Leita í fréttum mbl.is

Djöfullinn danskur

Kaupþingsmenn flýja segir Mogginn.

Ég segi; Só?

Mér sýnist þessir menn sem hætta nú í kippum vera í svona 2007 deildum.

Eins og "eignastýringum", "áhættufjárfestingum" og öðru sem bara getur ekki verið mikið að gera í.

Þar sem höndlað er með hlutabréf, svo ég taki dæmi um eitthvað sem er mér álíka framandi og matarvenjur á Galapagos, þá getur varla verið brjálað að gera.

Engir jardar að koma í hús, engar kúlur að rúlla inn með viðeigandi bónusum í vasa gulldrengjanna.

Nær væri að ætla að vinnan sé svona ámóta spennandi fyrir þessa menn og að líma inn sparimerki.

Man einhver eftir þeirri plágu?  Sko sparimerkjunum?

Svo hef ég heyrt að bankastjóri NÝJA-Kaupþings sé akkúrat maður, vilji hafa hlutina á ákveðinn máta.  Að hann skynji og skilji nýja tíma.

Þannig að ég vona að þessum sjálfhættu mönnum farnist vel á nýjum vettvangi.

Ég sá að einn bloggvinur minn var að fabúlera um hvað væri 2007.

Einhver benti á að það væri 2007 og kaupa flott hús í grónu hverfi, rífa það og byggja frá grunni.

Í mínum huga er samt ekkert meira 2007 en að hafa vinnu og fá borgað fyrir hana.

Í dag er ég nefnilega svartsýn.

Ég hefði átt að vera duglegri með sparimerkin.

Djöfulinn danskur.


mbl.is Kaupþingsmenn flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hver man ekki eftir sparimerkjunum.  Líka rauða leðurklædda sparibauknum frá Landsbankanum sem reglulga var tæmt úr inn á sparisjóðsbók.  Hvað maður var montin þegar upphæðin hækkaði jafnt og þétt í bókinni.  En hvað varð svo um alla þessa peninga okkar.  Þeir hurfu með verðbólgunni. 

Annars er ég bjartsýn í dag.  Sendi þér smá af henni yfir hafið með kveðjum inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 5.3.2009 kl. 10:07

2 identicon

Í mínum huga er gamla-Kaupþing rotnasta fyrirtækið sem bruðlaði með fé almennings í ,, góðærinu ". Þarna virðast hafa stjórnað algjörlega siðlaust fólk í æðstu stöðum og notið velvildar víða í siðlausum gjörningum sínum, m .a. hjá núverandi formanni VR, sem ég vona að VR- félagar séu ekki að kjósa núna. Ef salan á Kaupþingi í Luxemborg gengur í gegn núna, þá lokast algjörlega á allar upplýsingar um falda og stolna féð sem kvótakóngar og aðrir slíkir arðræningjar hafa falið þar með hjálp starfsfólks gamla-Kaupþings.   

Stefán (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:10

3 Smámynd: Anna

Flott Stéfán alveg sammála. Þeir flúðu vega skítalyktar. Finna ekki allir lyktina sem angar um alla bæ. Sem lekur úr spillingabankanum Kaupþing. Þar sem þeir stálu 3.000.000 milljónir af sparifé bróður minns. Síðan buðu þeir honum 300.000 þúsundur í sárabætur. Ég vona að þeir verið lokaðir inn sem lengst þessir menn. 

Hvessvegna almenningur er ekki farin að kæra bankanna, skil ég ekkert í. Þeir afsaka þetta með hruninu og G.Brown. Davíð O. sagði að Brown setti Hryðjuv. lögin á Landsbakann ekki Kauðþing

Þetta var og er þjófnaður.

Anna , 5.3.2009 kl. 13:15

4 identicon

Ég er alveg viss um það Anna, að ef við byggjum í siðuðu þjóðfélagi og án bláu handarinnar, þá sætu margir yfirmenn frá gamla-Kaupþingi bak við lás og slá. Reyndar einhverjir frá hinum bönkunum líka. Þetta fólk er bara skítapakk.  

Stefán (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.