Leita í fréttum mbl.is

Bann á ferðir fyrir almannafé

Ég legg til að sett verði ferðabann á ráðamenn nema í algjörum neyðartilvikum.

Skv. þessari frétt í DV hefur t.d. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ferðast fyrir á aðra miljón króna s.l. þrjá mánuði.

Dagpeningar eru um 87 þúsund á dag og Ásta Ragnheiður hefur ekki orðið vör við að það sé afgangur af dagpeningum enda sé dvalið á dýrum hótelum.

Einhvern tímann hefði maður sagt; veldu hótel á hæfilegu verði og skilaðu mismuninum.

Ég þekki mann sem vinnur hjá stórum samtökum og hann hefur alltaf skilað hverri krónu til baka umfram það sem hann þarf nauðsynlega að nota.

Þetta dæmi sem tekið er um ÁRJ er ábyggilega almennt dæmi sem á við fleiri alþingismenn og mér er svo nákvæmlega sama hvaða flokki þeir tilheyra, þetta gengur ekki upp.

Þessi upphæð sem nefnd er hér er fyrir s.l. þrjá mánuði eins og að ofan segir.  Þessa þrjá mánuði gott fólk, þar sem fólk hefur verið að missa vinnu í stórum stíl, er að missa heimili sín og þarf að berjast við skelfilegar afleiðingar peningasukks sem það á enga sök á.

Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja að þingmenn taki ástandið ekki alvarlegar en svo en að þeir ferðist fyrir almannafé upp að þessu marki að það hlaupi á milljón og ríflega það á ekki lengri tíma en þetta.

Nú er kominn tími á að allir og þá meina ég allir fari að sýna hegðun í samræmi við ástandið.

Það er kreppa á Íslandi.  Efnahagslegar hörmungar þar sem reikningurinn sem sendur er almenningi með upphæðum sem við venjulegt fólk fáum ekki skilið og enn er ekki allt komið á borðið hvað það varðar.

Ef það er ekki kominn tími á að bjöllur hringi hjá forréttindastéttunum þá veit ég ekki hvenær hún mögulega rumskar.

Ferðabann á fólkið.

Við verðum einfaldlega að sitja heima á meðan ástandið er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helvítis fokking fokk.  Samtryggingin er algjör rotturnar standa saman í svínaríinu.  Afsakaður orðbragðið, en ég er um það bil að fá nóg af þessu liði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

HFF  Ég hef grun um að þingmenn hafi notað sér þessar oftast ónauðsynlegu utanlandsferðir sem launauppbót

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finndist bara allt í lagi að þau borguðu sínar ferðir sjálf! Þau eru alveg með laun til að standa undir því - allavega eru þau með vinnu! Þá mundi liðið líka velja betur þær ferðir sem farið væri í  en ekki rjúka bara í allar ferðir á alla fundi sem í boði eru.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

djøfuls rugl, á thetta fólk ekki ad´sýna fyrirmynd i einu sem ødru, hvern andskotann tharf ad nota 87 thús kr á dag???? helv kjaftædi...afsakid ordbragdid..bara cant help it..thetta er i thremur ordum sagt HELVITIS FOKKING FOKK! ""

María Guðmundsdóttir, 16.1.2009 kl. 15:59

5 identicon

Mér finnst allt í lagi að hún gæfi útskýringar á þessum greiðslum og kæmi með nótur á móti. Almenningur á rétt á því að vita og ÁRJ ætti að muna eftir sjálfri sér mótmælandi eyðslu þingmanna.

Hafdís (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:49

6 identicon

Þingmenn fá greiddan símakostnað og styrk til að kaupa síma og fær greiddan ferðakostnað til og frá vinnu. (Af hverju getur það ekki komið sér í vinnuna á eigin kostnað eins og aðrir?) Þar fyrir utan er fastur ferðakostnaður 36.00 eða 47.000 eftir búsetu og eitthvað sem heitir starfskostnaður 53.000.

Solveig (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:04

7 identicon

Sorry, þetta voru nokkurra ára gamlar tölur, vísast eitthvað hærri nú.

Solveig (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:09

8 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hef aldrei þolað bruðl. Síst af öllu bruðl með almannafé. Þoldi það ekki í góðærinu, - og get ekki með nokkru móti skilið að það skuli eiga sér stað í dag.

Laufey B Waage, 17.1.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband