Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Smá Óli - meiri framsóknarmennska
Ég heyrði upptöku af samtali þýska blaðamannsins við ÓRG á RÚV í gær.
Óli sagði ekki að Íslendingar ætluðu ekki að borga.
Alls ekki.
Hvað um það, hann er tjáningarglaður forsetinn.
Kannski ætti hann að leyfa Dorrit að sjá um PR-ið.
En að öðru og alvarlegra máli.
Ég held að Seðlabankafrumvarpið komist ekki í gegn fyrir kosningar.
Ég held að Framsóknarflokkurinn ætli sér að bregða fæti fyrir frumvarpið.
Þrátt fyrir meikóver í aldri og nýju fólki virðist allt vera við það sama hjá bændaflokknum.
Framsókn er á bullandi mikilvægisfylleríi, stjórnin lifir eða deyr með þeirra vilja.
Þeir eru innstungan í öndunarvélinni.
Nú setja þeir fyrir sig menntunarkröfur sem gera á til nýja Seðlabankastjórans.
Það er of þröngt skilgreint að hann skuli vera með meistarapróf í hagfræði.
Japl, jamm og fuður.
Látum okkur sjá...
Það má bæta við prófi á mjólkurvélar,
nú eða viðskiptafræði..
eða þá lögfræði..
þá erum við kominn hringinn.
Og afdankaðir Framsóknarmenn geta fengið djobbið.
Ég mun fylgjast vel með.
Látið ekki blekkjast af nýjum umbúðum gott fólk - ef það er það eina sem hefur breyst og gamli valdaflokkurinn hangir hinum megin við hornið og sætir færis.
Þ.e ef sú er rauninn. En við skulum láta þau njóta vafans örlítið lengur.
Skapstóri forsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 2986831
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég sá einmitt þingflokksformanninn þeirra tjá sig um þetta í fréttunum í gær og hugsaði; nýja framsókn hvað?????
Sigrún Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:31
Þetta er það sem við eigum eftir að sjá um ókomna framtíð, mis gáfaða stjórnmálamenn sem hafa það eitt að markmiði að sitja sem lengst á þingi og í ráðum.
Ragnar Borgþórs, 11.2.2009 kl. 10:36
Þetta er ekkert annað en rasismi hvernig þú talar um fólk sem aðhyllist Framsókn... skammastu þín !
Agnar Bragi, 11.2.2009 kl. 10:40
Agnar Bragi: Villtu gjöra svo vel að passa á þér þverrifuna.
Ekki misnota orðið rasisti í pólitískri umræðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 10:42
Framsóknarflokknum er ekki við bjargandi, hvorki með tilkomu Sigmundar Davíðs, Guðmundar Steingrímssonar eða fleiri skilgetnum eða óskilgetnum afkvæmum Framsóknarmanna. Svei!!
Sigurður Hrellir, 11.2.2009 kl. 11:07
Það sem framsóknarmenn eiga við er að meistaranám í hagfræði sé of þröng skilgreining. Það er margs konar annað nám í fjármálum sem ætti að koma til álita. Þetta mætti t.d. laga með því að nefna meistaragráða í hagfræði eða sambærilegt.
Frumvarpið var unnið í miklum flýti, þannig að það eru nokkrir vankantar sem þarf að sníða í meðförum viðskiptanefndar. Það er nú allur stormurinn og tengist ekki því að stöðva frumvarp.
kveðja,
Einar
Einar Skúlason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:10
Einar: Ókei, kannski, en ég bíð spennt eftir að sjá hvernig þeir haga vinnubrögðum í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem þeir kröfðust þess að fá frumvarpið þangað.
Þið hin: Ég vil trúa að Framsókn meini eitthvað með hamskiptunum en þeir verða auðvitað að sýna það í verki.
Siv var nú ekki beinlínis hlýleg þegar hún hótaði sjávarútvegsráðinu með þinginu ef hann hleypti ekki gerræðisákvörðun um hvalveiðar EKG í gegn.
Mér fannst ekki mikill samvinnutónn í henni þar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 11:42
Frumvarpið um Seðlabankann fór í viðskiptanefnd enda fór annað frumvarp um Seðlabankann einnig þangað fyrir ekki svo löngu síðan og byrjað að fá umsagnir um það o.s.frv. Hefði verið undarlegt að senda næsta frumvarp um Seðlabankann í efnahags- og skattanefnd eins og hugmyndin var.
Það er ekkert nýtt að það sé meirihluti á þingi fyrir hvalveiðum. Kemur ekkert á óvart. Þar eru t.d. samfylkingarþingmenn á meðal stuðningsmanna.
Allt þetta snýst auðvitað um meira þingræði, líkt og hefur verið rætt svo mikið síðustu vikur og mánuði. Ríkisstjórnin getur ekki ætlast til þess að málum sé lokið áður en þau koma til meðferðar þings. Það snýst ekki um Framsókn, snýst bara um stjórnskipulagið.
Einar Skúlason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:42
Ég viðraði þann möguleika pent á dögunum, að Framsókn myndi fella stjórnina innan tíðar -nógur væri víst þrýstingurinn á þá að gera það.
(Og dagleg tækifæri/átyllur: Seðló-frumvarp; Hvalveiðar; Stóriðja...)
Segi "pent", þar sem ég var að vona að það væri bara mín eigin aðsóknarkennd, sem blési mér þessu í brjóst. Heittrúuð Sjálfstæðiskona var líka búin að segja við mig, að til þessa myndi aldrei koma, "því ef Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur legðust á eitt um að rústa 80 daga stjórninni, yrðu báðir flokkar ærulausir um aldur og ævi".
Þar er kannski ekki úr háum söðli að detta. Eða hvað ?
Og svo var Ingibjörg Sólrún kölluð "valdapólitíkus"!
Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.