Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Ekkert betra að finna?
Nú get ég ekki annað en skellihlegið, mitt í allri kreppunni og biðinni eftir að Framsókn fari að gera vinnu nýrrar ríkisstjórnar framkvæmdafæra og hætti að draga lappirnar.
En þetta er brjálæðislega fyndið - nú eða sorglegt ef fólk er ekki enn búið að átta sig á að við búum við afskaplega knappt lýðræði.
"Bannað að vera með læti á almannafæri" sendur í bleðli sem löggan dreifir til Búsáhaldabyltingarsinna fyrir utan Seðlabankann.
Halló, vinna á Alþingi var stöðvuð og stjórnin féll undir áslætti byltingarsinna við húsið dögum saman!
Engum datt þessi viska í hug á meðan það gekk yfir.
Hvaða snillingur dró þessa reglugerð upp?
Það er svo margt bannað ef út í það er farið.
Það er bannað samkvæmt gamalli reglugerð að vera úti á götu á nærbolnum. Ha!
Hvernig ætlar löggan að sansa þetta ákvæði með hávaðann í miðbænum um helgar, t.d. þegar fer að vora og ekki stendur steinn yfir steini þar vegna fólks í alsherjar vímufögnuði sem kemur þar saman?
Við vitum líka að það er bannað að pissa á almannafæri, löggan tók rispu í því í fyrra og sektaði mígandi menn í miðbænum en svo var það búið.
Bannað að vera með læti á almanna færi!
Fannst virkilega ekkert betra en það?
Grátið mér stórfljót!
Sturlu bannað að þeyta lúðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2986833
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Næst verður dregin upp reglugerð þar sem fram kemur að bannað sé að mótmæla.
hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 11:42
Heimskur hlær að hugsun sinni.
haraldur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:47
Segiði svo að Davíð ráði ekki öllu..hann hefur örugglega bannað að það væri verið með læti fyrir utan seðlabankann. Einhverstaðar verður maðurinn að fá frið ..ekki getur hann hangið heima hjá mömmu sinni alla daga..ha?
Vona að það verði líka bannað að fagna á leikjum KR ..þið ættuð að heyra lætin þaðan stundum... hróp, köll og lúðrar þeyttir út í það óendanlega. Og þegar KR skorar mark er hreinlega hættulega mikill hávaði í vesturbænum. Vona að löggan dreifi þessum bannmiðum líka þar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 11:47
Ég held að lögreglan ætti frekar að snúa sér að því að uppræta hóruhúsið í túnfætinum hjá sér.
Stefán (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:54
Hilmar: Nú eða þá sett útgöngubann. Hví ekki. Það er gert "sumsstaðar".
Haraldur: Ég vona að þú dettir illa á hökuna í hádeginu.
Katrín: Þeir gætu átt erfitt með að fylgja þessu eftir.
Þetta kemur beint frá The bankastjóra.
Sannaðu til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 11:54
Þetta fer að minna á Kína, þar á bæ þurfa menn að sækja um leyfi.. fá alltaf höfnun... ef menn sækja ítrekað um leyfi þá er það í vinnubúðir forever eða hér um bil :)
DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:58
Þakka góðar óskir mér til handa Jenný
haraldur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:00
Úr lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar:
Það má bara raula.Það er ýmislegt sem ekki má á götum borgarinnar. Á einum stað í lögreglusamþykktinni segir:
“Á götum bæjarins eða þar sem hætta getur stafað af má ekki leika knattleik, paradís, feluleik, skikk eða kling…”
Á öðrum stað:
“Enginn má ganga dularklæddur á almannafæri, eða í búningi sem misbýður velsæmi eða getur raskað allsherjarreglu..”
Og munið svo þetta;“Á almannafæri má heldur ekki fljúgast á, æpa, kalla, blístra eða syngja hátt “
Ef þið haldið að hver sem er megi aka um götur borgarinnnar, þá er það misskiliningur. Nauðsynlegir eiginleikar ökumanna eru tíundaðir í 55. Grein lögreglusamþykktarinar;
“Ökumenn og vagnstjórar skulu vera nógu sterkir og þroskaðir til þess starfa, senda hafi þeim verið kennt að stýra hesti og vagni af æfðjum ökumannn.”
