Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Upp á borð
Ég er sammála Birgi Ármannssyni, að ég held í fyrsta og eina skipti á ævinni.
Tel ekki stórar líkur á að það gerist aftur.
En burtséð frá því..
En BÁ segir að það sem Davíð sagði um eignarhaldsfélög, í eigu stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga sem hefðu fengið sérþjónustu í bönkunum hljóti að kalla á hörð viðbrögð.
Þetta gæti verið spurning um mútuþægni.
Áður en ég kýs vill ég fá þessar sjálfsögðu upplýsingar.
Annars gæti ég verið að gefa gjörspilltum stjónmálamönnum atkvæði.
Davíð verður að tala.
Maðurinn er Seðlabankastjóri, hann getur ekki komið með svona ásakanir og farið svo heim að drekka kaffi eða taka til á lóðinni bara.
Eða er þetta séríslensk aðferð sem telst góð og gild?
Gæti talist mútuþægni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er ekki hlutverk Davíðs að koma fram með slíkar ásakanir. Það er sérstakur saksóknari sem fer með þessi mál og ég Efast ekki um að sé komin með öll gögn í sínar hendur sem Davíð telur eiga erindi við hann.
Davíð Þór Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 15:12
Það er greinilegt að DO hefur gengið í smiðju Jónasar frá Hriflu. Upplýsingar um glæpsamlegt athæfi andstæðinga og stuðningsmanna er ekki kært til lögreglu -- nema þegar honum hentar -- heldur á að nota þær í hráskinnaleik stjórnmálanna. Ef DO hefur raunverulega upplýsingar um slíkar mútur ber honum að tilkynna þær viðkomandi yfirvöldum, en ef hann hefur þær ekki á hann að halda sér saman. Málið er ekkert flóknara en það.
GH (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 15:15
æ er thetta ekki týpískt DO ? koma med hálfkvednar vísur og svo bara heim ad drekka kaffi eins og Jenný segir. Tharna á hann asskoti gód skotfæri á andstædingana og notar thau eflaust thegar thar ad kemur,kallfauskurinn er hálari en áll svei mér thá..
María Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 15:43
Góð athugasemd hjá þér Davíð Þór, vonandi er saksóknari kominn með þessar upplýsingar og allur viðbjóðurinn í framhaldinu kemur vonandi upp á yfirborðið.
Jenný: Varla kemur það okkur við þótt maðurinn fari heim og takið til á lóðinni eftir hyskið sem hefur staðið fyrir utan hjá honum og barið húsið að utan og hent í það eggjum. Þvílíkur ósómi og óþjóðalýður sem þarna er á ferð. Vonandi ert þú ekki ein af þeim.
Merkilegt hvað þið andstæðingar hans og Sjálfstæðisflokksins farið á lágt plan þegar alvöru stjórnmálamenn tjá sig við fjölmiðla. Af hverju talið þið ekki á sömu nótum til bóndans á Bessastöðum, sem vonandi fékk ekki kúlulán hjá Kaupþingi fyrir að ferðast með þeim til Arabalandanna á einkaþotunni og drekka dýru vínin ??
Sigurður Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 16:02
SISI: Hvar varstu þegar Guð útdeildi húmornum?
Og nei ég hef það ekki fyrir sið að halda vöku fyrir fólki, hvorki á Seltjarnarnesi eða öðrum bæjarhlutum.
Ertu með beinverki með þessu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.2.2009 kl. 16:08
Hvað er með allar þessar hálfkveðnu vísur alls staðar..má ekki bara segja hlutina eins og þeir eru og hætta þessum leyniaðdróttunum og tvíræðni. Djö hvað þetta fer í taugarnar á mér....verið eins og ömmur mínar og segið það sem þarf að segja. Punktur!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2009 kl. 16:24
Jú, jú, víst hef ég húmor fyrir hlutum, en í raun og veru ekki í þessu tilfelli.
Mér blöskraði bara gjörsamlega að heyra í gær að fólk stæði fyrir utan heimili mannsins og héldi vöku fyrir heimilisfólki. Þvílík mannvonzka. Þú getur kannski verið sammála mér um það ??
Og að sjálfsögðu trúi ég því ekki og held ekki að þú sért ein af þeim !!
Sigurður Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 17:02
Er alveg æðislegt að sjá bloggheim skiptast í tvær fylkingar og taka út þá bita sem þeim þykir henta, til að rökstyðja mál sitt. SÍSÍ ... þér blöskraði að heyra af því að lýður væri fyrir utan heimili mannsins og héldi vöku ... mér blöskrar líka. En mér blöskrar að þú skulir ekki einu sinni geta tekið undir þann punkt sem er mikilvægastur (að mínu mati) hjá Jenný hér og öðrum, að þessar hálfkveðnu vísur frá DO séu óþolandi - þær kalla á að málið/málin verði krufið til mergjar - að allar upplýsingar komi fram.
Davíð ber ábyrgð (ekki eingöngu auðvitað, því stjórnvöld og útrásarvíkingar gera það líka), en hann segist vera svo hvítþveginn og saklaus - gerði sig að "fórnarlambi" í þessu blessaða Kastljóss-viðtali og vændi aumingja Sigmar um fantaskap og eflaust verið með kenningar að þar færi útsendari Baugsveldisins til að ná sér niðri á honum. Dónaskapur og yfirgangur Davíðs var ótrúlegur. Jú, nokkrir punktar komu fram sem þarf að athuga nánar, en þessar hálfkveðnu vísur kalla á rétt viðbrögð stjórnvalda og þegar DO er sjálfur fulltrúi þeirrar stefnu sem hann segist hafa varað við svo lengi (hver var það sem hjálpaði Björgúlfs-feðgum að eignast Landsbankann á spottprís?) - Og þrátt fyrir að það tengist ekki neitt þessu máli að ráði ... heldurðu að það sé tilviljun SÍSÍ að sonur DO hafi fengið áhrifastöðu hér norðanlands þegar aðrir þóttu betri kandídatar en hann? Og þótt mér finnist forseti vor vera tæpur í sumum aðgerðum og orðum sínum ... fannst þér ekki grunsamlegt hversu fljótt Árni Johnsen hlaut uppreist æru þegar forsetinn var erlendis? Hmm... Sjálfstæðismaður að náða Sjálfstæðismann... nátturlega ekkert grunsamlegt.
Fyrirgefiði langlokuna, en ég er bara svo reiður. Ég er reiður gagnvart þeirri blindni sumra sem kemur upp þegar DO opnar munninn. Ákveðinn bloggari fékk næstum því úr honum þegar hann bloggar um að Davíð hafi verið svo heiðarlegur og staðið sig frábærlega í Kastljósinu. Algjör blindni fyrir því hverju DO hefur áorkað og fyrir hverju hann er í raun ábyrgur líka.
DO er hættulegasti maður Íslands - veruleikafirrtur með öllu.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:48
Hvessvega þorir maðurinn ekki að segja hverjir þessir menn eru sem hafa fengið sérþjónunst. "Þetta eru þó ekki Sjálfstæðimenn." Og í hverju felst þessi sér þjónusta.
Ef almenningur á að borga skuldir auðmanna og hrun landsins þá krefjumst við upplýsinga um málið allt.
Eruð þið ekki sammála.
Þessi skrípóleikur er orðin óþolandi. Krefjumst svara.
Anna , 25.2.2009 kl. 19:15
Hann Davíð hættir á morgunn og á væntanlega eftir að útskýra þessa smjörklípu (er þá ekki að segja að þetta sé uppspuni)
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 22:19
Ólafur saksóknari kallar eftir því að Davíð gefi upplýsingar. Það er fáránlegt að koma með svona fullyrðingar í fjölmiðlum og tilkynna ekki til réttra aðila. Þar skiptir nafn og staða viðkomandi ekki máli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2009 kl. 23:40
Afskaplega eru þetta nú hálfkveðnar vísur hjá þér Doddi, því miður.
En förum þá yfir málið. Auðvitað vil ég fá fram allan sannleikann og ekkert annað. Ég þykist sannfærður um að Davíð, nú eða einhver annar, komi fram mjög fljótlega með það sem hér var í gangi - allan sóðaskapinn. Það hljóta að vera ástæður fyrir því að maðurinn getur ekki sagt allt í dag - kannski á morgun getur hann það - hver veit. Og auðvitað bíður öll þjóðin eftir því að heyra það - undir það get ég vel tekið með Jennýju.
En svo að ummælum þínum sem allt saman eru hálfkveðnar vísur - einmitt það sem þú þolir ekki sjálfur:
1) Björgólfsfeðgar fengu bankann gefins ?? = Bull og þvæla
2) Uppreisn Árna Johnsen ??
3) DO hættulegasti maður landsins og veruleikafirrtur ???
Og að síðustu - orðbragð þitt varðandi þennan bloggara - sem gæti verið ég - er ekki svaravert og fyrir neðan allar hellur.
Ef ég sæi ekki myndina af þér, þ.e.a.s. ef þetta ert þú, þá myndi ég halda að þú værir smástrákur - ekki fermdur - að blogga.
Í raun á að henda svona fuglum út úr bloggheimum og banna þeim að tjá sig hér. Svona orðbragð og talsmáti lýsir litlum þroska og sennilega lágri greindarvísitölu.
Sigurður Sigurðsson, 26.2.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.