Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Djúsbókhald Theódórs
Ég er í kreppufríi, fram að fréttum og þá leik ég mér að brauðbakstri og hangi yfir myndum af drukkinni Amy Winehouse og bláedrú Tinu Turner.
Svo fór ég að hugsa um fatnað. Sem hefur verið eitt af mínum hitamálum í gegnum tíðina.
Ég man eftir að hafa verið fastur kúnni á Drengjafatavinnustofunni í denn hvar ég lét sauma á mig föt. Enda ekki um auðugan garð að gresja í Reykjavíkurborg þar sem enginn var búinn að átta sig á því að börn yrðu unglingar en hoppuðu ekki beint í að verða litlar kerlingar og karlar.
Ég man eftir að hafa steðjað niður Bankastrætið í sérsaumuðu kápunni frá Drengjó, með Lennongleraugu, stífmáluð með hárið flaksandi í helvítis gaddi. Til fótanna var ég í stígvélum sem náðu upp á mið læri og voru kölluð mellustígvélin af hlýlegum ættingja mínum sem nú er löngu dauður og óska ég honum til hamingju með það.
(Það má geta þess að sami ættingi kallaði mig kanamellu af því ég fór á ball í Stapann þegar Hljómar voru að spila. Ak ei inn í Keflavíkurumdæmi ella skaltu mella kallast).
Svo var farið á Hressó. Vér keyptum oss djúsglös á ellefu krónur og Teddi útkastari þessa veitingahúss, sat og fylgdist með að glösin tæmdust og henti okkur svo út, nú nema við ættum fyrir öðru.
Hugsið ykkur að vinna við að vera lifandi djúsbókhald?
Alveg: Taka status á þrjátíu djúsglösum jafnmargra unglinga. Djöfuls karlinn er dauður, ég vona að hann hafi fengið skemmtilegri verkefni en unglingaofbeldi á himnum.
Og nú spyr einhver sem hefur ratað inn á þessa síðu til að lesa lærða grein um Tinu Turner: Hvað kom þessari nostalgíu af stað hjá konunni?
Jú, það skal ég segja ykkur.
Ég er löngu hætt að láta sauma á mig föt á Drengjó, mellustígvélin löngu ónýt og ég hef engan hug á að endurnýja þau. Né heldur kynnin af Hressó og sykurdjúsnum sem þar var í boði.
Það var nefnilega þá, núna er núna.
En Tína krúttið, þessi frábæri listamaður er enn í hnébuxunum sem slógu í gegn í eitís.
Halló, hoppa inn í nútímann.
Ég er að berjast við að halda mér þar.
Úje
Tina Turner enn í fullu fjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þær gjörsamlega björguðu lífi mínu, ég fæ nefnilega útbrot ef ég snerti nál og tvinna, sver´ða.
Tina Turner er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu, sko ekki mér heldur hinum sem liggur nú eins og stofustáss hér í sófanum í sétteringu við púðana.
Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:57
Aha kreppan og að leita í minningasjóðinn það gerir mér bara gott (í meðalhófi:) Takk fyrir, gaman að heyra þetta með Drengjafatvinnustofuna.
Tveir strákar héldu mér uppi - þar sem ég hékk í hálfopnum grænum glugga á Hótel Hveragerði 1964 eða´65 Inni var beatið, Hljómar spiluðu þar og ég var 12, eða 13 ára.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 15.1.2009 kl. 17:15
Rosalega hefur þú verið flott þegar þú steðjaðir þarna niður Bankastrætið í þessari múnderingu Ég sveitastelpan hefði fallið í stafi og gapað opinmynt af aðdáun
Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:19
Man sko vel eftir Drengjafatavinnustofunni. Tvær ferlega skrítnar kerlingar en flinkar að sauma.
Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:44
Drengjafatavinnustofan hvað??? ..
Sorry, kannast ekki við þetta - man eftir Vinnufatabúðinni, það er svona helsta orðið sem mér dettur í hug sem er líkt þessu.
Man eftir yndislegum Hressó ferðum með mömmu og þessari yndislegu rjómatertu með möndluspænunum og heitu súkkulaði með rjóma, yummi
Gaman að svona nostalgíufærslum, Núið er stundum fullerfitt - þó ráðlagt sé að lifa í því.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 17:47
Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 18:09
Hvernig geturðu munað þetta allt?
Vaá ég er eitt undrunarmerki í framan.
Helv... karlinn á hressó, það má nú segja! Og að geta munað nafnið á honum er magnað. Hann er ímynd þess alklikkaðasta sem ég hef barið augum um æfina.
Ég var nær búin að gleyma gula djúsinum og hvað þá hvað hann kostaði, man bara eftir Kollu og síðar undrunina þegar Snorri póstur krækti í hana!
Ó je það var þá góa!
Edda Agnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.