Leita í fréttum mbl.is

Náið þið utan um þetta gott fólk?

Ég er ekki reikningshaus.  Kann að bregða fyrir mig algengustu aðferðum reiknilistarinnar og læt þar við sitja.

Það er ekki hægt að vera góður í öllu þrátt fyrir að sumir fúlir séu á öðru máli.

En eftir kreppu hefur þetta orðið að vandamáli hér á kærleiks.

Tölurnar í lífi mínu hafa fram að þessu ekki verið taldar í flóknum upphæðum.

Hverri krónu nánast hefur verið ráðstafað áður en þær rúlla inn á reikninginn.

Mitt góðæri fólst í því að geta staðið á sléttu, borgað mínar skuldir nokkurn veginn og haldið andliti.

Mér leið afskaplega vel með þá stöðu og hafði litlar óskir um breytingar.

Nú hins vegar, þarf að úlenndúllendoffa reikningana um hver mánaðarmót og því reiknisdæmi fylgir hnútur í maga og stöðugur seiðingur í hjartanu.  Þið þekkið það. Það er kreppan í máli og myndum eins og hún kemur persónulega við mig enn sem komið er, en ég veit að þetta er bara byrjunin.

Svo eru það upphæðirnar.  Upphæðirnar sem auðmennirnir léku sér með og göldruðu svo úr landi fyrir hrun.

Leikföng auðmannanna sem þeir fengu að dúlla sér með óáreittir án nokkurs eftirlits.

Þær hlaupa á milljörðum, hundruðum milljarða, þúsundum milljarða.

Höfuðið á mér snýst, augun ætla út úr höfði mér og tungan þvælist fyrir löppunum á mér þegar ég reyni að átta mig á þessum rosalegu upphæðum sem við skuldum á Íslandi.

Ég næ enn ekki alveg utan um þetta stærsta bankarán sögunnar.

Ég næ heldur ekki utan um það að ekki megi setja eigur þessara manna í sóttkví á meðan málið er rannsakað.

Löggan í Kefló gerði upptækar eigur hælisleitenda í fyrra og það sá enginn neitt athugavert við það.

Og VR-karlinn átti þátt í að lána Bretanum Tjengis (Khan) tvöhundruðagáttatíumilljarða góðan daginn?

VR-karlinn sem telur sig hafa unnið að fullum heilindum fyrir - Kaupþing, ekki umbjóðendur sinna.

Sem hírast á stórmarkaðskössum á skammarlaunum margir hverjir.

Eruð þið að ná utan um það gott fólk

Hvar er réttlætið?  Ég auglýsi hér með eftir því.


mbl.is Skuldir aukast um 400 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Ég veit um mann sem ákvað að borga ávallt 10 reikninga um hver mánaðarmót og sagði svo við þá sem röfluðu að það væri bara ekki komið að þeirra reikningum í hrúgunni,þeir yrðu bara að bíða rólegir.Þetta virkaði.

Svo veit ég líka um konu sem spilaði póker með reikningunum sínum til að finna út hverja átti að borga þessi mánaðarmót.

Kolbrún Kvaran, 28.1.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Altso mín kæra, þér bregst bogalistin og svona bara allar aðrar listir og lystir, við svona lesningar.

Sumsé.

400.000.000.000,00 ísKr eru svona gróft reiknað, miðað við upplýsingar ú Reiningsbók eftir Elís Bjarnason eitthvað á þessa leið

 Meðaltekjur manns í svona la la vinnu eru um það bil 4.000.000,00 fyrir skattmann.

Það þýðir með einfaldri deilingu um 100.000 árstekjur hans ,--sko fyrir skatt.

Ef við gerum ráð fyrir því, að þessi maður, her´eftir nefndur Litli Jón, sé um það  bil 45 ár, því ekki drepst hann ú róreglu eins o gæti allteins komið fyrir tekjuhærri menn, því Litli Jón á ekki fyrir bokku eða smoke.

Þá lítur dæmið svona út:  Hann Jón minn litli þarf að eiga svona gróft reiknað 2.223 æviskeið til að greiða þetta FYRIR SKATTMANN:

Ef við tækjum skattinn inn í dæmið væri það enn ljótara og hann Nonni okkar þyrfti að eiga mun fleiri æfiskeið.

Sumsé ef ái Litla Jóns hefði verið á flakki þarna fyrir tíma Pílatusar og hefði ekki notað túskilding í mat, klæði, skatta, vín, víf og svoleiðis, sem gefur lífinu lit, þá gæti afkomandi hans hann Litli Jón anno Domini 2009 hugsanlega fengið afskrifaðar þessar krónur sem tæki hann um tvær aldir að greiða ÁN VAXTA.

Elís Bjarna reikningsbókin kenndi okkur í Miðbæjarskólanum galdra deilingar og frádráttar.  Deiling er jú ekkert annað en margítrekaður frádráttur sömu upphæðar.

Bæ Bæ

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 28.1.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Mibbó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 14:24

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er allavega ekki með það.......

...réttlætið, alltsvo!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 14:59

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innlitskvedja til thin Jenný,hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 15:12

6 Smámynd:

Af hverju þarf að vera til svona mikið af skíthælum? Mig langar ekkert að borga skuldir annarrra - á sko fullt nóg með mínar eigin.

, 28.1.2009 kl. 15:51

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki með neitt réttlæti í mínum fórum heldur og svo á ég ekki krónu með gati aukin heldur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 16:12

8 Smámynd: Offari

Nei ég veit ekki hvert réttlætið fór.

Offari, 28.1.2009 kl. 16:23

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Noh kreppi, nú skil ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2986892

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.