Leita í fréttum mbl.is

Spilið endilega á fiðlu meðan Reykjavík brennur!

Dagurinn í gær verður lesinn fyrir próf í sögubókum framtíðarinnar.

Eftir að ég kom heim af Austurvelli lá ég í fréttamiðlum til að fylgjast með atburðarásinni.

Mogginn stóð sig frábærlega og sjónvarpið gerði mótmælunum góð skil, fréttastofa RÚV sýndi beint frá þinghúsinu.

Kastljósið tók gullið aftur að þessu sinni.

Ég beið með öndina í hálsinum eftir fréttum.  Ég horfði á Stöð 2 og þeir afgreiddu mótmælin á mettíma, enda enn í fýlu út í mótmælendur eftir Kryddsíldina.

Nú hlýtur glysgengið í Íslandi í dag að taka sig alvarlega og fjalla um atburði dagsins, hugsaði ég vongóð, en ég er hætt að horfa á Ísland í dag vegna andúðar minnar á glansmyndum af mógúlum, heilsuræktarumfjöllunum og almennu kjaftæði um ekkert.  Ætlaði að endurskoða afstöðu mína og gefa þeim séns.  Engum er alls varnað.

Nei, nei, á ekki að skjóta mann í ennið bara?  Nú var nærmynd af Bjarna Ben djúníor.  Ekki seinna vænna, maðurinn háaldraður og áhugi á þingmanninum sem kannski verður ráðherra bráðum eða seinna í sögulegu hámarki.

Ísland í dag þ.e. fólkið veinaði af löngun eftir þessari nærmynd.  Loksins kom hún og það ekki degi of seint.

Nú veit ég; Að Bjarni á það til að fara í annarra manna nærbuxur.

Að Bjarni er athyglissjúkur en er samt alveg skemmtilegur sko.

Að hann kann ógeðslega margt og það sem hann ekki kann er að hann að læra, eins og á píanó.

Bjarni syngur á morgnanna og er latur á heimili.

Hann fæddist EKKI með silfurskeið í munni, eða hefur alltaf haft fyrir öllu alveg sjálfur þrátt fyrir að hafa fæðst með silfurborðbúnað fyrir 12 milli varanna, segir konan hans eða eitthvað í þá veruna.

Niðurstaða Íslands í dag eftir heví rannsóknarvinnu: Bjarni er krútt.

Það er eitthvað sjúklega snúið og móðursýkislega firrt við að hafa þetta "ekkert að gerast - tjillum og verum glöð" í magasínþætti þegar miðborgin logar í byltingu og sögulegir hlutir eru að gerast.

Ég held að þeir ættu að leggja niður þennan vesæla þátt á Stöð 2 og sýna Gossip girl í staðinn.

Spilið endilega á fiðlu meðan Reykjavík brennur!

Nærmyndin af krúsídúllu.


mbl.is Mótmæli fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kastljósið segirðu......

....ég var ekki komin heim þegar það var - bezt ég kíki á það! 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Anna

Þó það nú væri að vera með fjör á Austurvelli. Pólitíkin á alþingi er svo drepleiðileg hun stendur á tímamótum. Við þurfum nýtt fólk til þess að krydda hana.................

Anna , 21.1.2009 kl. 10:41

3 identicon

Þú ert alveg mögnuð og frábær í því sem þú ert að gera hér.

Það er verst að ég er ekki áskrifandi af Stöð 2 því ég get ekki sagt henni upp.  Ég get þó sleppt því að horfa á Ísland í dag (geri það reyndar mjög sjalda).

Er ég svo ein um það að finnast Kompás vera að gera ekki neitt?  Eru þeir ekki að spila sig sem rosa fréttaskíringaþátt og brautriðjandi og ég veit ekki hvað?  Ekki dettur þeim samt í hug að rannsaka t.d. Árna Matt almennilega eða stöðuna í bönkunum í denn og í dag.  Reyndi að senda þeim póst enn fann ekki meilið þeirra.

Stöð 2 er orðin voðalega léleg blessunin og trúverðugleiki minn í garð fréttaflutnings þaðan er orðinn lítill sem enginn - ja ef nokkur.

Erna Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hver veit nema ad HR.Fullkominn geti gert eitthvad jákvætt fyrir tjód vora.Nú tarf nýtt blód sem kemur med ungu fersku fólki.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er gott að einhver hugsar um það að halda okkur við fegrunaraðgerðir og krúttmyndir, ekki vanþörg á einmitt á þessum tímum ólgu og uppþota

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hún er fáránleg þessi þöggun á Stöð 2. Get því miður ekki sagt henni upp þar sem maðurinn minn myndi leggjast í kör ef hann hefði ekki fótboltann sinn.

Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Höldum áfram - hömrum járnið.

Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF. 

Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:16

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég er íhald, því verður ekki breytt EN að taka fyrir þingmál um spurninguna hvort selja eigi sprútt í kjörbúunum við hlið soðningarinnar eða --bara ekki, fynst me´r full langt gengið.

Verið að selja Glitnisútibú a´brotabroti af núbókfærðu verði, bara af því bara.

Óli í Samskipum fær pall til að segjast góður við menn og málleysingja og stela engu.

Siggi Einars fær að gefa þjóðinni puttann.

Stórríkir men (sem aldrei borga krónnu í skatt) fá syndakvittun frá öllum dómstigum, bara af því að þeir eru svo flottir í tauinu og eiga svo obboðslega frábæra löffa í Armani fötum og dómararnir eru svo skíthræddir við að fjölmiðlarnir taki þa´fyrir og allt --sýni hvað þeir eru í púkó dressi.

Nei mín kæra, það fer að verða komin tími til, að hætta að vera líbó og tjilla með rautt í glasi.

Nú fer að taka við RUmba af taktfastari gerðinni.

Landsfundurinn er síðasti séns Sjálfstæðisflokksins til að sannfæra mig um, að ég eigi samleið með honum lengur.

Svo sjáum við til, hvotrt við dönsum ekki bara Salsa saman á einhverju torginu.

Blues kveðjur

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 21.1.2009 kl. 11:25

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Við höldum áfram í dag. Aðgerðinar eru klárlega að skila árangri.

hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 11:34

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þór og Hilmar: Áfram skal haldið.

Bjarni: Svo bregðast krosstré....

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31