Leita í fréttum mbl.is

Hvar er réttlætið?

Það þarf að spara.  Draga saman.  Skera niður.

Og hvar byrjar maður?

Jú, við frestum launahækkun sem átti að taka gildi 1. mars fyrir almenna launþega.

Sniðugt.

En lágmarkslaun verða hækkuð úr 145 upp í 157 þúsund krónur þannig að það sé ekki verið að slíta sér út allan guðslangan daginn fyrir minni peninga en atvinnulausir fá á mánuði, sem er reyndar skammarlega lág upphæð og þeir verða ekki feitir af, svo sú skoðun mín sé alveg á hreinu.

Ég viðurkenni auðvitað að hafa ekki mikið vit á svona málum. 

Eflaust er það rétt að atvinnuveitendur sem eru að upplifa samdrátt á alla enda og kanta hafi ekki getað staðið undir launahækkunum við þessar aðstæður.

Ókei, ég skil það svo langt sem það nær.

En hvernig á fólk að lifa af þessari upphæð, nú þegar verðbólgan er tæp 18%, öll nauðsynjavara hefur hækkað um heilan helling?

Fólk með börn á framfæri t.d. hvaða göldrum á það að beita til að láta þessa smánarupphæð duga til heimilisreksturs?

Er einhvers staðar meitlað í fjandans stein að höggva skuli þar sem síst skyldi ávalt og ævinlega?

Ég verð hvínandi fúl og reið þegar ég hugsa um að enn er fullt af fólki á allt of háum launum við nýju ríkisfyrirtækin (já ég er m.a. að tala um bankana).

Ég vil sjá að þeir sem meira hafa umleikis gangi á undan með góðu fordæmi.

Þá fyrst skal ég kyngja frestun á launahækkun hjá þeim sem lægstu launin hafa.

Hvar er réttlætið á þessu guðsvolaða landi?

Ég sé að súpueldhúsin eru að koma sterk inn.

Djöfulsins aumingjar sem komu þjóðinni á þennan stað.

Arg.


mbl.is Samið um frestun kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Réttlætið er ekkert, ég er sem betur fer útsjónasöm og sparsöm húsmóðir.  En ég þoli varla meiri skerðingu, vegna hækkandi afborgana og hækkandi matarverðs. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er hryllilegt og hefur verið það lengi.  Að meðallaunataxtar skuli ekki duga fyrir framfærslu er til háborinnar skammar.  Hvað þá lægstu taxtarnir og almanna tryggingabætur sem festa fólk í fátæktargildru til eilífðar.

Sigrún Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 01:16

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú er alltaf jafn frábær kona góð.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 26.2.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er auðvitað langauðveldast að ráðast á þá sem eru veikastir fyrir og geta ekki varið sig...

Jónína Dúadóttir, 26.2.2009 kl. 06:17

5 identicon

Auðvitað eiga engir ríkisstarfsmenn að hafa hærri laun en forsætisráðherra að mínu mati. Ríkið á svo að hvetja til hækkunar lægstu launa með því að hækka lægstu laun sem þeir greiða, atvinnuleysisbætur og aðra styrki.  Þá neyðast atvinnurekendur að hækka lægstu laun líka. Ef atvinnurekstur getur ekki borgað hærri laun en 150 þús á hann ekki að eiga rétt á sér.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 07:01

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með Írisi....

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2009 kl. 09:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott innlegg hjá Írisi, hvað með brostna forsendu fyrir starfsloka og eftirlaunasamningum þeirra háu þarna uppi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 09:35

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ætli það hafi heyrst af ástandinu sem þjarmar að fólkinu hér í neðra þangað upp upp upp...sem HÁU herrarnir sitja og maka sig í peningaolíu eins og aldrei verði neinn skortur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2009 kl. 09:43

9 Smámynd: Liberal

"Þeir sem hafa meira umleikis" hafa tekið á sig launaLÆKKUN að nafnvirði (að raunvirði miklu meiri lækkun) þannig að þeir hafa svo sannarlega gengið á undan með góðu fordæmi.

En það er víst ekki nóg fyrir skrílinn sem hatast út í þá sem hafa sýnt ráðdeild og fyrirhyggju og skrimta bærilega í gegnum þrengingarnar.  Ónytjungarnir vilja vaða um með kyndla heykvíslar um öll heimili landsins og hirða það sem þeim sýnist í nafni "jafnræðis". 

Liberal, 26.2.2009 kl. 10:18

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Libbi alltaf jafn gjörsamlega úti á túni í góða veðrinu

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2009 kl. 10:46

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú loka ég á þig Libbi minn.  Ég er marg búin að vara þig við.

Þú ert of dónalegur.

Blogga heima.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband