Leita í fréttum mbl.is

Karlasamfélagið sökkar

 v

"Niðurstöður mælinga fyrirtækisins Creditinfo sýna að 78% viðmælenda í fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva á síðasta ári voru karlmenn en tæplega 22% voru konur. Alls var rætt við 1475 karlmenn og 454 konur."

jakkaföt

Ég er komin með hundleið á karlmiðuðum gildum, gildum sem hafa komið okkur á kúpuna.

Heimi sem stjórnað er af jakkafötum sem hafa fengið þá hugmynd í hausinn að þeir séu guðs gjöf til þjóðarinnar, já heimsins alls.

Hið karllæga samfélag hefur beðið skipbrot og búmmi og bangi.

Það versta er þó að því er haldið fram fullum fetum að jafnrétti ríki.

Svo eru þeir sem halda því fram að konur komist alveg áfram ef þær vilja!

Bara spurning um að hafa sig í frammi sko, rolurnar ykkar. 

Halló, rosalega erum við þá margar sem viljum ekki.

Reyndar hafa konur viljað breyta forgangsröðuninni í þjóðfélaginu lengi.

Hver skilur þá pólitík að það skuli vera helmingi betur launað að telja peninga heldur en að kenna börnunum okkar og gæta þeirra?

Bara svo ég taki eitt lítið dæmi.

Nú legg ég til að konur og karlar leggist á eitt við að breyta gildismatinu í þjóðfélaginu.

Látum sukk undanfarinna ára verða minni eitt.

Högum okkur eins og fólk.

Vitið þið að það gerir mig brjálaða að sjá hversu langt við erum frá jafnrétti í raun og ég fæ nett sjokk þegar ég sé svona statisíkk.

Samt eru þetta engar fréttir fyrir mig.

Við konur erum helmingur þessa þjóðfélags.

Hvernig væri að við létum þessu rugli lokið hérna og hættum að bíða eftir að strákarnir hleypi okkur að.

Ég held að við séum búnar að dingla á okkur augnahárunum í endalausri bið alveg nógu lengi.

Damn, damn, damn.


mbl.is 78% viðmælenda ljósvakamiðla karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lastu Vanity Fair greinina um Ísland, var smá kafli þar um jafnrétti kynjana á Íslandi. Ansi áhugavert sjónarhorn sem þar kom fram! Fékk mann til að staldra aðeins við og melta málið.

ASE (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það hafa nú alltaf verið konur sem hafa komið mér á kúpuna...

Óskar Þorkelsson, 3.3.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góð og hressileg áminning. Ef við tökum t.d. Þóru Kristínu sem að er á mbl.is ég held að þetta gildi um hana líka. Hún tekur miklu fleiri viðtöl við karla heldur en konur.

Veit ekki hvort að ég sé að halda því fram að konur séu rolur þó ég hafi þá skoðun að konur þurfi að stíga oftar á stokk og kveða sér hljóðs.

Hef ekki trú á að þetta sé eitt stórt samsæri. Það er mjög lítið af jakkafatagengi meðal blaðamanna. Þeir eru flestir konur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.3.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnlaugur: Þegar ég tala um jakkaföt þá er ég að meina hugmyndafræði.

Óskar: Ég hef ekki húmor fyrir þessu.

ASE: Á eftir að lesa hana.  Takk fyrir að minna mig á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 00:28

5 identicon

Af hverju eru bara 25% bloggara konur?

Doddi D (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Ungum konum gengur bara mjög vel.

Ég er nokkuð viss um að kynjahlutfallið á aldrinum 0-35 sé nokkuð jafn, þó svo það skipti engu máli.

Síðan virðist þú vera að tala fyrir allar konu.

Ég ekki svo viss um það að þú getir talað fyrir hönd allra kvenna á Íslandi.

Klofstikkið skipt engu máli í nútíma þjóðfélagi.

Nú ert þú partur af gömlu kynslóðinni, ólst upp á tíma sem misrétti var normið.

Ég er partur af Vigdísar kynslóðinni og trúðu mér, þegar ég segi þér að kynjahlutverk eru búið spil hjá nútíma fjölskyldum.

