Föstudagur, 20. febrúar 2009
Krúttið hann Áddni
Ef ég fer að fá bólgur og hnúða á hendur eða hvar sem er dytti mér samstundis í hug annað eða bæði:
Ég væri komin með alvarlegt mein og í beinu framhaldi myndi ég hringja í minn bloggandi lækni.
Ég myndi halda að ég væri með ofnæmi fyrir mat, lyfjum eða öðru því sem ég væri að innbyrða og myndi hringja í viðkomandi lækni.
Mér myndi aldrei detta í hug að einhver væri að eitra fyrir mér, jafnvel þó að það gæti fundist einhver/einhverjir sem gætu mögulega átt sökótt við mig.
En ég er reyndar nóboddí út í bæ, svo það er ekki að marka.
Öllum er sama hvort ég lifi eða dey (augnabliks hlé á meðan ég græt einmannaleika minn og reyni að hemja öflugan ekkann).
Árni fullyrðir að það hafi verið eitrað fyrir sér.
En hann hefur engar sannanir fyrir málinu.
Þetta væri kallað móðursýki ef ég gerði þetta OG hlypi með í blöðin.
Fólk myndi efast um geðheilsu mína nú eða segja að ég væri að troða mér í blöðin til að láta bera á mér af því ég væri á leið í framboð, svei mér þá hvað fólk getur verið ógeðslega ósmekklegt.
Er ekki hægt að setja stöffið í greiningu og fá úr þessu skorið?
Svona fyrir kosningar?
Skamm eiturbrasarar heimsins.
Að eitra fyrir krúttinu honum Vestmannaeyja-Áddna.
DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Kjartan Pálmarsson, 20.2.2009 kl. 13:07
Já, megi þeir hafa skömm fyrir þessir eiturbrasarar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.2.2009 kl. 13:12
Ef einhver hefði eitrað fyrir honum væri að dauður
Heiða B. Heiðars, 20.2.2009 kl. 13:21
Ætli hann hafi aldrei lesið innihaldslýsinguna á fæðubótarefninu?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 13:22
það fyrsta sem mér datt í hug var matarofnæmi....
Óskar Þorkelsson, 20.2.2009 kl. 13:54
Svo allrar sanngirni sé gætt.
Ég kannast við Árna og langar að leggja orð í belg.
Þetta er ekki að koma í ljós fyrst núna. Það eru nokkur ár síðan þetta gerðist. Mér brá þegar ég sá hendurnar á honum því þær voru margfaldar, líklega kringum 10 cm þykkar.
Burt séð frá áliti fólks á Árna Johnsen, þá er svona nokkuð ekkert til að gera grín að.
Alfreð Alfreðsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:03
Það má gera grín að öllu!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 14:07
Og þá hló þingheimur! Þvílíkt hugmyndaflug og trúa svo þessari vitleysu. Fara síðan í afeitrun með Jónínu. Efni í fyrsta flokks reifara.
Árni minn þú hefur bara fengið svona rosalegt ofnæmi nú eða slæmt exem það kemur fyrir bestu menn.
Ía Jóhannsdóttir, 20.2.2009 kl. 14:08
Mér dettur helst í hug ofnæmi. En óþarfi að fara með það í blöðin þótt maður fái ofnæmi
, 20.2.2009 kl. 14:09
Ef það hefði hvarflað að mér eitt augnablik að einhver hefði eitrað fyrir árna þá væri ég ekki að gera grín að því...
Fæðubótaefnið kannski verið athugavert... en líklegra að það hafi verið orðið skemmt en að e-r hafi eitrað fyrir kallinum.
Heiða B. Heiðars, 20.2.2009 kl. 14:13
Árni var að stimpla sig endanlega út sem stjórnmálamaður...
Og plís... getum við hætt að sjá auglýsingar um þarmaræstingu Jónínu Ben... Árni hefur hugsanlega gert díl við Jónínu.. EF ég verð heilbrigðismálaráðherra.. þá verða allir settir í þarmarsog hjá þér... þá geta allir hætt að taka lyf.... svo má flytja kúkinn inn aftur sem Prins póló ofan í auralausa íslendinga
DoctorE (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:18
Svona er að vera frægur..
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:27
Þetta er jarðganga og steinhöggva ofnæmi,fólk bólgnar ef það blandar þessu saman og ekki ábætandi tíðar ferðir með Herjólfi og vera mállaus á Alþingi!
Konráð Ragnarsson, 20.2.2009 kl. 17:04
Og nú grunar mig að ákveðin hlandstýfla bresti á með rauðvínsbloggi í kvöld hahahahahaha
Heiða B. Heiðars, 20.2.2009 kl. 17:13
Ljótt er ef satt er...
Jónína Dúadóttir, 20.2.2009 kl. 17:20
Með eitrað geð og göngumóður,
gaman tók að kárna.
Dæmalaust var drottinn góður
að dítoxa hann Árna.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2009 kl. 17:32
Árni var nú samt í góðum félagsskap í afeitruninni í Póllandi.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2009 kl. 18:20
Til heiðurs Heiðu.
Oft er gott að gamna sér
geðheilsunnar vegna.
Ég hamast við að hugsa mér
Heiðu rauðvínslegna.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2009 kl. 18:53
Þetta hefur ekki farið í rannsókn , vegna þess að þetta er bara í hausnum á Árna Johnsen.
Í 1. lagi er hann ekkert það merkilegur maður að einhver nenni að standa í því að eitra fyrir honum.
Í 2. lagi er bólga á höndunum ekki það sama og að það hafi verið eitrað fyrir manni.
Í 3 lagi vantar algjörlega ástæðuna. Bykomálið og þjóðleikhúsmálið er ekki nóg til að einhver fari að standa í svona. Það eru miklu "merkilegri" menn sem hægt er að eitra fyrir. Sér í lagi eftir hrunið.
Í 4. lagi vantar sönnun að það hafi verið eitrað fyrir honum. Hvernig eitur?
Í 5. lagi þá er maðurinn að taka inn fæðubótaefni á sama tíma og bólgurnar byrja. Undarleg tilviljun....held ekki.
Ég er búinn að vera með sting í bakinu þessa vikuna. Ætli einhver hafi eitrað fyrir mér .
Hvernig dettur manninum í hug að setja svona bull fram?jonas (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:09
hahahahah Heiða!! Góð!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2009 kl. 19:51
... og nú legg ég mig í rauðvín fyrir Ben.Ax :)
Heiða B. Heiðars, 20.2.2009 kl. 20:00
Þegar dítoxarar vilja hreinsa eitur úr líkamanum, þá eru þeir nú yfirleitt bara að tala um alls kyns aukaefni sem sett eru í matvæli, - og flest fólk úðar í sig daglega.
En á forsíðu DV lítur þetta glæpsamlega dramatískt út.
Laufey B Waage, 20.2.2009 kl. 20:01
Heiða: Dúlla.
Takk öll fyrir að vera skemmtileg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.2.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.