Leita í fréttum mbl.is

Brotnar forsendur

Seðlabankafrumvarpið verður tekið til þriðju umræðu í dag og ég ætla að fylgjast með.

Svo er það afgreitt.  Tékk, tékk.

En ég var að blogga í gær um frestun á launahækkun fyrir hinn almenna launamann.

Forsendur brotnar og þá verður ekki af henni.

Nú var ég að lesa um vaktaðan bílakjallara í Faxafeni sem Hannes Smárason er skráður fyrir og mun hafa að geyma glæsibifreiðar fyrir hundruð milljóna króna.

Eigendur bifreiðanna munu vera Hannes sjálfur, Jón Ásgeir og Þorsteinn M. Jónsson.

Ég verð orðlaus, reið og það misbýður réttlætiskennd minni að það megi ekki hrófla við eigum sukkbarónanna á meðan enginn skirrist við að ráðast á þá sem ekkert hafa til að láta í púkkið.

Ef talað er um að frysta eigur þeirra sem stærstu sök eiga á því hvernig fyrir okkur er komið kemur falski mannréttindakórinn og veinar um brot á eignarrétt.

Það er búið að brjóta eignarrétt fólks í þessu landi sem nú missir hús og vinnu vegna bankahruns.

Þessi mannréttindakór þegir þunnu hljóði þegar eignaupptökur á eigum almennings eiga sér stað af því fólk getur ekki lengur borgað vegna breyttra forsenda.

Á að ræða þetta frekar?

Nebb, kyrrsetjum eigur þessara manna svo geta þeir fengið þær aftur þegar og ef þeir eru eins blásaklausir og þeir vilja vera láta.

Manni er farið að þyrsta í réttlæti.

En Seðlabankinn er málið í dag.

Mikið skelfing er ég orðin þreytt á því máli.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir illa fengnu lúxusbílar eru einmitt tilkomnir vegna frjálshyggjustefnu Davíðs Oddssonar og fylgisveina hans sem boðuðu óheft viðskiptafrelsi sem svo endaði með heimsfrægum ósköpum. Land vort er nú sokkið í skuldafen sem ekki sér fyrir endann á, en sem betur fer sér nú loks fyrir endann á valdaferli skaðræðis einræðisherra.   

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:55

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessi skrif. Ég held að kornið sem fyllti mælinn hjá blessuðum fjármálaráðherranum hafi verið þegar hann réði til starfa mann sem hefur fengið ákærur fyrir fjádrátt og vanrækslu í starfi. Hvar átti að taka til? Í búrinuheima?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.2.2009 kl. 11:00

3 identicon

Réði Davíð yfir öllu fjármálalífi heimsins, víðar vandræði en hér. Það eru útrásarkjánarnir sem eru aðal sökudólgarnir þ.m. Jón Ásgeir vinur Samfylkingarinnar

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband