Leita í fréttum mbl.is

Friðsamlegur hávaði

Sorglegt að yfirvöld skuli beita efnavopnum á mótmælendur við Alþingishúsið.

Ég sá engan mótmælanda hegða sér öðruvísi en friðsamlega.

Hávaðinn var gífurlegur en þetta var friðsamlegur hávaði.

Stemmingin var gífurlegt, fólk vill breytingar.

Í fjöldanum við Alþingishúsið mátti sjá þverskurð af þjóðfélaginu.

Gamlar konur og menn, unglinga og allt þar á milli.

Auðvitað var þetta ekki þjóðin, hún er annars staðar veit ekki hvar.

Ég fór heim um þrjúleytið og þá var búið að hneppa einhverja í járn.

Beita efnavopnum á suma.

Sorglegt segi ég enn og aftur.

Ef ríkisstjórnin er ekki búin að ná því að almenningur er ekki á því að að gefast upp þá er ég illa hissa.

Ég sá Gunnar Smára Egilsson og Mikael Torfason við þriðja mann standa til móts við Dómkirkjuna.

Voru þeir að mótmæla eða að finna til í hjartanu?

Afmælisbarnið kveður í bili.

Yfir og út.


mbl.is Margir fengu piparúða á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ef valdamenn þessarar þjóðar eru ekki en farnir að skilja að við viljum ekki sjá þá er víst borin von að þeir geri það nokkurn tíma.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 breytingu takk

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið var ég hreykin af þjóðinni minni í dag.  Niður með spillinguna burt með ríkisstjórnina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég tek undir með henni Ásthildi hér fyrir ofan, ég var mjög stolt af þjóð minni í dag. Burt með spillinguna. Burt með ríkisstjórnina. Burt með stjórn Seðlabankans. - Burt með Fjármálaeftirlitið.

 Kosningar strax.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.