Leita í fréttum mbl.is

Ég býð í ammmæli - úje

Ég verð eitthvað ára á morgun.

Skiptir ekki máli hversu lengi ég er búin að velkjast hér á meðal oss en ég sé enga ástæðu til að gera mér ekki glaðan dag og það svo eftir verði tekið.

Ég býð því öllum sem ég þekki og líka hinum í afmælið mitt við Alþingishúsið kl. 13,00.

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki gaman að vera með samspil - hljóðfæri eru ekki skilyrði, pottar og sleifar framkalla líka flottan rytma.

Sjáumst kát.

Og skiljið afmælisgjafirnar eftir við styttuna af Jóni þegar þið farið.

Plís kræ mí a river.

Ég þarf á samúð að halda þetta styttist óðum hjá mér í annan endann.

Sjitt


mbl.is Hvetja til mótmælastöðu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var einmitt að segja mínum elskulega milli munnbita að þú ættir afmæli á morgun.  Get því miður ekki mætt í eigin en verð þarna með þér í huganum berjandi bumbur hér í sveitinni.

Njóttu dagsins Jenný mín.

Ía Jóhannsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla sko að koma...... as a member of the band........

.....búin að vera grúppía svo lengi - sjáðu til! 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til lukku með morgundaginn. Ég er viss um að það kemur fullt af fólki og það sjáist ekki í Jón Sigurðsson fyrir gjöfum þegar partíið er búið.

Helga Magnúsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég myndi sko koma í afmælið við alþingishúsið ef ég væri í bænum, ekki spurning. Til hamingju fyrirfram með morgundaginn

Huld S. Ringsted, 19.1.2009 kl. 20:47

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hamingjuóskir með afmælisdaginn á morgun. Aldrei að vita nema maður fresti hádeginu til kl. 13 fyrst ég er boðin í afmæli!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.1.2009 kl. 20:57

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stefni að því að mæta í afmælisveisluna þína Jenný, hvað annað

Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 20:59

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég mæti sko ekki í svona afmælisveizlur þar sem fermíngarsyztkini lánggrandmóður minnar myndu draga upp lángspil & lambhúzhettur.

En samúð er frí & af henni á ég nóg frá mér til þín.

Svo ertu líka bæði fín & flott miðað við nákomandi háaldursstigið.

Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 21:42

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

hmmm hélt að ég hefði verið búinn að kommenta hjá þér.

Óborganleg ertu.

Til hamingju með daginn. Verst að ég kemst ekki í afmælið, þarf að fara í læknisskoðun sem hermaður þjóðar og hetja hafs ákkúrat á sama tíma.

Einar Örn Einarsson, 19.1.2009 kl. 23:34

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Til hamíngju með ammælið Jenný mín, þú ert í mínum huga tæblega 39, en lítur út fyrir að vera 29 & talar einz & 19tján, & það er hróz.

Steingrímur Helgason, 20.1.2009 kl. 00:07

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Hér er - , um - , frá - og til haaaaaaammmmmiiiiinggju !!!!!!!!!!!!!!!!!!

  X ??

Hörður B Hjartarson, 20.1.2009 kl. 00:09

11 Smámynd: Ragnheiður

Jæja skvís, til hamingju með afmælið...það er kominn 20 janúar enn og aftur.

Ragnheiður , 20.1.2009 kl. 00:12

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með afmælið, ég ætla að mæta í veisluna þína.  Með pott og buffhamar.  Það ætti að skapa ágætis hávaða í tilefni dagsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:16

13 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hlakka til að koma á afmælið þitt og til hamingju- dagurinn er kominn.

María Kristjánsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:32

14 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með daginn mín kæra.

Aldrei að vita nema maður mæti við Austurvöll. Verðurðu með 17.júní-fána og bleika jólasveinahúfu, svo ég þekki þig?

