Leita í fréttum mbl.is

Úðafingur

Mig grunaði að þegar lögreglan byrjaði að nota piparúða liði ekki á löngu áður en það yrði daglegt brauð að hann væri rifinn upp og notaður af litlum tilefnum.

Þessa dagana finnst mér úðafingur lögreglunnar ansi viljugur til verka.


mbl.is Lögregla beitti piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tek lögguna mér til fyrirmyndar. geng núorðið alltaf með Tabasco á mér, á brúsa. þegar verður á vegi mínum pirrandi lið, eins og þeir sem hanga í 10 mín á kassanum í Bónus að telja krónurnar úr buddunni, fá væna gusu.

fólkið þarf ekki endilega að brjóta nein lög, frekar en saklausir mótmælendur við Nordica. bara ef það er nógu pirrandi og hefur af mér Guiding Light fær það piparinn.

Brjánn Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Mér finnst nú varhugavert að benda fingur á fingur án þess að hafa verið þarna eða amk. fá að vita hvað gekk á.

Ég varð td. mjög dapur þegar ég vaknaði um miðja nótt í síðustu viku og sá táragas fréttina en eftir að ég sá og heyrði þetta með saur og þvagpokakastið á lögregluna þá hugsaði ég allt annað.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 28.1.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nú er ég að hætta að hafa samúð með lögreglunni!

Hvurslags ofbeldi er þetta?

Hvað er breytt á Íslandi...má ekki mótmæla lengur?

PS; Tek þessa færslu aftur ef mótmælendur voru að kasta saur, eins og Eggert gefur í skyn?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:54

4 identicon

Ansi stór skammtur sem var pantaður stuttu eftir seinna stríð. Eiga nóg af þessu. Er ekki eitthvað annað til?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:54

5 Smámynd: Steini Thorst

Bíddu halló,....málið er einfaldlega að þessir atvinnu"mótmælendur" eru ekki að mótmæla heldur að sækjast eftir látunum við lögregluna. Þetta er ofstækisfólk, ekki mótmælendur. Pakk bara.

Steini Thorst, 28.1.2009 kl. 21:03

6 identicon

Sorglegt að þurfa að meisa fólk vagna einhverra örfárra bjána.Mestur hluti mótmælenda skemmdi ekkert,meiddi engan,henti ekki saur eða þvagi.Því miður fór meisið líka á þá.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:18

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður Brjánn..

Ekki sammála Steini. Margur hefur mótmælt af minna tilefni en NATO, þeim ófögnuði.

hilmar jónsson, 28.1.2009 kl. 21:34

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Menn eru komnir á bragðið. Þegar Ólafur rauf Tjarnarkvartettinn, þá komu menn á pallana. Það var flott aðgerð, en þá voru einhverjir sem töldu sig hafa hafa fundið leiðina. Síðan hefur margt gefið tilefni til mótmæla. Ríkisstjórnin féll, þannig að þetta virkar. Nú er það  Nató. Hugsanlega er þetta hið nýja lýðræði. Margir hafa gagnrýnt að þeir sem hafi gengið lengst hafi hent gangstéttarhellum í lögreglumenn, skemmt eignir og kastað saur og þvagi í lögreglumennina. Þetta gagnrýna flestir nema þeir sem eru með róttæka vinstri slagsíðu. Þeim finnst þetta flott.

Næst gerist það að upp kemur eitthvað lið með hægri slagsíðu og þeir eru með allt aðrar áherslur. Jenný Anna fer að tjá sig um lífsins gagn og nauðsynjar, sem er á allt öðrum nótum en þetta ofur hægra liði líkar. Þeir taka sig til og brjóta og bramla í kringum þig og dangla í þig. Þá finnst þér það bara jákvætt? Ef löggan kemur og reynir að skakka leikinn, og endar með því að nota piparúða segir þú. Nei, nei engan piparúða hér. Þoli betur barsmíðarnar og eignaskemmdirnar!

Annars var ég að lesa stórskemmtilega bók um mann sem flúði Þýskaland til Póllands undan nasismanum og síðan hvaða við tók þegar kommúnistarnir tóku við í Póllandi. Ótrúlegt hvað margt er sameiginlegt með öfgafólki til vinstri og hægri.

Sigurður Þorsteinsson, 28.1.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Kæri mig ekki um að vera tengd við öfgar vegna þess að ég tek alfarið afstöðu gegn ofbeldi.

Þeir sem lýsa mótmeldum sem pakki geta átt þá nafnbót sjálfir Steini.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 22:21

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jenný það þarf ekki ofbeldi til þess að flokkast með öfgum. Veit ekki til þess að Hannes Hólmsteinn hafi með neitt sérstakt ofbeldi, en öfgar þær sem hann hefur kynnt hafa ekki reynst okkur sérstaklega vel. Ég hef líka notað ,, pólitískar bullur" yfir pólitískt trúarlið.

Ég var á Austurvelli þann dag þegar táragasi var beitt. Þorri fólks var að mótmæla á friðsaman hátt. Sá ekki þegar einn lögreglumaður úðaði á ljósmyndara, sem er mál sem vonandi verður kært. Hins vegar sá ég þegar mótmælendur réðust að lögreglunni. Það er með ólíkindum hvað forsvarsmenn Vinstri Grænna og þeir sem flokka sig sem róttæka vinstri hafa verðið linir í því að gagnrýna það ofbeldi. Það flokkast einmitt undir það sem ég kalla ,, pólitískan bulluskap"

Sigurður Þorsteinsson, 28.1.2009 kl. 22:55

11 identicon

Skárri en júðafingur...

Slíkir fálma eftir veskinu þínu. Sástu eiganda Borgarhjóla á dv.is?

Vignir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:56

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vignir: Ég sá þessa frétt og áskorun einhvers gáfnaljóss um að Ísland-Palestína hlyti að mótmæla þessu harðlega.

Nærðu samhenginu?

Ekki ég.

Sigurður: Ladídadída.  Ég hlusta ekki á þetta rugl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 23:43

13 identicon

Nei, en ég næ svo fáu.

Svo gæti þetta náttúrulega verið sameining því vændi á súlustöðum er staðreynd, svo væri það ekki sniðugt ef svoleiðis búlla sameinaðist Fatahreinsun.

Úðafoss og Goldfinger yrði Úðafingur. Blettun og afblettun í sömu ferð.

Blautlegar móttökur og svo Þurr-hreinsun

Vignir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:21

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

GARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2009 kl. 00:43

15 identicon

Ekki voru það þeir sem mótmæltu sem beittu ofbeldi. Ekki voru það þeir sem mótmæltu sem notuðu piparúða. Ekki voru það þeir sem mótmæltu sem notuðu kylfur. Og allt þetta fór beint í andlitið á þeim er mótmæltu.

Skorrdal (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.