Leita í fréttum mbl.is

Gengisfelling á orðinu nauðgun

 Ari Edwald kann ekki að meta tilboð þriggja mótmælanda að safna fyrir útlögðum kostnaði vegna mótmælanna sem urðu til þess að Kryddsíldin hans Sigmundar Ernis var rofin.

Ara grunar að þetta sé einhvers konar hótfyndni og reiknar ekki með að þiggja söfnunarféð.

Ari er enn í uppúrveltingi vegna atviksins á gamlársdag. 

Hann hefur yfirdramatíserað atburðinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í fréttum.

Hann virðist ætla að mjólka atvikið til síðasta dropa.  Harmur hans hrópar í himininn.

Ari getur greinilega ekki lagt þetta til hliðar og haldið áfram að næsta máli á dagskrá.  Hann grætur enn eins og barn sem hefur týnt snuddunni sinni.

Ari á líka heiðurinn að því að vera sá eini sem undir nafni (í mynd og allt) hefur hvatt lögregluna til að taka fastar á "glæpamönnunum" og á hann þá við mótmælendurna offkors.

Ástæðan fyrir því að ég nenni að blogga um þetta tuð í Ara er einföld.

Hann fór gjörsamlega og ófyrirgefanlega yfir markið í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ari óar og æjar vegna andlegs tráma starfsmanna sinna og líkir áföllum þeirra sem lentu í átökunum við Borgina við þolendur annarra ofbeldisbrota eins og nauðgana.

Hefur Ari kynnt sér það áfall sem nauðgun er?

Að þolendur þeirra verða aldrei samir aftur?

Að nauðgun er innan sama refsiramma og mannsmorð? 

Hefur hann velt því fyrir sér hvers vegna hægt er að dæma menn í allt að 16 ára fangelsi fyrir nauðgun?

Allt þetta efni er aðgengilegt.

Ég bendi Ara á að hafa samband við Stígamót og fá þessar bráðnauðsynlegu upplýsingar frá þeim sem best vit hafa á líðan þolenda nauðgana.

Áður en hann gengisfellir aftur orðið nauðgun sem lýsir einum af skelfilegustu ofbeldisglæpum sem hægt er að fremja.

Ég myndi segja upp Stöð 2 í annað skiptið núna á skömmum tíma hefði ég ekki asnast til þess fyrr í haust af sparnaðarástæðum.

Ari Edwald nú er komið að þér að biðja þolendur kynferðisofbeldi afsökunar og meina það.

Sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ari er gjörsamlega marineraður í eigin harmi!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 17:19

2 identicon

Þetta er auðvitað ótrúlegt hjá manninum, að dirfast að líkja þessu saman.

En til að rétt sé rétt þá er hann ekki í viðtali í DV heldur vitnar DV í hádegisfréttir Bylgjunnar þar sem rætt var við Ara, eins og segir í netfréttinni.

Halldóra Sig (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Halldóra, leiðrétti þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Ég er sammála þessu Jenný, hvar var vællinn í manninum þegar myndatökumaður stöðvar 2 var "meisaður" þegar ráðist var inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu?

Ekki mótmælti Ari sjálfur en fréttastofan furðaði sig á hinum "harkalegu aðgerðum" lögreglu - en hvað var tökumaðurinn hins vegar að gera þarna í fararbroddi.

Það sem allt snýst um þegar á botninn er hvolft er að það er bara verið að reyna að ná í söluvænar fréttir og auglýsingar í kjölfarið.

Það að vera enn að tala um þessa "ekkifrétt" og koma svo með þessar samlíkingu segir miklu meira um lýsandann en þá sem hann er að lýsa.

Vilhjálmur Óli Valsson, 14.1.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hann Ari er lítill hann er .........

Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 18:14

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Sammála Jenný, gjörsamlega óviðeigandi ummæli

Harpa Oddbjörnsdóttir, 14.1.2009 kl. 18:49

7 Smámynd: Geimveran

Þetta er svo langt yfir strikið að það hálfa væri nóg. Um leið og hann gengisfellir nauðgun sem verknað þá líkir hann líka mótmælendunum við nauðgara. Hann hefði líklega ekki getað svarað viðleitni þremenninganna á ógeðfeldari hátt.

Ég hringdi áðan og sagði upp Stöð 2 - og verð að segja að ég sárvorkenni starfsfólkinu þar að þurfa að vinna undir svona yfirstjórn.

Geimveran, 14.1.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta eru vægast sagt óviðeigandi ummæli.

En ég hringdi í Ara Edwald og spurði hann hvort það væri virkilega svo að þetta væri rétt eftir honum haft....
...Hann staðfesti að svo væri

Mig langar mest til að kaupa áskrift af Stöð 2 bara til að geta sagt henni upp

Heiða B. Heiðars, 14.1.2009 kl. 19:24

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heiða! Þú ert svo....... spontant!! Mér finnst þú frábær!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 19:34

10 Smámynd: AK-72

Ég er einn af þessum mótmælendum sem kvittar undir bréfið og eftir fréttir Stöðvar 2 í hádeginu, er ég brjálaður. Ekki nægði Ara þau ósmekklegheit að vera að gengisfella og gera lítið úr þeim viðbjóðslega glæp, nauðgun, og líkja í raun mótmælendum við þá ógeðfelldu menn er slíkt fremja, heldur var meira sem sagt var þar sem gerði mig og allavega einn annan af þeim er rituðu undir, öskureiða.

Í andsvarinu kemur fram eftirfarandi setning:"Við komum ekki til mótmælanna með því hugarfari að valda skaða, enda gerðum við það ekki," og þar með töldum við það hafa komið því til skila að við hefðum ekki tekið þátt í þeim stympingum né skemmdarverkum sem framin voru. Fyrir hádegi þá hafði samband við mig fréttakona frá Stöð 2(G eitthvað) sem tók við mig örstutt viðtal, þar sem ég sagði m.a. að við hefðum ákveðið þetta vegna þeirrar alhæfingar Stöðvar 2 manna og annara um að allir mótmælendur við Hótel Borg hefðu verið ábyrgðarlausir skemmdarvargar.

Fleira var sagt, svo sem það, að það ætti að fá óháðan aðila til að meta tjónið, líkt og það eigi að rannsaka bankahrunið, og svo var ég spurður út í hvað við meintum með furðu okkar á valdsboðsummælum Ara Edwalds á Nýársdag um að lögreglan ætti að beita meiri hörku. Ég svaraði því til að næsta stig valdbeitingar lögreglu í hörku, væru barsmíðar með kylfum og það vildum við ekki sjá. Svo lauk viðtalinu með spurningu varðandi óþægindi starfsmanna Stöðvar 2sem ég svaraði til að ég hefði fulla samúð og sklining með.

Fréttinni var svo útvarpað með fyrirsögninni:"Mótmælendur sem skemmdu tækjabúnað Stöðvar 2, bjóðast til að greiða tjónið".

Hér er yfirlýsingin:

http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/602

og hér er "frétt" Stöðvar 2.

Við þrjú erum að íhuga svo hvernig þessu verður svarað.

AK-72, 14.1.2009 kl. 19:36

11 Smámynd: SM

kjánahrollur að sjá þessa trauma-frétt þeirra á visi.is nokkra daga í röð á forsíðu...

SM, 14.1.2009 kl. 19:40

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvað er eiginlega í gangi á stöð tvö og hvert er markmið þeirra með þessu drama?

Heyrðuð þið í Mikael Torfasyni í pistili sínum hjá Sigmundi Erni í Mannamáli þar sem hann talar um réttláta reiði og hvað hann sé fúll yfir að mótmælendur hafi "Lúskrað" á samstarfsmönnum sínum á stöð tvö??? Er þetta lið að missa tengslin við það sem heitir raunveruleiki og staðreyndir??  Hvenær lúskruðu mótmælendur á starfsmönnum stöðvar tvö??? Hvað rosalega histería er í gangi þarna uppfrá og hver er tilgangurinn með því að hamra á þessu?