Mö mö mööööö
Ef þið skylduð vera á ferð um götur Reykjavíkur á hesti og hefðuð naut meðferðis, þá er rétt að minna ykkur á 63 grein lögreglusamþykktarinar. Þar stendur:
“Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávallt leiddir í bandi, nægilega traustu, og skal gæsla höfð á. Það er með öllu bannað að binda nautgrip í tagl á hesti ..”
Þar sem margir koma saman og þurfa að fá afgreiðslu í borginni svo sem við miðasölur kvikmyndahúsa, kemur vel í ljós, hve illa menn eru heima í efni þess ágæta og fróðlega bækklings lögreglusamþykkar Reykjavíkur. Allt gengi þetta betur og skipulegar fyrir sig, ef borgarbúar kynnu réttu aðferðina. Ákvæðið um biðraðamenninguna er svohljóðandi;
Þar sem almenningur kemur saman, skal fólk raða sér þannig, að þeim sem fyrst koma, fái fyrstir afgreiðslu :::”Fannst vel við hæfi að birta þetta ykkur til áminningar og fróðleiks.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 12:02
Afsakið stafsetningarvillurnar, gleymdi að lesa þetta yfir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 12:04
Reglugerðin gildir þá væntanleg um Stæri-læti! - Er ekki hægt að hanka Ónefnda í Svörtuloftum á því og koma þeim varanlega af almannafæri?
Hlédís, 11.2.2009 kl. 12:07
Frábært Cesil!
Hlédís, 11.2.2009 kl. 12:09
He he flott Ásthildur!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 12:09
Og allt kemur þetta til vegna þess að fólk mætir ekki á mótmælin. Þeir sem eru í mótstöðunni eru það fáir að lögreglan gæti þess vegna ryksugað okkur upp með annarri.
Hvar voruð þið í morgun? Ég var þarna og þetta er orðið grátlegt hvað fáir mæta. Það eru sjálfsagt allir bara fyrir framan tölvuna að brjóta sér orm í fingri eða þykjast ekki koma frá vinnu í klukkutíma. En það komast allir frá í smá stund ef þeim er alvara. Og það er ekki hægt að vona bara að aðrir sjái um að berja á bumbur og slá saman búsáhöldum. Þetta gengur ekki svona lengur.
EF ÞESSI BYLTING Á EKKI AÐ DEYJA ÚT VERÐUR HLJÓMUR OKKAR AÐ VERA MEIRI. OG TIL ÞESS ÞARF FÓLK VIÐ SEÐLABANKANN.
Það þýðir ekki að hanga bara heima og bíða eftir því að vera boðið í byltingarafmælið. Menn verða að mæta til að eitthvað gerist. Og trúið mér, ég trúi ekki á hina miklu byltingu, en ég á við þær mikilvægu breytingar sem þarf að fara í og koma í framkvæmd. Og ein er sú að losna við þríhöfðann í Seðlabankanum sem er núna orðinn tvíhöfði. En látum ekki fleiri höfuð spretta upp með aðgerðarleysi.
Mætið!
Beggi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:11
Þetta er áhugavert, verð ég að segja.
Hvað eru "læti" ?
Er það tiltekinn hávaði ? Má ekki fara yfir ákveðin decibil ?
Má fólk tala, nú jafnvel syngja - eða er það bannað á "almannafæri" ? Hve hátt má mannsröddin fara í decibilum og frá hvaða stað á að mæla ?
Eru það tilteknar hreyfingar á einstaklingum "múgnum" og hvernig á að mæla þær ?
Er etv. kominn "útivistartími" á mótmælendur líka ?
Ég myndi segja að það ætti að banna notkun yfirvalda á eiturefnum í augu fólks hér. Þau valda mjög líklega, til lengri tíma litið, óafturkræfum augnsköðum á fólki sem fá eitrið á sig og hjá þeim sem beita þeim.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:15
Hákon: Ég er löglega afsökuð í alvörunni. Er gránduð að læknisráði vegna lungnavandamáls. Það verður að fara að hóa saman fólki með hvatningu.