Baldvin Mar Smárason, 4.3.2009 kl. 01:32

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kynja-jafnrétti fyrir lögum er staðreynd á Íslandi að mestu, en ekki kynja-jafnræði. Það er oft sagt drýgindalega., bæði af körlum og konum, að konur ráði því sem þær vilja ráða. Það er ekki satt held ég. Konur ráða yfirleitt því sem þeim er leyft að ráða.  Konur þurfa oftar að sækja rétt sinn en karlar og þær þurfa að hafa sig allar við ef þær eiga að fá að ráða til jafns við karla. - Jafn lagaréttur réttur tryggir ekki jafnræði.  Kvennlæg gildi eru ekki álitin jafn veigamikil við stjórnun og karllæg gildi. Kvennlæg gildi gildi eru oftast talin eiga best við "mjúku málin", og gildishlaðnari klisju er varla hægt að finna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.3.2009 kl. 02:39

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innlitskvitt

María Guðmundsdóttir, 4.3.2009 kl. 06:49

9 identicon

Kvóta á þetta, tryggja að a.m.k. 50% viðtala í fjölmiðlum séu við konur, síðan 10% allra viðtala verða að vera við Pólverja, helmingur þeirra að sjálfsögðu við pólskar konur. Tælendingar verða að sjálfsögðu að fá sinn skammt, ellilífeyrisþegar, börn, unglingar, listamenn, bændur, einfættar konur í hjólastólum. Það verður að reikna út öll þessi hlutföll og sjá til að allir fái nákvæmlega þann skammt af viðtölum sem passar hlutfalli þeirra í samfélaginu. Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi.

Gulli (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 07:58

10 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta eru sláandi tölur og í raun óþolandi.  Ég hef ítrekað bent á að bæði launajafnrétti og það sem hér er fjallað um endurspeglar það að konur bera ennþá mun ábyrgð á heimilis og uppeldi barna.  Foreldrajafnrétti og launajafnrétti mun haldast í hendur.   Þegar kynin bera jafna ábyrgð á heimili og börnum þá sækja kynin á sömu forsendum fram á vinnumarkaði.  Því miður er það ekki svo í dag og því er t.d. launamunur kynjanna viðvarandi.

Gísli Gíslason, 4.3.2009 kl. 08:58

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir þátttöku í umræðunni.  Jafnréttismálin eru brennandi mikilvæg á nýju Íslandi.

Baldvin Mar: Þú segir;Ég er partur af Vigdísar kynslóðinni og trúðu mér, þegar ég segi þér að kynjahlutverk eru búið spil hjá nútíma fjölskyldum."

Fyrirgefðu en ég skil ekki alveg hvernig þú færð út þessa niðurstöðu.  Líttu á statistikina, hún talar sínu máli.

Gulli: Fólk eins og þú stendur umræðunni fyrir þrifum.

Gísli: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 09:59

12 identicon

Auðvitað stendur fólk eins og ég umræðunni fyrir þrifum - það er einmitt tilgangurinn, að koma í veg fyrir heimskulegar kvótasetningar og sýna fram á fásinnu þess að m.a. viðtöl í fjölmiðlum eigi að vera 50/50 skipt eftir kynjum. Það er ekki jafnrétti - það er kvótasetning sem þjónar engum tilgangi öðrum en að uppfylla einhverja óskhyggju um tölfræði.

Lokaorð þín í sjálfu blogginu eru hins vegar nákvæmlega það sem ég sjálfur vil sjá:
"Hvernig væri að við létum þessu rugli lokið hérna og hættum að bíða eftir að strákarnir hleypi okkur að.
Ég held að við séum búnar að dingla á okkur augnahárunum í endalausri bið alveg nógu lengi.

Þetta er nákvæmlega eina leiðin til að konur (eða aðrir "minnihlutahópar")  fái fram það sem þær vilja - hætta að sitja á rassgatinu og bíða eftir að einhver komi og rétti hluti upp í hendurnar á þeim af því það væri svo "sanngjarnt". Heimurinn virkar ekki svoleiðis - ekki einu sinni meðal kvenna, ef þú ekki berð þig eftir björginni þá hreinlega svelturðu. Kvótasetningar eru engum til góðs, allra síst þeim sem komast að vegna hennar.

Gulli (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:15

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var ekki að grínast Jenný hvort sem þér líkar betur eða verr..

Óskar Þorkelsson, 4.3.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband