Leita í fréttum mbl.is

Dragðu eitthvað gamalt yfir þig

Ég held að innbrotsþjófar upp á gamla mátann séu að koma sterkir inn hjá okkur Íslendingum.

Ég er að hugsa um að bjóða þeim að gjöra svo vel, jafnvel hita handa þeim kaffi, ef þeir kíkja við hjá mér.

En Armani klædda siðblindingja og stórþjófa á að setja á bak við lás og slá.

En hvað haldið þið?

Ég hef hugsað um dauðann í dag, mestan part.

Kallið mig klikkaða (þú ert klikkuð) en ég dett stundum í það að velta fyrir mér dauðanum.

Í dag var ég eitthvað að pæla í því hvort við gætum ekki haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum næstu tuttugu ár eða svo (já ég veit, alltof hógvær) og þá rann upp fyrir mér að ég gæti kannski verið dáin eftir tuttugu ár.

Og þá fór ég að fabúlera með hvort ég myndi kannski kjósa í síðasta sinn í næst komandi kosningum.

Og ég var alveg intúit sko, vöknaði um augu og allt.

Sá alveg fyrir mér heim án Jennýjar Önnu og hann var ekki burðugur get ég sagt ykkur.

Svo sviðsetti ég mína eigin jarðarför í snarheitum.

Þar var ekki þurr þráður á nokkrum manni.

Ekkasogin hljómuðu um miðbæinn í nokkurs konar búsáhaldarbúgga, nema ögn angurværari.

Já það var jarðsett í Dómkirkjunni.

Svo mundi ég að ég er trúlaus varðandi kirkjusiði og færði því partíið  yfir í Hljómskálagarðinn þar sem sólin skein, það var sumar og mér var dreift yfir blómin að viðstöddum forseta vorum.

Þá mundi ég að ég get ekki haft forsetann, hann er úr tísku.

Þá ákvað ég að gefa ekki tommu eftir.  Ég ætla að lifa næstu þrjár alþingiskosningar aularnir ykkar og ekki orð um það meir.

Og í allar þær þrjár ætla ég að vinna tventíforseven við að halda íhaldinu frá völdum.

Já og Framsókn líka.  Mikið djöfull sem ég er orðin þreytt á stælunum í þeim og kikkinu sem þeir fá við að gera sig gildandi.

Og þú þarna fyrrverandi Kaupþingsbankastjóri.

Dragðu eitthvað gamalt yfir þig.

 


mbl.is Afskrifuðu ekki tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég var komin með kökk í hálsinn þegar þú varst komin á flug með ótímabært fráfall þittt. Hresstist öll þegar ég las lengra og ætla barasta að lifa með þér að minnsta kosti þrjár næstu kosningar. Er sko til í að lifa endalaust til að kjósa hvorki Íhaldið né Framsókn.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha á þínum legstein mun standa: Hún lifði fyrir sjálfstæðisflokkinn!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 21:25

4 identicon

"Svo sviðsetti ég mína eigin jarðarför í snarheitum.

Þar var ekki þurr þráður á nokkrum manni.
"

Agalegur klaufaskapur hjá þér að sviðsetja jarðarförina í rigningu - meira að segja í draumi :)

Gulli (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:34

5 identicon

oohhh mamma krútt. Meðvirk en samt krútt.

sara (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott markmið....ég stend með þér

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:58

7 Smámynd: Hlédís

Góð ástæða til að tóra Lengi! Ansi gott hjá Hrönn: "Hún lifði fyrir sjálfstæðisflokkinn!"

Hlédís, 5.3.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Þar sem ég hef nú ekki náð að kynnast þér persónulega í lifanda lífi ætla ég að leyfa mér það að vona að eitthvað sé til að taka við þegar við yfirgefum þessa jarðvist. Þá ætla ég að panta það að fá að hitta þig og kynnast þér almennilega. Er alveg viss um það að það er hægt að eiga skemmtilega daga með þér í algjöru dramakasti. Vona samt að það séu alla vega 3 kosningar þangað til.

Helga Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 00:13

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er að gera mitt (og tel það skyldu mína sem þjóðfélagsþegn í þessu landi) að koma Sjálfstæðisflokknum frá. Það er öruggleg orðið svolítið fúlt loftið í Valhöll síðbúnu afsökunarropinu, en það er nú ekki hægt að sparka og sparka og segja svo bara einn daginn "afsakið" og má ég ekki bara stjórna!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 00:47

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sko sjáðu nú til

Hljomskó er sko flottur staður.  Steindauður getur maður horft á elskendur sitja á bekk og lesa um Glaubæ og spyrja sitthvort annað um hvað þetta lið þar hafi verið að pæla.

TIL HVERS Í ANDSK HAFI ÞEIR KVEIKT Í PLEISINU  og gert það að steindauðu safni for kræing át lád.

Altso, þú vilt meig ekkert með í djammið við að stjórna þessu snargeggjaða psyko liði sem virðist vera að hreiðra um sig allstaðar?

Ég og nokkrir aðrir GÓÐIR íhaldsmenn getum alveg rekið búlluna með svona þremur alvöru þjóðernisKommum. 

Þessar uppþornuðu treehugging mussu kerlingar eru out, nenni þeim pakka ekki lengur en svona mellow dömur eins og hún Svavarsdóttir gæti alveg tekið Argentíkan Tangó við sólarupprás í Hljómskó.

Annars

rock on í í það minnsta fjórar kosningar.

mibbó

heldur í það sem hald er í en hendir hinu

Bjarni Kjartansson, 5.3.2009 kl. 01:14

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert klikkuð

Jónína Dúadóttir, 5.3.2009 kl. 06:16

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónína: Sömuleiðis.  hehe.

Bjarni: Þú ert krútt.

Jóga: I love you.  Let´s do it.

Helga: Við eigum eftir að mála einhverja staði rauða og drekka kaffi undir drep (nú eða te).

Hlédís: Hehe

Sigrún: Gott að ég er ekki ein að þjást.

Sara: Meðvirk?  Ég?  Múhahaha.

Gulli: Hver minntist á rigningu?

Hrönnsla: Þá geng ég aftur.

Helga: Stefnum að eilífu lífi fyrir almúgann.  Höldum íhaldinu (nema Mibbó auðvitað) frá völdum.

Linda: Takk sömuleiðis.

Ragna: Þetta var fallega sagt og sömuleiðis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband