Leita í fréttum mbl.is

Þvottahegðun móður minnar

 þvottavél

Svona í tilefni dagsins og allt það.

Þá man ég eftir þvottadögunum hennar mömmu minnar (og ömmu líka reyndar) þegar ég var barn.

Mamma  með sex stelpur (síðar kom einn strákur og enn ein stelpa svona til að bæta við verkefnin) átti þvottadag á hálfsmánaðar fresti.

Á þeim dögum fór hún í þvottahúsið í kjallaranum og sást ekki meira daginn þann nema til að koma upp og fá sér kaffibolla.

Ég man að hún fór í stígvél og var frekar vígaleg í gallanum svona miðað við fíngerða persónu sína.

Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tímann beðið um hjálp, nema þá kannski að við ættum að líta eftir með þeim yngri á meðan á kjallaradvölinni stóð, en þarna stóð hún og þvoði í þvottavélinni, skolaði og vatt með rafmagnsvindu, hengdi upp og straujaði.

Forleikurinn að þvottadegi var að leggja í bleyti.

Þetta telur ekki með allan þvottinn sem hún þvoði í höndunum á milli þvottadagana.

Og hún elskaði að þvo, og hún vissi ekkert betra en að geta hengt út á snúru, vegna lyktarinnar sem kom í tauið.

Ég bjó ekki hjá foreldrum mínum en var þar eins og grár köttur.

Ef ég kom í hvítum eða ljósum fötum mátti stilla klukkuna eftir þeirri staðreynd að hún reif mig úr peysu eða treyjum sem voru ekki nógu "bragglegar" og svo lagði hún í klór og þvoði eftir kúnstarinnar reglum og flíkin varð betri en ný.

Svo straujaði hún og henni fannst það líka skemmtilegt.

Hún straujaði taubleyjur og viskustykki, ésús minn á galeiðunni!

Svo kom sjálfvirka þvottavélin.

Sem var ekki sjálfvirkari en svo að það þurfti konu til að setja í hana, starta henni og hengja úr henni.

En nú eru breyttir tímar.

Karlmenn þvo eins og mófóar vænti ég.

Eða hvað?


mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hlýtur að vera........

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegar svona minningar

Sigrún Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:58

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég man líka eftir þessum þvottadögum, góðar minningar.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.3.2009 kl. 19:30

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég þvæ minn þvott og hef gert lengi. Ég tel það til karlrembu að vilja ekki koma nálægt þeim störfum sem voru ranglega sögð kvennastörf á árum áður.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Minn spurði mig í dag hvernig ég setti mýkir í þvottavélina og kemur það nú ekki til að góðu að hann er farinn að setja í vél þessi elska.  Ég á svolítið erfitt með að gútera þetta ástand en verð víst að gera það alla vega í bili. 

Ía Jóhannsdóttir, 8.3.2009 kl. 20:11

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Minn maður sér um þvottinn á okkar heimili, sonur minn var einu sinni að fara þvo og spurði "Mamma hvar ýtir maður á play?"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.3.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband