Leita í fréttum mbl.is

Súmí

Það sem ég get látið hluti sem engu máli skipta pirra mig.

Ótrúlegt!

Eins og ég er fullkomin í hugsun og til orðs svo ég nú ekki tali um æðis.

Hér er maður í miðri kreppu sem ekki sér fyrir endann á og spillingin og viðbjóðurinn sem grasseraði bak við tjöldin er rétt að byrja að koma í ljós.

Ég og vinkona mín vorum að tala um það í dag að okkur skorti orð til að lýsa tilfinningum okkar, nú þegar hvert hneykslið rekur annað, Hvað á maður að segja?

Að maður sé hneykslaður?

Það lýsir því ekki einu sinni, kemst ekki nálægt því sem við erum að upplifa á hverjum degi.

Við urðum sammála um að þetta væri svona raðhneykslistilfinning sem tekur ekki enda.

Óslitin tilfinning undrunar og reiði sem yfirgefur ekki nokkra stund.

Og svo er ég að pirra mig yfir Júróvisjón.

Kannski er það heimilislegt og 2007 að gera það.  Minnir á betri tíma, þegar maður gat leyft sér að vera ógeðisleiðinlegur út í nördana í Júró.

Ég man að ég bloggaði heilu bálkana um keppnina í fyrra t.d.. 

Nú eru allir lagahöfundarnir iðnaðarmenn, akademískir og hinsegin.

En hvað er að mér, ég hef horft tvisvar í ár og á ekki að vera að tjá mig.

Og þó, hvað eiga allir hinir Júróhatararnir að lesa ef ég gefst upp á keppnisfjandanum?

Eva María og Ragnhildur eru ágætar í sitt hvoru lagi.

En saman eru þær eins og gelgjur á sterum. 

Og eru þá fá lýsingarorð til sögunnar nefnd.

Fyrirgefið en stund sannleikans er að renna upp.

Súmí.


mbl.is Systur í (Evróvisjón) anda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

"einsog gelgjur á sterum" lovit

halkatla, 13.2.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gelgjur á sterum, nokkuð góð lýsing, fyrir mér er það kannski akkúrat það sem gerir það að verkum að ég nenni að horfa með öðru auganu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 18:14

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér hefur alltaf þótt verst þegar réttlætiskennd minni er ofboðið. Hefur gerst endrum og sinnum í gegnum lífið og alltaf jafn vont... sérstaklega þegar maður hefur enga stjórn á atburðarrásinni sjálfur.... eins og t.d fáránlegir kynferðisafbrotadómar í gegnum árin.

Frá því í byrjun október hefur réttlætiskennd minni verið ofboðið daglega og stundum oft á dag.
Spurning hvað maður tekur við miklu áður en maður þrammar inn í einhverja stofnunina og hreinsar óværurnar út....
...hljómar eins og ég plani að taka með mér hríðskotabyssu, en ég er nú bara að tala um að öskra, hrista fólk og rífa í hárið á því til að draga það út og heim :D

Heiða B. Heiðars, 13.2.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er með Heiðu!!

En mér finnst þær ógó (gelgjuslangur....) góðar stelpurnar í euro.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 20:28

5 identicon

Já sennilega er reiði-hneykslun-miðboðið-niðurlægð aðeins örlítið brot af þeim tilfinningum sem flestir finna fyrir í dag.Já og svo VONLEYSI sem kemur ofaní allann pakkann.Euróstelpurnar eru ógó flottar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:07

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki ætla ég að "sújú" heldur bara vera sammála ég hef hinsvegar oft spáð í það hvernig gelgjur á sterum líta út, núna veit ég það

Huld S. Ringsted, 13.2.2009 kl. 21:12

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Breygslunorg er nýyrði til að lýsa því hvernig mér líður...þið megið svo geta hvernig tilfinning það er að vera ég í þessari kreppu

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 21:49

8 Smámynd: Auður Proppé

Skelfing!!

Auður Proppé, 13.2.2009 kl. 22:30

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Breyglsunorg! Já ég skil þig Katrín ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 22:42

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skil lykkur og þetta er ágætt orð Katrín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 23:09

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hef ekki séð einn einasta þátt og get því blessunarlega ekki pirrað mig á júróvísíón. Pirringsandskotinn út í alla lygalaupana og svikahrappana er að gera mig brjálaða og vöðvabólgan sem fylgir í kjölfarið er ömurleg. Vona bara að júróúrslitin á morgun verði skemmtileg svo maður losni við spennuna og leiðindin.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.2.2009 kl. 23:12

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

"raðhneykslistilfinning"  ásamt særðri réttlætiskennd eru orðin sem ég gæti líka notað yfir tilfinningar mínar síðan hrunið varð.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 2987199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband