Leita í fréttum mbl.is

Í startholunum

Helga Vala Helgadóttir, formaður Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar er búin að fá nóg.  Hún segir að hún og margir félagar hennar vilji ekki þessa ríkisstjórn.

Flott viðtal við Helgu Völu er í myndbandi tengdu fréttinni.

HV segir að þjóðin sé í Alþingisgarðinum.

Það er rétt hjá henni.

Ég veit það, Helga Vala veit það, allir sem voru við Alþingishúsið í dag vita það.

En þeir ná ekki þessari staðreynd þeir sem innandyra sitja.

Þá meina ég ríkisstjórnina og stjórnarflokkana.

Ég vil þjóðstjórn og nýjar kosningar.

Við viljum það flest.

Hvernig væri að hætta að þrásitja þrátt fyrir að það sé löngu kominn tími á að hysja upp um sig og fara heim? 

Þekkir þetta fólk ekki sinn vitjunartíma?

Veit það ekki hvenær er komið nóg?

En þetta er eitt frábærasta afmæli sem ég hef átt eftir að ég var fertug, ég hef trú á Íslendingum og eftir daginn í dag þá veit ég að þetta hefst á endanum.

Hvenær eru næstu mótmæli?

Ég er í startholunum.

Jabb.

 


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Vala er flott og frábær kona enda gift bróðursyni mínum.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flott afmæli hjá þér! Helga Vala er æði!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hún snerti mig. Þau gerðu það öll. Gunnar var líka flottur.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já frábært vidtal, madur komst bara vid. Hvursu lengi er hægt ad sitja sem fastast thegar madur er fyrir løngu ordinn ÓVELKOMINN svo thad lyktar af thvi??? Thessi ríkisstjórn er bara ordin vofa og ætti ad taka tilmælum THJÓDARINNAR og drullast frá vøldum.. sitjandi inni og ræda hvort selja eigi áfengi i búdum....djøs rugl ad thad hálfa væri hestur.

kvedja til thin Jenný,hafdu gott kvøld

María Guðmundsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gaman að hitta þig loksins!! Frábært viðtal við Helgu Völu!!

Ég er enn að ná mér niður eftir daginn með Katrínu og Heiðu!!! Eins og sést kannski best á upphrópunarmerkjunum ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 20:22

6 identicon

Heil og sæl; síunga baráttukona, Jenný Anna, og til lukku með afmælið !

Helga Vala; kemur skemmtilega á óvart, og virðist hafa góðan vilja til, að kveðja frjálshyggju samkundu Safylkingar ómyndarinnar. Það væri okkur þjóðernissinnum ánægjuefni mikið.

Helga ! Hygg; að bróðursonur þinn vilji vinna Dalamönnum, frændum mínum, allt það gagn, sem honum er mögulegt. Fær víðast hvar; gott orð, sá ágæti drengur.

Jenný Anna ! Við öll; hér á spjallsíðum Mbl., hljótum, að taka ofan, fyrir hugsjónaeldi þínum, sem óbilandi baráttuþreki, í þeim hildarleik, sem við stöndum frammi fyrir, gagnvart niðurrifs öflum Geirs H. Haarde og þeirra Össurar Skarphéðinssonar, þessi dægrin.

Með baráttukveðjum; góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég var þarna í dag og var slegin yfir því hvað fáir voru.En ég held samt að meirihluti þjóðarinnar sé með þeim í huganum. Hins vegar var Helga Vala alltof æst. Menn eiga ekki að sýna geðshræringu í svona aðstæðum heldur vera kúl eins skrattinn. Og svo get ég ekki séð að dóttir Helgu Völu sé eitthvað meira til að gera veður út af en aðrar dætur. Sjálfhverfur rembingur í henni bara sem spillir góðum málstað. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 21:01

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Helga Vala er bara flott.  Það verður fróðlegt að sjá hvað verður samþykkt á félagsfundi í félaginu hennar á morgun.

Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:09

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Varst þú niður frá ég ætlaði að ráðast á afmælisbarnið og kyssa það .

Hörður B Hjartarson, 20.1.2009 kl. 21:26

10 identicon

Helga Vala var reið en það á við um marga þessa daganna, og ekki síst um kjósendur samfylkingarinnar.

Alþingi íslendinga er orðið leikhús fáránleikans og það sem verra er þar ræður veruleikafyrrtur skríll lögum og lofum.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:28

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Til lukku með þennan viðburðarríka afmælisdag Jenný. Viðtalið við Helgu Völu var mjög flott og hún skilaði því til þjóðarinnar þeirri tilfinningu sem svo margir hafa gagnvart þeim stjórnvöldum sem nú sitja.

Lifi byltingin!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.1.2009 kl. 22:45

12 Smámynd: Heidi Strand

Hurra for deg som fyller ditt år!
Sammála ykkur með gangi mála hér. Ég var á Austurvelli með mína kúabjöllu en hún  var ekki nóg öflug, en það munar um allt.

Heidi Strand, 20.1.2009 kl. 22:52

13 identicon

Obama talaði til Geirs og Ingibjargar

"Við þá sem ríghalda í völd fyrir tilstilli spillingar og svika og þöggunar óánægjuradda, þið megið vita að þið eruð á skjön við söguna..."

Úr innsetningarræðu Obama í dag. Sá fylgist með heimsmálunum 

101 (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

101: Góður.

Takk öll fyrir frábær innlegg.

Þessi dagur er búin að vera góður, vegna þess að það er eitthvað að gerast.  Breytingarnar liggja í loftinu.

Ég vona bara að ríkisstjórnin átti sig svo það þurfi ekki að kosta meira lögregluofbeldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:03

15 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ó jú Jenný þú getur reitt þig á að þar átt þú því miður ekki kollgátuna , því þessir menn eru ekki til að verja okkur heldur til að berja okkur .

Hörður B Hjartarson, 21.1.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.