Laufey B Waage, 20.1.2009 kl. 08:20

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með afmælið elsku Jenný mín:):):):)knús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur:):):)njóttu hans vel:):):):

Linda,Gunni og dæturnar:):):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.1.2009 kl. 08:20

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Risa afmælisknús...þú kannt að halda veislurnar og velja þeim stað! Ég mæti á einkaþotunni minni á austurvöll og vona að þessi afmælisveisla þín skyggi á greyin sem eru núna að drattast úr jólafríi og mæta allt of seint í vinnuna.Ætli þau viti að þjóðarskútan sekkur hratt og þau ekki á vaktinni? En látum það ekki spilla afmælinu þínu..ég mæti fín og flott með miklum hávaða. Love you

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.1.2009 kl. 08:21

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með afmælið mín kæraÞakka boðið en það er aðeins of langt að skreppa, en ég verð með í huganum

Jónína Dúadóttir, 20.1.2009 kl. 08:29

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með afmælið.  Einstaklega vel til fundið að halda það á þessum stað við þessar tilteknu aðstæður.  Ég myndi koma ef ég byggi ekki svona langt í burtu.  Vonandi mæta sem flestir!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 08:51

19 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með daginn, kæmi sko alveg örugglega ef ég væri í bænum og ekki amalegur staður til að slá til veislu og það með honum Jóni

Helga skjol, 20.1.2009 kl. 08:58

20 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með afmælið En ætla að afþakka gott afmælisboð og vona að sem flestir mæti

Brynja skordal, 20.1.2009 kl. 09:04

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælið elsku Jennslan mín. Sjáumst í partýinu

Heiða B. Heiðars, 20.1.2009 kl. 09:23

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég mætti í afmælið þitt við Alþingishúsið í dag. Það var mikið stuð og ég var mjög stolt af þjóð minni sem þarna var mætt til að fagna afmæli þínu, og láta ríkisstjórnina og þingheim allan vita að við vijum kosningar, og þessa ríkisstjórn burt. Það var mikil stemmning, og fólk var ákveði í að koma ríkisstjórninni í skilning um að segja af sér, svo hægt sé að mynda neyðarstjórn þar til kosið verður. 

Líklega hefur þeim verið brugðið við að sjá hversu margir voru á Austurvelli og kringum Alþingishúsið, nema allt í einu birtist óeirðalögreglan bak við Alþingishúsið og skipar fólkinu sem þar er að færa sig fjær húsinu, sem fólkið gerir möglunarlaust, og það eru þarna 5 fréttaljósmydarar að mynda kurteisa mótmælendur að færa sig, þegar óeirðalögreglan tekur sig til og meisar ljósmyndaranna, þeim bregður við og hætta að mynda og eru þá meisaðir beint í augun. Það er miðað beint í augu atvinnuljósmyndaranna alla 5.

Ég hef bara aldrei vitað annan eins níðingskap, við fólk sem er bara að vinna sína vinnu, sem var í þessu tilfelli að ljósmynda mótmælendur.

Og við þetta bætist að einn ljósmyndari sem ekki leggur í vana sinn að mæta í mótmæli, var að taka myndir af mótmælunum í dag, og tók óvart myndir af vitlausum lögreglumanni,  sem lét hann vita að ef hann birti myndirnar yrði hann tekinn í gegn,  - nema það skipti engum togum að allt í einu er ráðist á ljósmyndarann og hann handjárnaður, og farið með hann eitthvert.  Svo það verður spennandi að sjá þessar myndir, þegar þær verða birtar á netinu. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:54

23 Smámynd: halkatla

til hamingju með ammælið frú villingur

halkatla, 20.1.2009 kl. 23:00

24 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Vá,þetta er mögnuð afmælisveisla sem þú býður uppá. Nú þegar klukkan er orðin miðnætti er búið að kveikja í jólatrénu og fleira. Löggan kominn, farin, komin, farin og komin.

Fer bara að minna á gömlu (góðu) afmælin hérna í denn, þegar við vorum 17 ára.

Errekkiallirörugglegaedrúúú????

S. Lúther Gestsson, 21.1.2009 kl. 00:38

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lúter minn: Bláedrú.  Það mættu þarna grímuklæddar boðflennur með læti og spreijuðu á gestina.  Ekki fallegt.

Jólatréð er til að hlýja gestunum og hvar varst þú drengur?

Takk AK.

LG: Leiðinlegt að hitta þig ekki.

Já það er skelfilegt þetta lögregluofbeldi, ég hræðist það mjög.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:47

26 Smámynd: kiza

ARG djof.andsk.vinna.

Kem unfashionably late, svona uppúr sex eda svo.  Komst ekki í dag vegna vinnu og svo dó kisan mín eftir vikulong veikindi :(  Er haefilega reid til ad beina ollum minum haefileikum í ad gera afmaelid thitt hávaerara en stóra-hvell.

-Jóna. 

kiza, 21.1.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband