Leita í fréttum mbl.is

Táragas af lager?

Vaknaði yfirmaður vopnadeildar lögreglunnar upp við vondan draum nýlega og hugsaði; Jesús minn á galeiðunni, táragasið er komið yfir síðasta söludag? 

Ekki verið notað síðan 1949. 

Klára birgðir.  Gösum almenna borgara í skjóli myrkurs.

Í alvörunni er verið að klára lagerinn af efnavopnum hjá lögreglunni?

Ég hef séð bæði með eigin augum og á ljósmyndum að lögreglan notar efnavopnið sem tengt er við pipar ansi frjálslega.

Aftan á fólk, framan í ljósmyndara og bara þar sem þeim dettur í hug að sprauta því.

Piparúðann nota þeir á óvopnaða borgara við skulum ekki gleyma því.

Kylfurnar eru komnar á loft, við höfum séð fólk með ljóta áverka á höfði eftir laganna verði.

Valdstjórnin er orðin hrædd.

En mér finnst ekki í lagi og í raun algjörlega óréttlætanlegt að mótmælasníkjudýr séu að skemma fyrir öllum þeim þúsundum Íslendinga sem hafa mótmælt frá hruninu.

Það er aldrei í lagi að beita fyrir sig ofbeldi til framdráttar málstað.

Bara svo það sé á hreinu.

En við megum ekki láta sníkjudýrin skemma fyrir málstaðnum.

Það eru upprennandi hvítliðakandítatar tilbúnir í slaginn.

Höldum áfram að mótmæla ekki láta sníkjudýrin stöðva frábæra hreyfingu borgaranna.

Svo má hafa í huga að stærstur hluti lögreglumanna er prúður og penn hópur opinberra starfsmanna sem er einungis að vinna vinnuna sína.

Ég er ekki í stríði við lögregluna.

Flestir þeirra eru ekki í stríði við fólkið.

Verum prúð.

Hér má sjá fína leið fyrir hinn venjulega mótmælanda til að aðskilja sig.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála þessu.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Friðsælir mótmælendur þurfa auðsýnilega að auðkenna sig og appelsínuguli liturinn er góður til þess.

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:51

3 identicon

Gera þá ekki helv... sníkjudýrin það sama og halda þannig áfram að eyðileggja fyrir heiðarlegum mótmælendum?

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:04

4 identicon

Ætli einhver flokksgæðingur eigi ekki fyrirtækið sem flytur inn piparúða og táragas. Rjúkandi business núna í kreppunni. 

Karma (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:19

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei á ævinni átt nokkuð appelsínugult. Það er kannski kominn tími á það.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á ekkert appelsínugult heldur, á reyndar bara svart, grátt og brúnt.

Djísús, hef ekki efni áessu.

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 11:49

7 identicon

Ok, þetta er svosem ekkert fyndið ástand en þessi setning er alveg gull: Vaknaði yfirmaður vopnadeildar lögreglunnar upp við vondan draum nýlega og hugsaði; Jesús minn á galeiðunni, táragasið er komið yfir síðasta söludag? 

Guði sé lof að það sé hægt að finna eitthvað til að hlæja að þessa dagana. :-)

P.s. á ekkert appelsínugult, hvar er best að versla svoleiðis? :-)

María Björk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:32

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fann gamlan appelsínugulan kjólgarm sem ég er í þessum rituðu orðum að vefja um hálsinn á mér Og svo helyp ég aftur á Austurvöll þar sem búsáhöldin tromma upp breytingarnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 12:52

9 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Af tilefni inngangsorða Jennýar að þessum pistli er rétt að benda á óborganlegan pistil Jónasar heitins Árnasonar frá 1949 þar sem hann fjallar um þegar lögreglustjórninn í Reykjavík gerðist "gas-happy" 30. mars það ár (sbr. "trigger-happy" í vilta vestrinu).

Björgvin R. Leifsson, 22.1.2009 kl. 14:02

10 identicon

Afhverju segir þú að ólátamenn skemmi fyrir mótmælum?

Þer styrkja our í mótmælunum með því að sýna að það sé alfarleki i gangi og að við séum tilbúin að berjast fyrir réttlæti, en ekki láta vaða yfir okkur eins og fólk eins og þú ert að gera, sífelt vælandi.

 Rökstuttu afstöðu þína, þýðir ekki að væla og haf hafa ekkert á bakvið það. Hvernig gæti þetta mögulega skemmt fyrir okur hinum?

Á ríkisstjórnin bara að taka ákvörðun. "hmmm, skrílslæti, ok við segum ekki af okkur." Allt sem gert er í garð stjórnarinnar er gott. Hættu svo að væla og mótmæltu!

Thordur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband