Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Viljið þið endurtaka???
"Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs í Bretlandi og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, munu áfram sitja í stjórnum bresku verslunarkeðjanna House of Fraser, Iceland, Aurum og Hamleys þótt skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum bankans í þessum fyrirtækjum."
Mig langar í alvöru að spyrja; er það skilanefnd ríkisbankans Landsbanka sem gekk frá þessari ráðningu?
3,4 milljónir á mánuði, afnot af einkabíl og þyrlu, fyrir að vinna fyrir hið opinbera og sýsla með eigur almennings í landinu sem er á hausnum vegna sama manns ásamt nokkrum öðrum félögum hans í græðgisbransanum?
Má ekki fara að athuga þessa stórfurðulegu skilanefnd Landsbankans?
Já og af hverju er Ásmundur Stefánsson, formaður sömu skilanefndar að verða bankastjóri bankans?
Brúa bil segja þeir?
Hvað er því til fyrirstöðu að auglýsa stöðuna strax?
Ég er í alvörunni farin að halda að þessi skilanefnd sé að verða svipað ríki í ríkinu og Seðlabankinn.
Að skilanefndin hafi vitneskju um hluti sem ekki mega fréttast - að minnsta kosti ekki strax.
En ég held ég sé farin að skilja skilanefndina. Hún hefur það greinilega að markmiði að skila ekki krónu og vinnur að því hörðum höndum.
Hvort ætli almenningur hafi misskilið hlutverk nefndarinnar eða hún sitt?
Þetta er hætt að vera fyndið.
Ég er algjörlega búin að tapa húmornum.
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hefurðu kynnt þér áhrif stífrar kókaínneyslu á samvisku fólks og hegðun?
Alma (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:17
Alma: Nei og mér finnst þetta bera slúðurkeim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 14:19
Alma: Ætla ekki að vera dónaleg hef líka heyrt þetta en maður veit svo sem ekkert.
Vonandi er helvítis skilanefndin ekki á bullandi kókaíni. Jésús minn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 14:23
Ríki í ríkinu?Jón Ásgeir fékk dóm,má hann þá vera í stjórn fyrirtækja í 3 ár?Eða var það eitthvað annað?Allt á fullu ennþá.Ljúga,svíkja,stela ,fela.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:31
Þrátt fyrir allt þá er Jóni Ásgeir búið að takast furðu vel upp með að reka þessi fyritæki sem þú telur upp, að margra mati eru þessi fyritæki talinn gullkýr sem gefa af sér endalausa peninga.
Þú ert kannski að leggja til að landsbankinn setji aðra reynsluminn menn í stjórn og taki í leiðinni áhættu á því að þessar eignir falli mikið í verði, og Landsbankinn fái minna upp í sínar skuldir þegar þeir selja eignirnar sem þeir tóku sem veð.
Mér er illa við Jón Ásgeir en ég vill samt halda verðinu uppi á þessum eignum svo að ég þurfi ekki að borga enn meira úr mínum vasa upp í IceSave.
Jenný, þér er kannski það illa við þessa menn að þú ert tilbúin leggja nokkra milljarða í viðbót á barnabörnin?
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:50
Skrítinn er gjöningurinn.
Ef fyrirtækin eru svona vel rekinn af hverju er skuldsetningin svona mikil og af hverju var þá ekki samið við þá um framlengingu lána og greiðslu allra skulda eins og þeir halda fram að hafi verið þeirra tillaga.
Ef önnur leið er ekki fær til að vernda hagsmunina á að taka fyrirtækið og setja það í hendur á öðrum mönnum. Það er til fullt af fólki í heiminum sem kann að reka sjoppu. Sumt gert það lengi og án þess að skulda krónu.
Skilanefndirnar virðast vera í þeim gjörningi sem allir óttuðust en enginn trúði að þeir myndu reyna.
Skipti dílarnir eru í fullum gangi. Spillingin grasserar og nú sem aldrei fyrr.
Kristján Logason, 8.2.2009 kl. 15:42
Ég hef ekki tíma til að svara hverjum og einum.
Bjöggi: Mér er ekki illa við JÁJ, þekki manninn ekki og get ekki látið mér líka illa við fólk úti í bæ.
En mér er ILLA við hvernig komið er fyrir okkur og ég treysti ekki skilanefnd Landsbankans.
Og auðvitað vill ég halda verðinu uppi, og er einhver kominn til með að segja að það sé ekki hægt án JÁJ?
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 15:56
Hvað segir Davíð við þessu, eða er hann þagnaður að eilífu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2009 kl. 15:59
Jenný,Að stokka upp í stjórnum fyrirtækja getur oft valdið miklum titringi sem skilar sér í lækkandi markaðsverði, það þarf að fara varlega í svona hluti. Landsbankinn ætlar örugglega að eiga þessar eignir til styttri tíma þannig að það tekur því kannski ekki að stokka upp í stjórninni.
Kristján, þessi fyrirtæki sem umræðir hefur Jón keypt í í gegnum eignarhaldsfélög sem eru skuldsett langt umfram eignir og fá lánum sínum ekki framlengt. Ekki þessi fyrirtæki(rekstareiningar) sem Landsbankinn var að taka yfir, það eru fyrirtæki sem eru að skila hagnaði og þykja eftirsóttar, jafnvel í dag. Núna er JÁ fulltrúi Landsbankans í stjórnum þessara fyrirtæka. Líklega er JÁ hæfasti einstaklingurinn til að sitja í stjórn þessara fyrirtækja fyrir hönd Landsbankans þangað til að Landsbankinn selur þessar eignir, þá munu nýir hluthafa væntanlega koma sínum manni að í stjórn og JÁ þarf að víkja.
Það er líka ólíklegt að JÁ geti selt sjálfum sér góðar eignir á litlu sem engu verði, líkt og hann gerði hérna með 365 miðla ofl. Það er af því að þessi fyrirtæki eru enn góðar eignir og aðrir hluthafar myndu ekki leyfa JÁ að gera það, við erum að tala um að JÁ átti í þessum félögum með fjárfestum sem vita hvað þeir syngja, þannig að þeir myndu ekki leyfa JÁ að ræna sig, því þessir aðilar ætla að eiga áfram í fyrirtækjunum.
Svo getum við líka litið á þetta að það sé verið að redda JÁ vinnu í útlöndum, við losnum þá kannski við hann.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:16
Ráðstöfun skilanefndar Landsbankans með ráðningu Jóns Ásgeirs sýnir svart á hvítu að þessi nýja ríkisstjórn hefur hvorki vilja né getu til að taka málunum. Sorglegt, en nauðsynlegt að sannleikurinn komi í ljós. Hræsnin í VG fyrr í vetur bergmálar í takt við hræsni háværustu mótmælendanna. Í hvaða flokki er fjármálaráðherra annars? Hann ætlar með þessu að styðja undirlægjuhátt Samfylkingar gagnvart Jón Ásgeir og Baugsveldinu.
Helgi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:33
Bjöggi: En launin, kommon, er þetta maðurinn sem þóttist vilja koma og vinna á lyftara fyrir íslensku þjóðina?
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 16:35
Hugsanlega gæti hann verið á lyftara í dauða tímanum?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 16:51
Jabb, á hverri steindauðri frímínútu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2009 kl. 17:46
Já, launin eru há og veit ekki alveg hvað hann á að gera við þyrluna, samt cool að eiga þyrlu
Landsbankinn ákveður örugglega ekki launin heldur eru þetta laun sem eru ákveðin á hluthafa fundum viðkomandi fyrirtækja. En ef allt fer á versta veg, sem eru góðar líku á, þá á JÁ ekki eftir að eiga neitt nema skaðað orðspor eftir þetta allt saman. Ef hjónin eru heppinn þá hafa þau gert kaupmála á sínum tíma og Ingibjörg fær að halda 101 hótelinu, snekkjunni og þotu. Ég efast samt að lúxusferðaþjónusta eins og hún er að reyna reka borgi sig í þessu árferði. Kannski JÁ verði kominn á lyftarann í bónus eftir tvö ár í vinnu hjá einhverjum öðrum en sjálfum sér eða pabba sínum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:48
Bjöggi, eins og ég skildi fréttina þá borgar skilanefnd Landsbankans honum þessi laun og fríðindi. Hann fær til VIÐBÓTAR greiðslur frá umræddum fyrirtækjum sem ákveðnar af hluthafafundum viðkomandi fyrirtækja. Ekki slæmur díll ?
ASE (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.