Leita í fréttum mbl.is

Fyrir mína hönd minn afturendi

talk-to-the-hand 

Mótmælendur eru farnir að Alþingishúsinu frá Stjórnarráðinu.  Engin uppgjöf í gangi.

Ég horfði á Lúðvík Bergvins áðan í fréttunum og hann virtist alveg í rusli karlinn.  Fúlskeggjaður, en kannski er hann að safna, hvað veit ég.

Og að ykkur sem eruð súpandi hveljur yfir jólatrénu sem kveikt var í í gær.

Hvað er að?

Var grenið ekki á leiðinni á bálið hvort sem var?

Viljið þið breytingar?  Ef svo er þá koma þær ekki á silfurfati heim í stofu til ykkar þar sem þið sitjið háheilög við flatskjáinn.  Látið ykkur ekki dreyma um það.

Þið sem sífellt lýsið því yfir að mótmælin séu ekki í ykkar þágu, getum við fengið eitt á hreint hérna?

Hefur einhver mótmælenda lýst því yfir að hann sé að mótmæla fyrir ykkur sem bloggið reglulega um að það sé ekki verið að mótmæla fyrir ykkur?

Rosaleg paranoja er þetta, ég held að öllum sé slétt sama um hvað þið bedrífið.

Ég hef ekki heyrt nokkurn mann lýsa því yfir að hann sé að mótmæla fyrir aðra en sjálfan sig og sitt fólk.

Ég mótmæli fyrir mig og afkomendur mína. 

Mér dettur ekki í hug að ég standa upp á endann, nú eða sitja ef því er að skipta, fyrir fólk úti í bæ sem er í afneitun á skelfilegt ástandið sem bíður okkar og er reyndar þegar farið að verða grafalvarlegt. 

Ég minni á þá rúmlega 12.000 sem eru atvinnulausir nú þegar.

Fyrir mína hönd hvað?

Alveg er ég viss um að fólki finnst þetta ógeðslega gáfulegur frasi.

Ég lofa ykkur því hér og nú að enginn er að mótmæla fyrir ykkur þvert á óskir ykkar.

Er hægt að vera sjálfuppteknari?

Talk to the hand segi ég og meina það, eða enn betra sendu handarfjandanum ímeil.


mbl.is Eggjum kastað og málningu slett á stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þeir sem tala svona eru greinilega ekki farnir að finna fyrir kreppunni á eigin skinni. Ætli það breyttist ekki í þeim hljóðið ef þeir misstu vinnuna eða ævisparnaðinn og yrðu fyrstu menn á næstu mótmæli.

Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt ef fólk þarf að finna allt á eigin skinni til að hafa samkennd.

Við erum öll í þessari súpu en afneitunin er sterk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Ragnheiður

Sko ég þigg alveg með ánægju að mótmælt sé fyrir mig fyrst ég kemst ekki sjálf, það er þó ekki útséð að ég komist bráðum- er að upphugsa leið til þess.

Mótmælendur eru alveg að heilla mig núna, þeir taka tillit til annarra öfugt við þessa rugluðu ríkisstjórn.

Þeir standa og steinþegja á "Vellinum" meðan jarðarför fer fram í kirkjunni.

Ragnheiður , 21.1.2009 kl. 15:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Segðu.  Mér finnst óþarfi af fólki sem heima situr að gefa sér að við séum að mótmæla fyrir hönd þeirra.

Djísús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 15:56

5 Smámynd: Halldór Halldórsson

Það er mér löngu ljóst að þú ert staurblind, en líklega ertu líka heyrnarlaus; miðað við að þú hefur engan úr "rumpulýðnum " heyrt tala "fyrir hönd þjóðarinnar"!

Ég er kominn á þá skoðun að nú sé best að hætta fyrstu björgunaraðgerðum og láta allt fara í bremsu og boða til kosninga.  Láta ykkur fá að finna eitt stykki "Albaníu" á eigin skinni með Steingrím J. og hans nóta við stjórnvölinn.  Verði ykkur þá að góðu!

