Leita í fréttum mbl.is

Bannað innan átján!

 flirting

Ég tók hátíðlegt loforð af sjálfri mér fyrir framan spegilinn í morgun.

Jenný Anna; þú bloggar ekki um stjórnmál í dag, heyrir þú það?

Já ég heyri það, sagði ég við spegilmyndina og kunni ekki við að segja henni að hún væri eins og herptur handavinnupoki í framan og gott betur.

Ég hef eytt deginum í ýmislegt, m.a. hef ég fylgst með húsinu við Völlinn, en ég segi ekki orð um það fyrr en á morgun.

Og að beðmálum almennt og yfirleitt.

Lilly Allen þolir ekki karlmenn sem eru eigingjarnir í rúminu.

Helvítis eigingirni er þetta í stelpunni!

Sko rúmmál eru samvinna. 

Ég gæti sagt ykkur sögur - en ég geri það ekki - eða ætti ég?

T.d. þetta með að fara vel í rúmi.  Mínir fjölmörgu eiginmenn hafa passað misvel í minn bedda.

Sko, sumar manneskjur eru kantaðar í láréttri stöðu. 

Maður liggur í knússtuði, vill kúra og viðkomandi fellur ekki að manni einhvern veginn.

Rekst á mann.  Nef viðkomandi ástfengis rekst í augað á manni, maskari flæðir, fingur reka sig í eyrnalokkana, hnén í bakið á manni og ég get sagt ykkur að maður skilur fyrir minna.

Ég hef litlar skoðanir á lóðréttum leikfimiæfingum fólks í rúmi enda getur hver sem er stundað þær með nánast hverjum sem er ef vilji er til.

Það er knúsfyrirkomulagið sem skiptir máli í samhenginu.

Er maðurinn liggilegur í þeirri merkingu að þú standir ekki upp blá og marin á nýjum degi af því hann passar einhvernveginn ekki við þig?

Eða þá að hann er beinlínis ljótur á kodda?

Það er þetta sem ég fór að hafa sem viðmið á seinni árum, eftir að ég eltist og þroskaðist.

Hitt má liggja á milli hluta.

Ég er biluð og þessi færsla er bönnuð innan átján.

Ætti ég að setja það í fyrirsögn?

Kannski en þá fæ ég allan helvítis saurþenkjandi bloggheim inn á síðuna.

Þurrkið að minnsta kosti af ykkur áður en þið vaðið inn perrarnir ykkar.

En ég elska ykkur mucho, knucho.


mbl.is Þolir ekki sjálfselsku í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Það er líka nauðsynlegt að elskhuginn passi við mublurnar  Og það er vitaskuld ekki hægt að búa með manni sem er ljótur á kodda

, 17.2.2009 kl. 22:45

2 identicon

Ljótur á kodda.Hafa koddann með á deit og máta,prófa líka hin ýmsu koddaver.Ekki víst að honum fari vel rósótt og blúnda.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Karl Tómasson

Og svo eiga þér líka afskaplega yndislega konur þar á ofan. Þetta segir Ásdís Cesils vinkona okkar í lokaorðum á bloggi sínu Jenný Anna.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó mín kæra.

Karl Tómasson, 17.2.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég byrjaði að kinka sammála kollinum mínum þegar ég sá þetta með koddann, í alvöru talað J. A., maður er búin að hafa fyrir því að kaupa sérofið sænguveradamask, og láta sig hafa það að burðast með það um hálfan hnöttinn, af tilhlökkun að eiga huggulega rómantíska stund umvafin dýrindis Damaski, og maður er ekki komin upp í, þegar manni verður litið á dúnmjúka koddana og sér einhverja hryggðarmynd skyggja á Damaskdýrðina. Svoleiðis yfirþyrmandi eigingirni í karlpeningnum að halda að ég láti bjóða mér slíkt til lengdar. - Nei.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:50

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

hahaha, þvílíkar lýsingar og ekki versnaði það við athugasemd Lilju Guðrúnar.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.2.2009 kl. 00:16

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Efni þessarar yfirlýsingar stelpunnar,varð fyrst áhugavert þegar ég sá hver bloggaði um hana. Kominn tími og þörf að hlægja. Svo flammberað ,

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:56

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Engin stjórnmál í dag  -Bara kynlíf !

Svooo góð tilbreyting...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 04:37

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 já ekki slæm tilbreyting Jenný, "ljótur á kodda"..ómæ..er enn ad hlægja hérna í myrkrinu vid eldhúsbordid  

Hafdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 06:11

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Segðu okkur sögur !!!

Jónína Dúadóttir, 18.2.2009 kl. 07:01

11 identicon

Dásamlegt að byrja daginn á þessari lesningu.

Bjarkey (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:46

12 Smámynd: Laufey B Waage

Hvernig væri að taka af sér eyrnalokkana og maskarann áður en farið er í rúmið? Svo má líka taka af sér gleraugun (svona fyrir þá sem eru álíka nærsýnir og ég). Þá skiptir útlit á kodda minna máli. - Og snertingin verður aðalatriðið eins og vera ber.

Mæli með krassandi sögum í morgunsárið. - Bönnuðum innan 18.

Laufey B Waage, 18.2.2009 kl. 09:10

13 Smámynd: Anna

No comment about pólitík. Hvað kemur til. Svafstu ílla á koddanum þínum í síðustu nótt.

Anna , 18.2.2009 kl. 10:32

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegur pistill og ekki eru athugasemdirnar síðri

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2009 kl. 11:08

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef maður er MJÖG ljótur á kodda..já bara ófrýnilegur og hræðir konur má alltaf setja koddann yfir höfuð hans og leika sér að rest!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.