Haraldur: Þú hefur húmor sé ég. Gott, engum er alls varnað.
Ásthildur: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 12:20
Ég held að við verðum að fara að fjölmenna til að fjarlæga Kalígúla þennan. Hann heldur áfram slímsetu í fílabeinsturninum í hroka sínum og djöfulsskap. Í óþökk allra nema örfárra heilaþveginna stuttbuxnastráka.
Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:36
hef oft séð ef skrifað á google sex, koma fullt af auglýsingum um stúlkur í á svæði 101 rvk.iceland.hvernig væri að athuga það ,ps var ekki verið að leifa vændi á alþingi fyrir stuttu síðan
nn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:58
Vændi getur skapað viss læti til dæmis í gömlum húsum þar sem hlóðbært er - en ekki á ALMANNAFÆRI í nefndum tilfellum. Svo þá truflar ekki íslenska lögreglan, enda háttvís.
Hlédís, 11.2.2009 kl. 13:05
Það er væntanlega lögreglan sem metur það hvað teljist læti. Rétt eins og lögreglan metur það hverjum skuli hleypt inn í opinberar stofnanir. Mér og tveimur öðrum var þannig meinaður aðgangur í morgun, eftir að búið var að opna húsið, loksins. Ég spurði lögguna hvort þeir væru með nafnalista yfir þá sem ekki mættu fara inn en sá sem var fyrir svörum sagði að svo væri ekki, hann sæi það bara á fólki hvort væri óhætt að hleypa því inn.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:23
Eva mín það sést náttla langar leiðir að þú átt ekki erindi í Seðlabankann og ert ekki bankastofnunum hæf. Það sér það nú hver heilvita lögreglumaður
Hefði nú haldið að það dyggði nú líka að líta seðlabaknkastjóra augum og sjá strax að maðurinn er ekki húsum hæfur og á ekkert erindi í bankann lengur..ha? Meira ruglið!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 13:31
Ég var á milli kl.10 og 11. Við vorum 15 manns en hávaðin var mikill. Margir sem óku framhjá flautuðu og hvet ég fólk til þess.
Það var enginn mótmæli við Svarta loftum kl 14, en ég flautaði samt þegar ég ók framhjá.
Nú er tími þöggunar og kúgunar liðið.
Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 14:24
Hver er eiginlega æðsti yfirmaður löggunnar þessa dagana? Dómsmálaráðherra? Svar óskast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 14:39
Ég segi bara aftur að það er misskilningur að Framsókn sé á einhvern hátt vísvitandi að tefja vinnu nýrrar ríkisstjórnar.
Öll mál á Alþingi þurfa að fara sína leið og hljóta þinglega meðferð. Varla ertu á móti því?
Einar Skúlason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:46
Einar: Alls ekki á móti því að mál séu unnin á eðlilegan hátt. Ég er bara hrædd um að það sé verið að tefja málið með því að setja það í e.og v. nefnd.
En við sjáum til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 15:58
Sammála Einari Skúlasyni! Framsókn er ekki að tefja. Hvalveiðisprengjuna sem Einar K. henti inn á borð 83-daga björgunarstjórnar - til tafar - verður að afgreiða á e-n hátt.. Það er ekki vegna tilrauna til að tefja þingið að Framsóknarþingmenn ræða það mál. Um það eru margvíslegar skoðanir í öllum flokkum - það hefði átt að afgreiðast eftir næstu kosningar. Svo hlakkar opinberlega í amk einum þingmanni "Frjálslyndra" yfir að hvalsprengja þessi muni fella ríkisstjórnina! Að hugsa sér galgopalegt ábyrgðarleysið! Ég hafði meiri trú á Frjálslyndum en þetta. Tek fram að hef ekki verið kjósandi Framsóknarflokks, en fylgist nú með "Nýju Framsókn"
Hlédís, 11.2.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.