Leita í fréttum mbl.is

Nýir tímar - nýir siðir

Í kjölfar hrunsins mikla er ekkert eins og það var.

Grunnkröfur búsáhaldabyltingarinnar hafa verið uppfylltar.

Í viðtengdri frétt er talað um að mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér gæti orðið í komandi kosningum.

Ég segi nú bara að ef fólk er ekki búið að átta sig á að gamla hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er mannfjandsamleg þá er það sama fólk sennilega heillum horfið.

Og af því að ekkert er sem fyrr þá vill ég sjá ný vinnubrögð í kosningum, nýja möguleika.

Ég vil vita að hverju ég geng.

Ég reikna með (og ætlast til af minni alkunnu hógværð) að félagshyggjuflokkarnir (Framsókn?) stofni kosningabandalag og gangi þar með bundnir til kosninga.

Kerfið sem hefur verið við lýði er eins og að bjóða kjósendum að taka þátt í happdrætti.

Miði er möguleiki.

Þú kýst mig og færð mögulega þá stjórn sem þér hugnast.

En jafn líklegt er að þú fáir stjórn sem gengur þvert á vilja þinn og lífsgildi.

Þetta er engum bjóðandi og nú viljum við breytingar.

VG og Samfylking hljóta að uppfylla þessa kröfu.

Svo og ný framboð sem eiga mögulega eftir að koma fram.

En hvað gerir Framsókn?

Stendur sú gamla drusla fyrir happadrættinu í ár eða er hún komin til byggða?

Tjuss.

 


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitum aldrei hverjir fara í stjórn  eftir kosningar ... þennig hefur þetta alltaf verið... happadrætti ... vonum bara að það verði eitthvað atvinnulíf hér eftir kosningar (þúsundir fyrirtækja tæknilega gjaldþrota) því án þess kemur ekkert í hinn sameiginlega sjóð okkar allra sem hefur að vísu verið misvel útdeilt úr ef svo má að orði komast ... óttast svolítið að VG hindri ný atvinnutækifæri t.d. á orkusviði en e.t.v. bara misskilningur hjá mér?

Ólafur M. (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei Jenný....aðalkrafan er enn óuppfyllt.

Við viljum breytingar á kosningalögum og stjórnlagaþing. Það er algjört skilyrði til þess að við fáum raunverulegar umbætur í þessu landi. Allt annað er ávísun á sama óréttlætið

Heiða B. Heiðars, 4.3.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða: Persónukjörið er á dagskrá Alþingis í dag.

Ég tel að það verði að fara í gegn.

Svo þarf að breyta stjórnarskrá á stjórnlagaþingi.

Auðvitað.

Ólafur: Ég tel að VG hafi staðið sig frábærlega á þessum tíma sem þeir hafa verið í stjórn.  Held ekki að þeir muni hindra framgöngu góðra mála.  En nb. þá vill ég ekki láta nauðga náttúrunni fyrir skammtímamarkmið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var að fá þetta í pósti...vekur ekki miklar vonir um þetta frumvarp.  Og eru formenn flokkanna búnir að fá úr því skorið hvort það eru 2/3 hlutar atkvæða sem þarf til að frumvarpið fari í gegnum alþingi eða ekki??

Ef það er enn óljóst þá er þetta bara jók.  Hvernig ætla menn að ná niðurstöðu?

 Góðan dag.

Ef þetta frumvarp - þetta mikilvæga skref í átt til aukins
lýðræðis - á að ná fram að ganga, þarf mikinn þrýsting. Sjálfur
tel ég að í raun séu allir flokkarnir áfram um að ekkert verði úr
þessu. Þeir hræðast allir aukin áhrif almennra kjósenda.

http://www.althingi.is/altext/136/s/0622.html

Hugur flokkanna stendur ekki til þess að efna loforð sitt. Loforð sem
ætlað var að sefa og svæfa búsáhaldabyltinguna. Með góðum
árangri.

Kveðja,

P. S. Maður sem er á leið út úr pólitík er látinn flytja
frumvarpið, Lúðvík Bergvinsson

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 10:54

5 identicon

Frumvarpið er lagt fram af einlægni af þingflokksformönnum flokkana. Það er þingmeirihluti fyrir frumvarpinu og líklegast að sjálfstæðismenn sitji hjá. ... as usual

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vonandi vonandi ovg vonandi...er það rétt hjá Gísla. En ég er hætt að halda í vonina og hlusta á fagurt orðskrúð..og horfi nú bara blákalt á staðreyndir og læt verkin segja mér.....það ruglar mig minnst eins og staðan er núna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 11:20

7 identicon

Get ekki verið sammála því að kröfum búsáhaldabyltingar hafi verið mætt. Við þurfum líka að skipta um fólk í forystu flokkanna þ.m.t. Samfylkingar sem gjörsamlega svaf á verðinum eins og aðrir. Þar hefur aðeins 1 axlað ábyrgð og sagt af sér.  Ekki nóg með það heldur ætlar fársjúkur formaðurinn að halda sem fastast í sitt.  Það er kominn tími til að ISG dragi sig í hlé þar sem hennar "mission" er lokið. Búin að koma Davíð frá sem þörf var á og Geir stiginn til hliðar líka enda veikur eins og hún. Ég ætla rétt að vona að kjósendur allra flokka sjái sóma sinn í því að kjósa inn NÝTT fólk í komandi prófkjörum. Annars heldur byltingar bara áfram með tilheyrandi látum.  Ég segi ekki "Guð blessi Ísland" heldur "Áfram Ísland" og ekkert Evrópusamband, því það mun þýða áframhaldandi kúgun.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:36

8 identicon

Maður, sem ég þekkti eitt sinn sagði, að þegar venjulegt alþýðufólk væri að kjósa íhaldið, minnti það sig á mann, sem stæði ofan á steini sem hann væri að reyna að lyfta. Nokkuð góð samlíking. En ég held við verðum varðandi breytingar á þjóðfélaginu að horfast í augu við að það eina sem virkar er að leggja alla stjórnmálaflokka niður, leggja þingið niður og kjósa ráðherrana beint. Síðan verði stjórnarskráin endursamin og tilgreint þar hverskonar mál skuli leggja fyrir þjóðaratkvæði. Takmarka verulega vald ráðherranna og færa valdið beint til fólksins. Fulltrúa"lýðræðið" svonefnda er það sem hefur komið okkur í koll og leitt okkur sem samfélag í ógöngur.

Molester (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:37

9 Smámynd: Anna

Nauðsýnlegt er að við fáum að kjósa menn og einning að við fáum að kjósa til stjórnlagaþýngs. Þeir þingmenn sem munu mótmæla því eru þeir sem vilja hala áfram sömu stjórnarháttum í landinu. Gleymum ekki að stór hluti þingmanna fengu fyrirgreiðslur hjá bönkunnum. Og munu þeir verja hagsmuni sýna í einu og öllu. Einnig unnu þessir menn fyrir auðmenn landsins.

Anna , 4.3.2009 kl. 13:39

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Það má deila um áskjósanlegasta stjórnkerfið, stjórnlagaþing, og breytingar á kosningarlögum . Allt þættir sem mér finnst vert að endurskoða.

Ekkert verður sem áður ? Vona það svo sannarlega Jenný. Og vissulega er kominn tími á stjórn sem hefur hagsmuni almennings og félagshyggjunna að leiðarljósi.

Búsáhaldabyltingin hefur skilað sínu ? já í bili.

Hafi sú bylting kennt okkur eitthvað, þá er það að fólk getur haft áhrif, láti það til sín taka.

Mín von og krafa er að " ekkert verði sem áður " En helst á þann hátt að fólk fari að vakna til vitundar um mátt sinn. Vakna til vitundar um að með samtakamætti sínum búi það yfir afli sem fellt getur stjórnir og klíkur sem allt vilja gleypa í anda græðgi og spillingar.

Nú hættum við að éta það sem úti frýs í boði frjálshyggjunnar.

hilmar jónsson, 4.3.2009 kl. 14:41

11 Smámynd: Einar Indriðason

Ehum.  Afskiptasemin alltaf í mér.  En, NEI, þú vilt *EKKI* fá Framsóknarflokinn inn.  Þeir mega, alveg eins og D, hvíla í amk EITT kjörtímabil (heilt), og helst lengur.

Einar Indriðason, 4.3.2009 kl. 16:42

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég trúi því að bæði VG og Samfylking geti náð saman um að ganga bundin til kosninga. Veit ekki um Framsókn, hvað þá nýju framboðin sem ég efast reyndar um að nái miklu árangri.

Svala Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband