurkennt það en mér fannst örla fyrir geislabaug á þessum hetjum öreiganna á myndum, en ég þorði ekki að fá það staðfest.
Maður vill ekki vera látinn í aðskorna treyju með óklæðilegum ermum ef nokkur kostur er.
Og þvert á allt sem ég las og heyrði um litla Bónus þá var ég staðföst í þeirri trú minni að þarna væri á ferðinni einhvers konar nútíma Hrói Höttur.
Þetta er auðvitað ógeðslega heimskulegt þar sem ég er vinstri kona og á að vita að Hróar eru ekki til nema í ævintýrum.
Ég fann hryllilega til með litla grís þegar Davíð og dómsveldið böggðu manninn stöðugt. Þennan ljúfa mann fólkisins sem vildi að við gætum borðar unnar kjötvörur á lágmarksverði.
Jafnvel eftir hrun var ég að reyna að réttlæta heimskuna í sjálfri mér, sem ég opinbera núna fyrir öllum sem lesa þessa síðu, það er nefnilega svo ári sárt að játa sig blekktan, aðallega af sjálfum sér eins og í mínu tilfelli.
En stundum langar mig að trúa því að fólk sé bara dísent og geri hluti af góðum hug fyrst og fremst.
En ég gleymi aldrei tilfinningunni sem greip mig þegar ég sá myndirnar innan úr snekkju þeirra hjóna, Jón Ásgeirs og Ingibjargar.
Það var eins og að komast í risherbergið þar sem málverkið hans Dorian Grey var á bakvið dúk.
Lúxusinn, óhófið, dekadensinn og sjálfsdýrkunin var sýnileg á hverri einni og einustu mynd.
Þarna fer fólk sem velur aðeins það "besta" (lesist: sem finnst ekkert nógu flott og fínt, dýrt og brjálað, þegar það sjálft á í hlut).
Mikið skelfing vildi ég að maðurinn hætti að kvarta, tæki ábyrgð og byrjaði á að leggja til peninga upp í hítina sem eftir hann og hina sukkbarónana stendur og okkur almenningi er ætlað að fylla í.
Jabb, þetta vildi ég sagt hafa og já, ég er fífl.
Skipulögð rógsherferð gegn fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Við létum flest blekkjast en ætlum sem betur fer flest að stuðla að hinu Nýja Íslandi. Þakka þér fyrir að deila þessari einlægu reynslu Jenný mín.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 22:42
Já það er sárt að viðurkenna að það sem maður trúði á var bara froða. Held þó enn í vonina um að pabbi gríssins sé Hróalegur að flestu leiti. En það er líklega bara óskhyggja.
, 8.3.2009 kl. 22:54
Þú sýnir sífellt hugrekki með skrifum þínum, sem og þessari játningu. Það eru ekki allir þeirri gæfu gefnir að geta viðurkennt eigin mistök og leitað betri leiða, en þú hefur gert það að list.
Kveðja af hliðarlínunni!
Hrannar Baldursson, 9.3.2009 kl. 00:57
Jenný mín, það eru fleiri fíbbl hérna...
Jónína Dúadóttir, 9.3.2009 kl. 07:26
Jónína: Hehe.
Hrannar: Takk fyrir falleg orð í minn garð.
Dagný: Ég ætla ekki að velta því fyrir mér einu sinni hvort sá eldri er betri eða verri. Vonandi er hann með betri siðferðisvitund en sonurinn.
Hilmar: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 07:58
Það nánast eina sem Dabbi sagði af viti í valdatíð sinni, var þegar hann kallaði Baugsfeðgana götustráka eða eitthvað þaðan af verra. Auðvitað er hægt að kalla Bakkabræður, Björgólfsfeðga, Ólaf Ólafsson, Hreiðar Má, Sigga einars og Gunnar Pál götustráka líka og það þarf ekki einu sinni að rökstyðja það frekar.
Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 08:25
Jæja já? Nú fyrst þú ert farin að tala einlæglega um samherja þína í pólitík, þá væri áhugavert að heyra hvað þér finnst um að Samfylkingin skuli hafa valið sjálfan bankamálaráðherra síðustu ára í fyrsta sæti sitt í prófkjöri helgarinnar. Ekki hefur þú legið á skoðunum þínum á umræddri ríkistjórn og illverkum hennar. Hvað finnst þér um „Nýju Samfylkinguna hf.“?
Kolbeinn (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 08:27
Kolbeinn: Veistu að ég er ekki í Samfylkingu en hef kosið hana að mig minnir einu sinni. Ég er mun vinstri sinnaðri en svo.
En ég get sagt þér skoðun mína, hún er einföld. Ég næ ekki upp í nefið á mér yfir að þessi afsögn Björgvins korteri fyrir kosningar skuli skila honum í 1. sætið. Skil ekki að fólk í flokknum skuli kjósa hann.
Hvað varðar uppröðunina í Reykjavík, þ.e. Jóhanna, ISG og Össur í ákveðnum sætum eftir fyrirmælum ISG, þá er það afskaplega ólýðræðisleg og á ekki að eiga sér stað.
Svarar þetta spurningunni?
Stefán: Á ekki að velta Gunnar Páli?
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 09:10
Fyrir síðustu kosningar hélt ég því fram við ýmsa stjórnmálamenn úr öllum flokkum að það yrði heimskreppa fyrir árið 2015. Allir litu þeir á mig eins og ég væri fífl og svöruðu því til að það gæti alls ekki gerst.
Einna best man ég eftir svari ISG þar sem hún benti á að hinir sterku íslensku bankar væru í höndunum á ungu fólki sem væri svo vel menntað að þetta gæti bara ekki gerst, og benti líka á að menn eins og Bónus feðgar væru menn sem hægt væri að treysta og hugsuðu meira um hag þjóðarinnar heldur en sinn og og lauk síðan máli sínu með að ég ætti ekki að hlusta svona mikið á Davíð.
Með henni á þessum fundi var Guðbjartur Hannesson sem leiðir samfylkinguna í NV kjördæmi og tók í sama streng að það ætti alls ekki að hlusta á Davíð og vænisýkina í honum, en málið var ég var ekkert að hlusta á Davíð heldur bara að nota heilbrigða hugsun á það sem ég sá.
Ég tek það fram að aðrir stjórnmálamenn og flokkar voru ekkert skárri þó svo að þeir hafi kannski ekki minnst svona mikið á Davíð. Og ég tek líka fram að mín skoðun er sú að Davíð hefði betur sleppt því að fara í seðlabankann bæði sín og okkar vegna, en ég efast samt um að staðan væri eitthvað betri þó svo hefði verið.
Þannig að Jenný það eru fleirri sem þurfa að fara í naflaskoðun en þú .
Einar Þór Strand, 9.3.2009 kl. 09:19
Jú Jenný, það ætla ég svo sannarlega að vona að meirihluti VR-félaga sé það viti borið fólk, að það felli Gunnar Pál.
Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 09:22
Stefán: Af hverju ætli það stafi að gjörðir hans í kaupþingsstjórn séu ekki til umræðu meira en er? Þöggun?
Einar Þór: Takk fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 09:26
Ég heiti Hrönn og ég er fíbbl!!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2009 kl. 09:45
Ég heiti Ásthildur Cesil og ég er fíbbl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.