Hvað ætli við þyrftum þá að vera mörg við að mótmæla Steingrími og hve lengi, til að fá hann frá völdum?  Það er eitthvað sem segir mér að þannig mótmæli yrðu ekki liðin!

Halldór Halldórsson, 21.1.2009 kl. 15:56

6 Smámynd: Heidi Strand

Með illu skal illt út rýma.

Norska skáldið Arnulf Øverland sagði:

Du må ikke tåle så inderlig vel den urett som ikke rammer deg selv.



Heidi Strand, 21.1.2009 kl. 16:07

7 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Talandi um hræsni Ég er atvinnulaus ég stefni hraðbyr í gjaldþrot en eg kasta ekki eggjum súrmjólk Bara hef ekki efni á því Það er kreppa .

Talandi um að mótmælendur hafi ekki sagt að þeir séu að þessu fyrir þjóðina þá ert þú bara ekki læs né horfið á frettatima í Guðaðar bænum mótmæltu þangar tið að þú er blá í frama en ekki undir neinum kringumstæðum færð þú virðingu mína né samúð ég hef mótmælt og mætti Á Austurvöll þangar til skrílslæti hófust . 

Jón Rúnar Ipsen, 21.1.2009 kl. 16:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Rúnar: Ég hendi ekki eggjum eða nokkru öðru.

Stunda algjörlega friðsöm mótmæli eins og 99 prós. allra annarra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 16:45

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mótmæli fyrir börnin mín.. því ég er nokkuð öruggur með mitt.. þau aftur á móti horfast í augu við vonda framtíð hér á landi. 

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 16:46

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég mótmælti fyrir mig sjálfa í gær, en í dag flaug ég norður aftur, svo ég tek ekki þátt í meiri mótmælum í bænum á næstunni.

En hér á Akureyri er boðað til mótmæla á Ráðhústorgi kl: 17:00 og Borgarafundur í Deiglunni kl: 20:00 ef ríkisstjórnin verður ekki farin frá.

Svo það eru kröftug mótmæli hér á Akureyri, og vonandi víðar á landinu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.1.2009 kl. 17:05

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég mótmæli fyrir mig sjálfa, en þegar ég get ekki mætt er ég þakklát öllum sem það gera......því þeir eru þar fyrir mína hönd.

Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 17:10

12 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þið mótmælið fyrir mína hönd og annarra vandræðamanna - eða þannig.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 17:56

13 Smámynd: Isis

Fyrst skildi ég ekki fólk sem er alltaf vælandi um einhver eignaspjöll, í dag fer það hreint og beint í taugarnar á mér og ég spyr því...

Viljið þið ekki breytingar? 

Nú.. ef þið viljið breytingar, hvernig á þá að fara að því að fá þær fram? 

Við erum búin að prófa að vera kurteis og þæg. 

Finnst ykkur þetta kannski bara allt í lagi sem gengið hefur yfir þjóðina dag eftir dag eftir dag síðustu 15 vikur eða 105 daga? 

Hvað er ein rúða í stjórnarráðinu eða eitt jólatré mikils virði miðað við þá tvöþúsundmilljarða sem þið, börnin ykkar og börnin þeirra koma til með að borga? Þetta er svo lítið að það myndi ekki einu sinni sjást á "heildarreikningnum" jafnvel þó það væri undirstrikað og feitletrað.

Hvernig getur fólk hneykslast yfir því að fólk kasti eggjum, sé reitt og jafnvel langi til að "berja einhvern"?, eins og einn mótmælandi orðaði það svo smekklega í beinni sjónvarpsútsendingu í gær.

Það er búið að hrifsa af fólki allt sem það á, skerða lífskjör þeirra og það sem meira er, skerða lífskjör og tækifæri barnanna okkar og jafnvel tilvonandi barnanna þeirra... Eigum við SAMT að vera bara þæg og röfla um veðrið?

Þegar mótmælendur segja "þetta er þjóðin" þá er ekkert rangt við það, enda er þverskurður þjóðfélagsins sem mætti í mótmælin í gær og hafa mætt á mótmæli undanfarnar vikur og mánuði. Ég mótmæli fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég mótmæli til þess að krefja fram það réttlæti sem við, sem þjóð, eigum skilið. Að menn axli sína ábyrgð, viðurkenni mistök sín og geri eitthvað í málunum annað en að sitja á rassgatinu og röfla um tilgangsleysi allra hluta.

Það er búið að vaða yfir okkur. drulla yfir okkur gjörsamlega. 

Samt er enn til fólk sem getur hneykslast út í það óendanlega yfir því hvernig fólk mótmælir... fóru þið (þetta fólk er alltaf vælandi yfir eignaspjöllun) í einhvern sérstakan mótmælendakúrs þegar þið voruð í skóla?... Hvernig á að mótmæla? 

Mótmæli eru þannig að þau koma alltaf til með að bitna á einhverju/m, enda er það eðli mótmæla semog verkfalla að þau bitna iðulega líka á þeim sem minnst eiga það skilið. Ég hugsa reyndar að við ættum að þakka fyrir það að enn eru mótmælin laus við líkamlegt ofbeldi að mestu, þó lögreglan sé eitthvað að færa sig upp á skaftið með það í orðisins fyllstu. 

Einnig, (fyrirgefðu Jenný hvað ég spamma alltaf í kommentakerfinu þínu þegar ég opna á mér kjaftinn...) þá vil ég koma því á framfæri við sem flesta að það er frekar vafasamt að ætla sér að segja að eggjakast í byggingar og aðra dauðahluti sé ofbeldi... þessi ofnotkun á orðinu er skelfileg og gerir ekkert annað en að draga úr merkingu orðsins "ofbeldi" sem er alvarlegur glæpur. En ef eitthvað er ofbeldið þá er það þetta;

Ofbeldi er þegar að lögreglumaður keyrir mótmælanda í götuna, handtekur hann og hendir honum í bílageymslu án þess að gera mótmælanda grein fyrir hvað það var sem hann gerði af sér. 

Ofbeldi er það er að lögregla handtekur fólk undir lögaldri og meinar foreldrum/forráðamönnum þess að nálgast barn sitt hvað þá að barnaverndaryfirvöld séu á staðnum þegar handtaka er framkvæmd.

Ofbeldi er þegar að lögreglumaður lemur annan mann með kylfu þannig að á sér, handleggsbrotnar eða þaðan af verra. 

Ofbeldi er þegar að lögreglumaður beitir piparúðanum sínum á einstaklinga en ekki hóp,með það að markmiði að meiða viðkomandi.

ÞAÐ er ofbeldi

Lifi byltingin!

Isis, 21.1.2009 kl. 18:03

14 identicon

Ha, er fólk í alvöru að missa sig yfir því að tréð hafi verið brennt?  Hahahahahahaha eru jólin ekki lööööngu búin hvort eð er? Hvaða hvaða ef þetta er það eina sem fólk er óánægt með þá þarf það að finna sér ný hobbý :D

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:36

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hvad er fólk ad gera mál úr eggjakasti??? loksins er íslenska thjódin,já ég segi THJÓDIN,thvi ég efast ekki um ad meirihluti thjódarinnar er sammála mótmælendum, loksins er fólkid ad sýna reidi sína og lái theim hver sem vill. Mótmælid endilega fyrir mína hønd thvi ég get thad ekki sjálf , vonandi halda mótmælin áfram med enn sterkari hætti og enn meiri mannfjølda. Hættid ekki fyrr en stjórnin hunskast burt!!! Fyllist bara stolti vid ad sjá hvad fólk lætur ekki bjóda sér svona endalaust.

Lifi byltingin  

María Guðmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 18:39

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég lofa - tíu fingur upp til guðs - að mótmæla ekki undir neinu nafni nema mínu og bara fyrir mína hönd og annarra vandamanna!

Sóhelpmígod! 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 19:54

17 identicon

Bara svona aulaspurning, af hverju er eini annar kosturinn í stöðunni að Steingrímur J verði forsætisráðherra?

Ég ætla rétt að vona að VG fatti að þeir þurfi líka að laga til í sinum flokki.  Svo mun ég seint kjósa þá, þrátt fyrir lagfæringar.

Ég vil alveg nýtt kerfi með alveg nýju fólki.  Mikið rosalega væri gaman ef hugmyndir Njarðar P. Njarðvík yrðu að veruleika.

P.s. Ég mótmæli bara í mínu nafni og lítilla barna minna, maðurinn minn þarf meira að segja að mæta sjálfur ef hann vill mótmæla.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:19

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jenný: Hverja vilt þú fá í staðinn? VG? Er það ekki flokkurinn þinn? Er ekki rétt að fólk sameinist um markmiðin, áður en það byrjar að berjast. Gott og vel að sýna óánægju. Styð það. Ég hef lengi velt fyrir mér hvað þarf til svo að Geir og co skilji að fólk er örvænt, eða þá ISG, sem drullar yfir alþýðuna við hvert tækifæri.

Eitt ætti þó að vera alvveg ljóst. Ef fólk er að heimta að stjórnin fari núna, þá verður það að setja niður fyrir sér hverjum er treystandi til að taka við þessu, hvort sem er eftir kosningar eða í tilfelli þjóðstjórnar. Hver heldur þú t.d. að velji þjóðstjórn? Hefurðu hugsað það til enda. Haldið þið að einhverjir geti bara valsað inn af austurvelli og sest í stólana.

Mér finnst þetta allt vera ískyggilega ómarkvisst og upp í loft og hver höndin upp á móti annarri í hópi mótmælenda sjálfra.

Við viljum sjá dóma, upptöku eigna ræningja, efnahagsaðgerðir sem duga til að greiða meira en vextina. (sem þýðir svaðalegan niðurskurð face it.)

Er það ekki akkúrat, það sem verið er að gera? Á Kolla og Steingrímur, Jón Magnusson og Addi kitta Gau að redda þessu? Þorvaldur Gylfason??

Í gær var verið að ræða í alvöru að aðskilja Lögjafa og framkvæmdavald og henda ráðherrum út úr þingsölum. Um það var þverpólitískur vilji. Mér finnst það góðs viti. Á hinn bóginn er ég nokkuð viss um að menn hefðu ekki drullast í þá umræðu og haldið áfram að ræða áfengissölu í matvörubúðum og fjölómettaðar fitusýrur í matvælum, ef ekki hefði verið fyrir skarkalann úti. Ég fagna því að mótmælendur nái slíku aðhaldi. En kröfurnar um stjórnarslit eru gersamlega fatal í þessu ástandi. Geir er ekki að segja það af því að hann vill ekki missa þægilega innivinnu.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 20:39

19 Smámynd: halkatla

það er sko frekar fúlt að geta ekki lagt sína eigin hönd á plóginn með ykkur - en það er allt í góðu ennþá ;) takk, takk.

halkatla, 21.1.2009 kl. 20:43

20 Smámynd: halkatla

það er ákveðin grúppa þarna útí samfélaginu sem er jafn heilaþvegin af skelfingarboðskap um VG einsog þeir sem eru heilaþvegnir af ást og umhyggju fyrir frjálshyggju og dlistanum, það er fullkomlega gagnslaust að reyna að ræða skynsamlega (s.s með rökum) við þessa tvo hópa, alls ekki síst þann fyrri því þau sjá bókstaflega rautt þegar v+g eða eitthvað þeim tengt ber á góma - no offense! málin verða aldrei leist ef þannig öfgafólk gerir ekkert annað trekk í trekk en að ræna umræðunni og færa hana niður á þetta bjánalega plan

halkatla, 21.1.2009 kl. 20:54

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það hvarflar ekki enn að fólki að það sé mögulegt að það komi fram nýtt framboð, ný hreyfing úr grasrótinni.