Maður spyr sig hver sé tilgangurinn með þessu? Hvað vill Ari Edvald sjá eiginlega..lögregluna lúskra á mótmælendum með kylfum og bareflum?  Blóð??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.1.2009 kl. 20:12

13 Smámynd: Kristján Logason

Sjáið þið ekki málið. Ara vantar kostnað á afskriftarreikning.

Skemmdur tækjabúnaður

Tapaðar auglýsingatekjur

Sálfræði meðferð

allt þetta gefur væntanlega nokkrar millur á afskriftareikning sökkvandi fyrirtækis

Kristján Logason, 14.1.2009 kl. 20:18

14 identicon

Mér finnst þessi samlíking í besta falli alveg ótrúlega óviðeigandi, í versta falli gróf vanvirðing við alla sem orðið hafa fyrir slíkri reynslu.

Annars langar mig í leiðinni að þakka þér Jenný mín fyrir tryggðina við mig á blogginu, eins og ég er orðin mikill letihaugur hér í bloggheimum. Þú ert bara yndisleg

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:19

15 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Meira endemis sífrið í fullorðnum manni...piff Ari.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.1.2009 kl. 20:19

16 Smámynd: Kristján Logason

Svo svona án gamans og gráglettnu hliðar málsins þá er þetta vísun til þess að Ari og félagar eru orðnir hræddir. Mótmælin bera árangur.

Nú er lag að herða róðurinn.

Kristján Logason, 14.1.2009 kl. 20:24

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það eiga bara allir að segja upp áskriftinni að stöð tvö...er einhver sem enn heldur að þessir menn flytji trúverðugar fréttir?? Að þeir hafi hæfi eða getu til sangnjarns mats þegar afstaða þeirra gegn fólkinu er svona skýr. Er ekki Ari Edwald einn sprottinn úr hópi atvinnurekenda og auðmanna og stendur enn vörðinn fyrir sitt fólk?  Og Mikael tekur réttláta reiði almenningings og gerir hana að dauðasynd...er maðurinn með öllum mjalla?

Sálfræðingarnir sem nú hlúa að starfsmönnum stöðvar tvö og veita þeim áfallahjálpina geta vonandi upplýst fólkið um að réttlát reiði er einmitt það sem hún er ...réttlát... og það þarf að beina henni í farveg. Rétlát reiði almennings magnast þegar hannn verður vitni að óréttlæti eins og því sem felst í vinnubrögðum og fréttaflutningi stöðvarinnar.  Og áherslurnar á ögurstundum HJÁ STÖÐ TVÖ eru brjóstastækkanir og hundakrabbamein. Vá hvað þetta er smart sjónvarp og örugglega það sem ekki þjóðin vill sjá þessa dagana svo maður tali nú ekki um mæringuna á auðmönnunum í íslandi í dag.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.1.2009 kl. 20:40

18 identicon

En hvað um okkur sem stunduðum sveitaböll í gamla daga.

Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:57

19 Smámynd:

Þessi ummæli er lýsandi fyrir mannleysuskap

, 14.1.2009 kl. 22:37

20 Smámynd: Gulli litli

Hann Ari er lítill, hann er,,,,,,,åra trítill...

Gulli litli, 15.1.2009 kl. 00:10

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Samlíkingin var óviðeigandi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.1.2009 kl. 00:53

22 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Hjartanlega sammála . En engu að síður Jenný ; þú ert nú meiri hleypidóninn (hleipidóninn).

Hörður B Hjartarson, 15.1.2009 kl. 01:10

23 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Enn og aftur klappa ég sjálfum mér á bakið fyrir að hafa aldrei verið með áskrift að hinni ófrjálsu og háðu Stöð 2

Björgvin R. Leifsson, 15.1.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.