Leita í fréttum mbl.is

Lyfi byltingin!

Það er ekki vafi í mínum huga.

Stjórnin er teknískt fallin, það er einungis spurning um hvort hún fellur formlega fyrir helgi eða eftir.

Ekkert hvort heldur hvenær.

Við vorum að ræða saman ég og húsbandið en hann var að koma úr vinnu og sagði mér að bærinn væri fullur af brosandi fólki á öllum aldri.

Ég fékk alveg hlýju í hjartað vegna þess að fólk hefur haft svo fá tækifæri til að brosa undanfarið.

Ég sagði mínum heittelskaða það sem ég segi við ykkur,

allt væri við það sama hefðu mótmælendur ekki verið svona virkir, úthaldsgóðir og harðákveðnir í að hafa áhrif á gang mála.

Ég er svo stolt af okkur öllum, en mest af dálítið sérstökum konum sem ég þekki og hafa nánast búið niðri í bæ undanfarið.

Skessan , Katrín, Lára Hanna, María ásamt Hrönn sem kemur alla leið í bæinn með Selfossstrætó og fleiri og fleiri.

En björninn er ekki unninn, fullt af fólki er niðri við Alþingishús.

En það er komin hreyfing á hlutina og það er almenningi að þakka.

Lifi byltingin!


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég tek algerlega undir það, að lítið hefði breyst ef fólk hefði verið vanvirkt í baráttunni. Þó að marg megi segja um Hörð Torfason, á hann heiður skilin fyrir að vera upphafsmaður að mótmælunum.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 00:29

2 identicon

já, þetta er flott, ekkert hefði skeð, nema með þessum mótmælum - viðbrögðum!! Frábært!!

alva (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lifi byltingin.  Stjórnin riðar til falls.  Loksins

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:09

4 Smámynd:

Stolt - byltingin er að virka.

, 22.1.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Skapast hefur réttlæting fyrir víkingasveitum og herdeildum Björns Bjarnasonar. Til hamingju með það. Ofbeldi elur af sér ofbeldi. Gömul sannindi og ný.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2009 kl. 01:41

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Skapast hefur réttlæting fyrir víkingasveitum...etc..."   Hvers konar orðræða er þetta eiginlega ?    Um "Skrílinn" sem hætti að mótmæla í miðju kafi af virðingu við útför í Dómkirkjunni ?

Hvar værum við stödd ef allir hefðu bara legið heima hjá sér í kvíðakasti ?   Væri landið þá ekki bara hreinlega "stjórnlaust" ?   Eins og Geir segir að það verði ef efnt verður til kosninga ?

Ó, allar þessar brennandi spurningar...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 06:15

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Lifi byltingin.!!!

María Guðmundsdóttir, 22.1.2009 kl. 06:23

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnlaugur, skapast hefur réttlæting fyrir byltingu eftir framgöngu lögreglunnar í nótt. Burt með spillingarliðið!

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 07:11

9 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur kallað yfir þjóðina allt það sem er að ske núna og Halldór Blöndal ryðst inn til útvarpsstjóra ( í nafni Sjálfstæðisflokksins ) til að berjast gegn málfrelsi á RÚV. Sjálfstæðisflokkurinn er rotinn afturhaldsflokkur, sem lifir aðeins og nærist á blekkingarleikjum, lygum og stöðnuðum fortíðardraugum. Ég held að mótmælundur ættu næst að snúa sér að Valhöll.

Stefán (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 08:55

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Allir niður á Austurvöll með potta, pönnur og frið í tunnum..ekki veitir af. Sýnum stjórnvöldum að við látum ekki buga okkur og við munum hvergi hvika...stöndum keik og hreyfum okkur ekki þó lögreglan stormi á svæðið. Hvað er hún líka að þvælast fyrir þessari byltingu?

Ömurlegt uppá að horfa að lögreglumenn séu notaðir sem varðhundar fyrir spillt stjórnvöld sem þora ekki að mæta fólkinu sínu. Grey löggan að vera í þessu hlutverki. Farið úr búningnum og takið ykkur stöðu með fólkinu ykkar...það er ekkert sem segir að vinnureglur eigi að vera meira metnar en samviska manns. 

BB boðaði meiri hörku í gærdag og það gekk eftir!!! Nú verðum við að standa saman öll sem eitt...og alls ekki láta rugla okkur í ríminu.

Leyfum löggunni að vígbúast og koma sér fyrir en ekki einu sinni gjóa á hana augum. Snúm baki í þá hvar sem þeir koma. Þá fá þeir ekkert tækifæri til að berja eða gasa. Baráttan okkar er ekki við lögregluna heldur rammspillt stjórnvöld og embættismannakerfi.  Samstaða og réttlæti!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 09:14

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau ætla ekki að hætta Ingibjörg og Geir.  Þau ætla sér að sitja áfram hvað sem tautar og raular og enginn skortur á hugmyndum hjá Birni Bjarna fjölga lögreglumönnum.  Hann fær auðvitða fullt af nýjum mönnum sem hafa misst vinnuna út af ástandinu, spurning hvaða hug slíkir bera til núverandi stjórnvalda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:23

12 Smámynd: Hulla Dan

Byltingin lifi!!!

Hulla Dan, 22.1.2009 kl. 09:39

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vel mælt, Katrín.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 10:59

14 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ofbeldi elur af sér ofbeldi, já, en það voru EKKI mótmælendur, sem hófu ofbeldið.

En ætli það sé ekki réttast að kalla hina hógværu byltingu "skrílsins" skrílsbyltinguna?

Björgvin R. Leifsson, 22.1.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband