Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Gott á okkur
Nú er klappliðið í bloggheimum að gera Davíð Oddsson að fórnarlambi.
Hann var svo sterkur í viðtalinu, svo sannfærandi, svo sannur.
Sínum augum lítur hver silfrið.
Með hvaða gleraugum er fólk að horfa sem sér eitthvað traust við framkomu Davíðs Oddsonar?
Og hvaða andskotans þörf fyrir "sterka leiðtoga" er að þjá íslensku þjóðina?
Eitthvað gamalt undirkastelsisheilkenni að trufla okkur, þráin eftir kóngi.
Landið er á höfðinu, hvað er að fólki? Sleikurinn við vöndinn er aldrei langt undan hjá þessari þjóð.
Ég er orðin hundleið á því að Davíð Oddsson skuli sitja og sitja og að enginn virðist geta gert nokkuð í því.
Við hvað er fólk hrætt?
Ef þjóðin getur ekki með mótmælum komið því til skila!
Ef ríkisstjórnin getur ekki komið því til skila!
Ef alþingi getur ekki komið því til skila (í boði Framsóknar)!
Af hverju hendum við okkur ekki á hnén og tilbiðjum Davíð.
Þá fær sá hluti almennings sem vill láta "sterka einræðisherra" stjórna sér helvítis kikk út úr því.
Við hin höldum svo áfram að röfla.
Davíð stjórnar hér greinilega öllu hvort sem er.
Við erum aumingjar og undirlægjur Íslendingar, amk. stór hluti þjóðar og þings.
Gott á okkur.
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þýska þjóðin vildi sterkan leiðtoga og þýska þjóðin fékk Hitler þegar kreppa var í Þýskalandi. Við þurfum sterkan leiðtoga, en við þurfum ekki einræðisherra eins og Davíð. Við þurfum ekki einræðisherra sem auk þess plægði akurinn fyrir ógnarkreppuna hér. Hluti íslensku þjóðarinnar er gjörsamlega heilaþveginn og er tilbúinn til að láta leiða sig til slátrunar líkt og gert var í Þýskalandi Hitlers.
Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:37
Vissirðu Jenný að við erum í "haturshópi" gegn DO?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:45
Góður punktur hjá þér Jenný.
Ég held reyndar eftir viðtalið, að flest hugsandi fólk hafi séð hvað Davíð er veruleika firrtur og hvernig hann telur sig vera svo yfir gagnrýni hafinn að honum leyfist hvað sem er ss skítkast og rangfærslur. Við eðlilegum spurningum brást hann við með mikilli vænissýki. Skætingurinn sem hann sýndi Sigmari var með þvílíkum ólíkindum, að manni dettur fátt annað í hug en geðveiki.
Já klappliðið er samt við sig. Reyndar minkandi hópur.
Gleraugun eru sem áður blá og ógagnsæ.
hilmar jónsson, 25.2.2009 kl. 10:52
Mín sæta;
Við skellum okkur bara saman á skeljarnar, ég að þakka fyrir Dabba, þú að ákalla Steingrím sem nú er að falla frá öllu sem hann áður talaði um.
SVo getum við í sameiningu, úr því að við erum hvort eð er, komin í nánast Hari Kristna stellingu, farið að tjanta um WP og að allir verði mellow.
ÞAR EIGUM VIÐ SAMLEIÐ í það minnsta.
Við viljum að allir hafi það gott hér á landi og að við ráðum okkur sjálf.
Við viljum að skíthælar fái makleg málagjöld,
við viljum að menn geti alið upp börnin sín og veitt þeim viðurgernig í öryggi og ást.
Það bara tekst ekki frigging öllum.
Tough shit!!
Mibbó
svona frekar mjúkur á manninn enda að lengja daginn.
Bjarni Kjartansson, 25.2.2009 kl. 10:54
Þessi (trúarbragða-) umræða með og á móti Davíð er til skammar fyrir íslensku þjóðina. Stjórnmálaumræðan öll er til skammar fyrir íslensku þjóðina, þessar umræður eru á svo lágu plani. Hvað varð um að skiptast á skoðunum á MÁLEFNUM á upplýstan hátt eins og vitiborið fullorðið fólk? Ekki eins og krakkar með "pabbi minn er betri en pabbi þinn sem er fífl með hor".
Sama hvað fólki finnst um Davíð þá er hann bara EKKI málið, ótrúlegt en satt! Íslenskt þjóðfélag riðar á BARMI gjaldþrots. Það eru margar ástæður fyrir því og í stuttu máli má sennilega segja að allt og allir hafi brugðist skyldu sinni. Það hlýtur að segja sig sjálft að þegar svona efnahagshamfarir gerast þá þarf að skipta um fólk í brúnni, því þeir sem voru við stjórnvölinn bara geta ekki talist líklegir/æskilegir/trúverðugir (pick a word, sama hvað velur gengur ekki) til að leiða þjóðina út úr þeirri sorgarstöðu sem hún er komin í. Þetta er ekkert PERSÓNULEGT, bara heilbrigð skynsemi. Það þarf að endurbyggja traust í samfélaginu og til þess þarf að breyta um áherslur og til þess þarf nýtt fólk að koma að málunum á ÖLLUM sviðum, þ.e. í stjórnmálum, FME, Seðlabankanum, bönkunum og viðskiptalífinu.
Hættum að karpa um keisarans skegg, förum að ræða það sem skiptir máli. Við þurfum ekki að vera sammála um alla hluti en í guðana bænum berum virðingu fyrir skoðunum annarra, tölum en HLUSTUM líka. Það hefur enginn bara rétt fyrir sér eða bara rangt fyrir sér, lífið virkar bara ekki þannig! Reynum að finna BESTU LAUSN á hverju máli, það skiptir nákvæmlega engu máli hver á bestu lausnina í hverju tilviki, hins vegar skiptir það öllu fyrir okkur að veljum bestu lausnina í hverju tilviki því meira að segja bestu lausnirnar eru ekkert sérstaklega spennandi eins og fyrir okkur er komið í dag. Hvað þá þær næstbestu nú eða verstu!
Ég er ekki sérstaklega trúuð en bara verð því finnst svo sannarlega ekki veita af núna: Guð blessi íslensku þjóðina
ASE (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:07
Ég er aðdáandi Sigmars númer eitt!
Ferlega var hann flottur! Ég er jafnstolt af honum og væri ég mamma hans!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2009 kl. 11:39
En þá að allt öðru og miklu meira aðkallandi máli! Er ekkert o í dóttir í meilinu þínu?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2009 kl. 11:40
Þið stelpurnar eruð óþolandi Hrönnsla. Hver á eftir annarri spyrjið þið: Er ekkert o í meilinu þínu?
Nei, fjandinn hafi það, þetta var það eina sem var laust. Treysta Nennu sinni.
Múha.
Mibbó: Get a live. Farðu að snúast til vinstri maður, áður en það er of seint.
Takk öll fyrir umræðuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.2.2009 kl. 11:46
Jenný Anna, þú ert helv. góð ! Ég var einmitt líka að spá í o ið í e-mail - inu þínu, hvort ekkert væri o ið... - Mig grunar að það fari að koma út bók, drama og spennusaga um ´´fjármálakóngana ´´ og ´´útrásarvíkingana ´´ og um alla spillinguna í leiðinni, stóra bankahrunið o.fl. hér á landi, og höfundur verði DO. Kæmi ekki á óvart að sú bók yrði söluhæst fyrir næstu jól.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 25.2.2009 kl. 12:03
Bara svona aðvörun til ykkar, fara gætilega í gagnrýni á Davíð.
Fékk hótun um lokun á fréttabloggi hjá mér frá mbl.is þar sem ég leyfði mér að hafa áhyggjur af andlegri stöðu Davíðs.
hilmar jónsson, 25.2.2009 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.