Leita í fréttum mbl.is

Ekki meir - Geir

Ég er eiginlega hrærð vegna baráttugleðinnar í Íslendingum.

Ég er svo stolt af okkur öllum sem höfum mótmælt við þinghúsið í dag.

Það hafa orðið þáttaskil.

Skrefið hefur verið stigið, byltingin er hafin.

Ekki bylting sem framkvæmd er með ofbeldi, heldur úthaldi, styrk og bjargfastri trú á að réttlætið nái fram að ganga.

Í dag vældi forsætisráðherra úr ræðustól á þinginu um að hann fengi ekki vinnurfríð.

Skömm að þessu, hann fær engan frið maðurinn til að gera ekki neitt.

Helvítis skríllinn er að trufla flækjufæturna í ríkisstjórninni.

Geir gat ekki fengið vinnufrið til að ræða vátryggingarmál,

né heldur þjóðþrifamál Sigurðs Kára um hvort selja eiga léttvín og bjór í stórmörkuðum.

Svo ég tali nú ekki um andstöðu við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu, mál málanna á Íslandi í dag, fyrir utan heilsuræktina offkors.

 Ég má ekki gleyma bráðavandamálinu, sem eru tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum).

Gvöð Geir, hvað get ég sagt,

kreppan er að gera mér hluti.

Enginn friður til að vinna.

Þá er að stimpla sig út.

Víkið.

Sjáið sóma í ykkar í að gefa okkur tækifæri til að tala í lýðræðislegum kosningum.

Áður er það fer að kosta enn alvarlegra lögregluofbeldi en það sem nú þegar er orðið.


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Svo sammála. Svo innilega stolt af öllu þessu fólki sem hefur látið þingheim heyra í sér í dag.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mikið er mér illa við ofbeldi, í hvaða mynd sem það er. Mér er alveg sama hvort það er lögreglan eða mótmælendur sem beita því. Ég er einfaldlega á móti ofbeldi. Skemmdarverk eru mér heldur ekki að skapi, mikið sem ég er ánægð með mótmæli og að láta stjórnvöld heyra það en það dregur úr gleði minni að sjá skemmdarverk unnin á Alþingishúsinu og að sjá ofbeldið sem beitt er þar fyrir utan.

Lifi byltingin!

ps. Jenný - hvar er bloggið um Ísland í dag á Stöð 2????

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.1.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er vitanlega alger fásinna að trufla þingið þegar það er að sinna svona mikilvægum málefnum.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Held að upphlaup Ólafs sýslumanns á Selfossi og blessuð dagskrá þingsins hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það er ekki nokkur leið að fólk láti bjóða sér upp á þessa vitleysu lengur. "Burt með þennan líð sem situr á Alþingi" það er krafa okkar flestra. Langlundargeð og þolinmæði Íslendingsins er brostið og þetta fólk öðlast aldrei aftur traust okkar úr því ekkert af því hefur axlað neina ábyrgð á hruninu og spillingunni sem komið hefur í ljós.

Helga Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað verðum við að klára bjórmálið fyrst - það er mál málanna ekki satt.....

Nei - þetta hlýtur að fara að taka enda.  Þegar ég sá þessa dagskrá alþingis hugsaði ég sem svo " nú - þeir bíða eftir fundi sjálfstæðismanna og vita að síðan er málið dautt" og taka þessvegna fyrir verkefni sem ekki tekur nema nokkra daga að skoða.  Ég er sumsé alltaf að reyna að lesa í "merki" sem þýða - við erum að fara.

Væru betur löngu farnir - hlálega fáránlegt að sitja svona sem fastast. Hefur þetta fólk enga siðferðiskennd?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll.

Ég er með bloggið um Ísland í dag í heví vinnslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:03

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var að koma af Austurvelli, lágmark 2000 manns þarna rétt fyrir miðnætti og gífurleg og góð stemning. Þetta mun standa framundir morgunn :)

Byltingin er hafinn

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lifi byltingin

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:26

9 identicon

Já greyið Geir...

 "Svo ég tali nú ekki um andstöðu við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu, mál málanna á Íslandi í dag, fyrir utan heilsuræktina offkors."

Love it!

Lifi byltingin

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:31

10 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Veistu Anna mín að þú ert snilld.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:40

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 pistilinn skrifar     ,eins og gullnar klingjandi bjöllur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:31

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Heyr heyr heyr....Svo sammála. Ég fylgdist med á netinu og var stolt ad minni tjód.Hefdi svo sannarlega viljad vera á Austurvelli og upplifa og taka tátt  samheldni med tjód minni.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 10:21

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er frábært, og þið sem þarna hafið tekið þátt eigið heiður skilinn.  Þið eruð líka þarna í mínu nafni, ég hefði verið þar sjálf ef ég væri ekki svona langt í burtu.  Áfram Nýja Ísland!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.