VG er ekki minn flokkur JS í þeirri merkingu að ég er algjörlega óbundin í pólitík.

Ég var í VG og hef kosið hann, sé heldur ekki eftir því, margt frábært fólk í þeim flokki.

En ég vil fá nýtt fólk, ég vil hugsa út fyrir þann ramma og skorður sem flokkakerfið setur, það er hægt að breyta fullt af hlutum.

Ekkert er meitlað í stein.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 20:59

22 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kæra Jenný. Viltu ekki vera svo væn og mótmæla fyrir mína hønd, ég kemst thví midur ekki vegna fjarlægdar. Ég myndi mótmæla á hverjum laugardegi, enda er verid ad eydileggja landid okkar.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 21.1.2009 kl. 21:01

23 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jón Steinar, er ekki þjóðstjórn rikisstjórn allra flokka, sem eiga þingmenn á Alþingi? Utanþingsstjórn er aftur stjórn skipuð fólki, sem ekki á sæti á Alþingi. Það er forseti, sem skipar slíka stjórn. Ertu nokkuð að rugla þessu tvennu saman?

ES skv. stjórnarskránni (24. gr.) getur forseti rofið þing. Nú væri lag til þess.

Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 21:02

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sólveig Kr.: Ég skal með glöðu geði mótmæla fyrir þína hönd, mér er heiður að því.

Björgvin: Það er bullandi misskilningur þarna á ferðinni.

Svo er auðvitað merkilegur þessi hræðslu áróður gagnvart VG.  Svo skelfilegt ef VG komast til valda.  ÓÓÓ, halló, þeir eru eini stjórnmálaflokkurinn sem er saklaus af þessu andskotans hruni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 21:04

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Björgvin: Ég er ekki að rugla neinu saman. Hverju mun þjóðstjórn breyta? Stórnarfyrirkomulagið er það sama. Það þarf að aðskilja Lögjafar framkvæmda og dómsvald og snú við valdajafnvæginu. Nú er þingið undir ægivaldi ráðjherra og ríkistjórnar, þegar í raun á það að vera öfugt ef hér á að vera lýðræði. Henda ráðherrum úr þingsal, fækka þingmönnum í 51, eðlilega, og gera þingið starfhæft lýðræðislega. Gefa því völd að nýju.

Það er það sem er að. Það er akkilesarhællinn. Fyrr getur þingið ekki orðið að kröfum fólksins og fyrr getur Ísland ekki kallast lýðræði. Þetta ætti því að vera krafa nr. 1. Svo getur þingið fallist á kosningar eða hvað eina að kröfu fólksins.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 22:12

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er svo ekki með hræðsluáróður gagnvart neinum flokki, enda óflokksbundinn Jenný. Ég er bara í einlægni að reyna að benda á þráð, sem gæti orðið til að leysa þessa flækju.  Við þurfum ekki blóð og brennda bíla. Við þurfum rökræn markmið og skilning á því hvað gæti komið okkur út úr ástandinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 22:16

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þingið á að ráða gjörðum ráðherra en ráðherrar eiga ekki að ráða gjörðum þingsins. Svo einfalt er það. Ráðherrar eiga ekki að hafa prókúru á ríkissjóð til að kaupa sér fylgi með bruðli umfram fjárlög. Ráðherrar eigas ekki að vera þingmenn. Capiche?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 22:20

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stjórnin fellur innan sólarhrings

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 23:00

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

FF á nú ekki heldur neinn hlut að bankahruninu Jenný mín, ekki svo mér sé kunnugt um allavega!Má ekki gleyma þeim flokki, hvaða álit svo sem þú eða aðrir hafa annars á honum.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 23:10

30 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og að þessum áralanga leik og hvernig hann þróaðist, á Samfylkingin engan þátt eða ber ábyrgð, en um eftirleikin geta menn hins vegar deilt.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 23:12

31 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nýtt fólk - fullt af nýju, harðduglegu fólki með vit í kolli og bein í nefi - takk

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband