Leita í fréttum mbl.is

Herðapúðahroðbjóðurinn

 duran11

Ég er að þvo þvott (vélin sko), pússa glugga og svo hlusta ég á umræður um heilbrigðismál.

Ásta Möller er nærri því farin að gráta í ræðustól í þessum skrifuðum orðum.

En svo fór ég að lesa þessa frétt í bríaríi.

Og ég fór að hugsa um Júró, en ég elska að hata það fyrirbæri eins og ég hef sagt og skrifað ótölulega oft.

Í leiðinni mundi ég eftir skelfingarfréttum í Fréttablaðinu í morgun að djöfulsins herðapúðarnir eru að koma aftur.

Svo fór ég að skoða gömul Júró-myndbönd, ésús minn hvað ég hata herðapúða.

Ég átti dragtir, kápur og kjóla í miklu magni sem gerðu mig að lifandi vatteruðu herðatré.

Það sárgrætilegasta við það mál alltsaman er að mér fannst ég flott.

Kommon ég er 163 cm ef ég teygi all svakalega úr mér og ég var tæp fimmtíu kíló á tískutímabilinu.

Ég fór í blússu með herðapúðum.

Svo í jakka með herðapúðum.

Punkturinn yfir i-ið var svo frakki með herðapúðum.

Halló, hafið þið séð lifandi herðapúða gangandi um götur?

Ekki?  Kætist, það er ekki til að syrgja enda ógleymanlegur viðbjóður.

Nú bíður þessi hroðbjóður í bakherbergjum tískuhönnuða og bíður spenntur eftir að setjast á axlirnar á manni á hausti komanda.

ARG.

Ísland anno 1985, maður gæti dáið.


mbl.is Elektra miklu vinsælli en Jóhanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  þú ert bara fyndin!!  Ég man sko þessa daga og hvað manni þótti þetta flott!!

Guðný (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Marilyn

Ég mun gráta daginn sem ég fer að fíla axlapúða. Er þetta ekki bara djók eins og þegar það átti að komast í tísku að vera með annað brjóstið bert?

Marilyn, 19.2.2009 kl. 14:34

3 identicon

Ég leit út eins og Amerískur fótboltamaður er ég var klár á djammið á þessum árum.Og hárið omg það var gelað,spreyað og tætt og  reitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Gvööööð við vorum svoooo kúl!  Þetta var sko lúkkið.  Og ég var 159 cm og 45 kíló....vatteruð herðtré hvað!

Sigríður Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 14:53

5 Smámynd:

Jossses Já hvað þetta var ógisslega kúl lúkk. Og hárið alveg yndislegt. 154,5 á hæð og 49kíló með herðar á við holdanaut

, 19.2.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.